Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 84

Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 84
Lagt var af stað frá Seljanesi snemma dags. Veður var gott en 18 stiga frost. Eins og fyrr segir voru allir flóar og firðir fullir af hafís, sem orðinn var samfrosta og lagnaðarísinn mannheldur. Við gát- um því stytt okkur leið og farið beint yfir Ingólfsfjörð og yfir að svonefndum Hlöðum, þar sem síðar var býlið Fagrihvammur. Þeir sem til þekkja vita að allbxatt er þaðan upp á svonefnt Eyði, sem er hálsinn milli Ingólfsfjarðar og Norðurfjarðar. Var því erfitt að draga sleðann þar upp brekkuna en gekk þó. Við komum í Norðurfjörð til Valgeirs og Sesselju. Þar var sjúklingurinn tekinn af sleðanum og færður í bæinn. Við hinir fórurn hinsvegar allir heim til okkar og fengum okkur að borða enda áttum við heima á næstu bæjum. Eftir stutta viðdvöl var lagt af stað að nýju. Hér slógust í förina synir Valgeirs og Sesselju þeir Ólafur og Albert. Verður nánar sagt frá erindi þeirra síðar. Mikill snjór var í Urðunum og því ógerningur að draga sleðann þar. Varð því að fara eftir ísnum sem var greiðfærasta leiðin eins og nú var ástatt. Við fylgdum strandlengjunni til að nota lagnaðarísinn sem var til þess að gera sléttur. Þó voru hafísjakar á stangli sem krækja þurfti fyrir og gerði það leiðina torsóttari. Við Árnes setturn við strikið beint á Naustvíkurskörð, þar sem er snarbrattur íjallvegur milli Trékyllisvíkur og Reykjarfjarðar. Það var því enginn barnaleikur að draga sleðann upp Skörðin og kom sér nú vel að hafa fylgdarmennina tvo þá Ólaf og Albert því þeir hjálpuðu okkur vél og upp komumst við. Það kann að koma sumum einkennilega fyrir sjónir að svo erfitt sem það var að komast upp að norðanverðu finnst mér nú að áhöld séu um hvort ekki hafi verið jafn slæmt að fara niður Reykjarfjarðar megin. Það skal líka haft í huga að hér var ekki um venjulegan flutning að ræða eins og mópoka eða því um líkt, heldur sjúkan mann sem fara þurfti varlega með. Yfir Reykjarfjörð fórum við svo á ísi. Fjörðurinn er djúpur og því hafði stórajaka rekið þar inn. Var því mjög tafsamt að komast áleiðis því krækja þurfti fyrir jakana. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.