Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 100
Böðvar Guðlaugsson:
„Borðeyri
er borgin
fín .
u
Minningabrot frá bernsku- og œskuárum
Þegar farin er þjóðleiðin eða hringvegurinn milli Reykjavíkur
og Akureyrar, er gjarnan stansað í Staðarskála í Hrútafirði þegar
komið er norður yfir Holtavörðuheiði. Sá viðkomustaður er aust-
an megin fjarðarins og tilheyrir Vestur-Húnavatnssýslu. En kipp-
korn utar með firðinum og vestan hans, klúkir smáþorp á lágri
eyri, sem gengur út í fjörðinn. Þetta er Borðeyri í Hrútafírði.
Ósjaldan hef ég heyrt fólk, sem ferðast um þessar slóðir, láta þess
getið, hvað því hafí þótt Borðeyri tilkomulítill staður svona til að
sjá, og víst er um það, að þorpið lætur ekki mikið yfir sér tilsýndar.
En Borðeyri var dásamlegur staður, þegar ég átti þar heima fyrir
meira en hálfri öld, og ég þoli illa að heyra þessum æskustöðvum
mínum hallmælt eða á einhvern hátt gert lítið úr þeim. Það skal þó
fúslega viðurkennt, að oft leggur úrsvala þokubrælu norðan úr
Húnaflóa inn fjörðinn, og þá er ekki hlýlegt þar. En miklu ríkari
eru mér samt í barnsminni dýrðlegir vor- og haustdagar, þegar
98