Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 109

Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 109
hafði gáfur og minni betra en allur fjöldinn af hans samtíðarfólki. Hann las mikið og skrifaði margt upp úr blöðum og bókum. Rithönd hans var mjög skýr og stílhrein. Aðal lesefni hans voru guðsorðabækur en einnig las hann bækur um ýmislegt annað efni, t.d. er í eigu minni eðlisfræði sem hann átti og heitir Hvers vegna, vegna þess. Þá bók hefur hann án efa lesið með athygli. Hann undirstrikaði eða setti í sviga í bókunum setningar sem hann sérstaklega vildi festa sér í minni. Þetta mátti víða sjá í bókum hans. Já, það var margt forvitnilegt í bókaskápnum hans Bjarna. Bjarni bjó á yngri árum í Tjaldanesi og Þverfelli í Saurbæ. Kona hans hét Guðrún Guðmundsdóttir. Þau hjón áttu engin börn og slitu samvistum. Guðrún fór síðar til Ameríku og að því ég best veit margt af skyldfólki Bjarna. Hann var því á efri árum algjör einstæðingur sem engan átti að. Þessu einstæða gamalmenni voru foreldar mínir mjög góðir og önnuðust hann til hinstu stundar. Ég heyrði aldrei á það minnst að Bjarni ætti að fara af heimilinu þó vitanlegt væri að eigur hans væru litlar til framfæris. Meðan heilsa hans leyfði vann hann dálítið og átti nokkrar kindur. Hann stundaði einnig vefnað og mun hafa haft dálitlar tekjur af því. Hann lagfærði amboð o.fl. fyrir heimilið, var mjög vandvirkur en þótti nokkuð seinvirkur og afkastalítill. Lengi vel hafði hann átmat og kaffi útaf fyrir sig en fékk mjólk og allan spónamat hjá mömmu minni. Hann borðaði úr aski sem orðinn var æði slitinn og fornfálegur. Allir á báðum heimilunum á Þambárvöllum voru Bjarna góðir og umbáru þótt skap hans væri stundum erfitt. Ég man hvað pabbi minn var laginn við að spjalla við hann og létta honum lundina. Hann sat þá á rúmstokknum hjá Bjarna og báðir höfðu þeir ánægju af þessum samverustundum. Bjarni var oft skapstyggur við okkur eldri börnin ef við brutum eitthvað af okkur eða skemmdum fyrir honum en við smábörnin var hann nærgætinn og góður enda var honum oft falin barna- gæsla á sumrin þegar fólk var úti við heyskap. Raulaði hann þá oft vísur sem hann samdi sjálfur. Ekki man ég að hafa heyrt eftir hann nema þessar barnagælur. Um Guðrúnu systur mína tveggja ára gamla orti Bjarni þessa vísu: 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.