Strandapósturinn - 01.06.1989, Qupperneq 65
mikið að ég fékk Magnús bróður minn til að gera það, og var þá
með það eins og annað, að ekki var byrjað að spyrja hvað fengist
fyrir það. Eg held að segja megi með réttu að hvorugur okkar hafi
haft mikið út úr þeirri vinnu. Eg stórefast um að ég hafi haft fyrir
bensíninu á bátinn og hann örugglega ekki fengið krónu fyrir
sinn snúð.
Hveravík er einstæð vík að því leyti að veðursæld er þar einstak-
lega mikil. Þó norðangarður væri fyrir norðan gat verið hiti og
sólskin í Hveravík. Þarna voru nemendur úr sveitunum allt í
kringum Steingrímsijörð og oft glatt á hjalla. Þeir bjuggu í tjöld-
um og ég man að þau urðu flest 27, en þó var Drangsnesbörnun-
um keyrt á milli. Eitt vorið komu 90 nemendur. Sundáhugi var
mikill og á góðviðriskvöldum kom margt fólk í laugina. Iðulega
komu þrír mótorbátar frá Hólmavík á kvöldin, því þetta var um
það leyti sem verið var að útbúa bátana á síldveiðar og var hlé á
róðrum. Þetta voru „Guðmundur“, „Friggin“ og „Hilmir“ og
þegar þessir bátar komu fullir af fólki var kátt í Hveravíkurlaug.
Farið var í leiki og þeir, sem ekki höfðu komið til Hveravíkur áður,
nutu þess að skoða umhverfið, sem var alveg sérstakt. Þarna voru
stórir steinar með fallegum lautum í milli þar sem gott var að
tjalda og skjólsamt nema þá helst í vestanátt, sem var versta áttin.
Þarna ríkti mikil gleði og má segja að umhverfið hafi skapað alveg
sérstakt andrúmsloft. Nú er þetta indæla umhverfi orðið að flagi
og margir, sem áttu þarna gleðidaga, sjá mikið eftir því að nú skuli
búið að eyðileggja þetta merka mannvirki svona gjörsamlega.
Einn ókostur var við að kenna í Hveravíkurlauginni. Hún var
öll svo jafndjúp og botninn svo grófur að við urðum að neyðast til
að hafa meira vatn í henni en við vildum, annars hrufluðu krakk-
arnir sig á botninum. Þetta háði mörgum, en sem betur fór urðu
engin óhöpp eða slys þennan tíma og má þó segja að flest hafí
verið ófullkomið sem þarna var til staðar. Lífgunaraðferðir kynnti
ég mér eins og hægt var. Þá var algengust „Holgeir Nilsenaðferð-
in“ sem kölluð var. Eftir stríð komu aðrar aðferðir fram á sjónar-
sviðið, fyrst „veltuaðferðin" svokallaða, sem var allsráðandi hjá
Bandaríkjamönnum í stríðinu. Síðan kom „blástursaðferðin",
sem líklega er með þeim betri, en þó er veltuaðferðin mjög góð í
63