Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 105
Borðeyri. Ljósmyndari Þórður Kristjánsson.
Þóroddur Lýðsson, sem um árabil var sýsluskrifari á Borðeyri
og stundaði einnig verslunarstörf þar, var á ýmsan hátt sérkenni-
legur maður. Hann var mikill bókamaður, og hygg ég að hann
hafi, að mestu leyti af eigin rammleik, aflað sér mikils fróðleiks og
þekkingar og verið mjög vel að sér. Eg minnist þess, að þegar ég
var að basla við að læra dönsku í útvarpinu hjá Kristni Armanns-
syni sótti ég stundum ráð til Þórodds, ef móður minni þótti örugg-
ara að ég spyrði fleiri en hana ráða. Reyndust það jafnan hollráð.
Auðvitað fékk Kristinn ekkert um þetta að vita.
Varla þætti tilhlýðilegt á þessum uppgangstímum jafnréttis-
baráttu og kvenfrelsis, ef ég gæti að engu húsfreyjanna á Borðeyri
á þessum árum. Elinborg Sveinsdóttir, kona Ólafs Jónssonar,
snikkara, eða öllu heldur þúsund þjala smiðs, var vinkona
mömmu. Hún var systir læknanna Jónasar og Kristjáns augn-
læknis, Sveinssona. Elínborg var talsímakona á Borðeyri, en hafði
jafnframt um stórt heimili að hugsa, mig minnir að það haft verið
ellefu eða tólf manns í heimili þar. Þrátt fyrir það lét hún sig ekki
muna um að bjóða okkur leikfélögum barna sinna í afmælisveisl-
103