Strandapósturinn - 01.06.1989, Qupperneq 101
sólin stafaði geislum spegilsléttan fjörðinn. Kannski minnist fólk á
mínum aldri frekar bjartari hliða tilverunnar en hinna, sem
skugga bar á. Við skulum a.m.k. vona það.
Fyrstu átta ár ævinnar átti ég heima á Kolbeinsá, en sá bær er
25-30 km. utar eða norðar við Hrútafjörðinn en Borðeyri, og mér
er í barnsminni, að þetta litla kauptún stóð mér fyrir hugskots-
sjónum, ef ekki sem miðdepill heimsins, þá að minnsta kosti
þýðingarmikill og frægur staður. Þangað var farið í verslunar-
ferðir nokkrum sinnum á ári, og þá fékk maður stundum brjóst-
sykur í kramarhúsi eða rúsínur og gráfíkjur í bréfpoka. Mér finnst
ég geta enn þá fundið þessa sérkennilegu búðarlykt, sem fylgdi
varningnum heim í hlað. Það voru dýrðlegar stundir. Eða þá öll
hrútshornin, sem við krakkarnir fengum innan frá Borðeyri í
haustkauptíðinni, þau voru aldeilis kærkomin viðbót við búpen-
inginn í þykjustubúskap okkar, en sá búpeningur samanstóð af
hornum, leggjum og skeljum. Og núna, eftir 60 ár eða svo, get ég
nokkuð nákvæmlega staðsett í Kolbeinsártúninu tóftarbrotin, þar
sem við höfðum búin okkar. Eg reyndi eitt sinn að lýsa bernsku-
dögunum á Kolbeinsá í stuttu kvæði, og eitt erindi var á þessa leið:
„Man ég fyrr, er margt eitt sinn,
meðan vorið glaðast hló,
har ég út í bjartan dag
bláa gullastokkinn minn,
gceddi legginn lífi og sál,
gerði að hesti hörpudisk,
horni, skel og völu gaf
skyn og mannamál. “
Og svo fluttum við eitt vorið í kaupstaðinn, sem um var ort
vísan, sem byrjar svona:
„Borðeyri er borginfín,
býr þar fagra stúlkan min.
99