Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 114
Drangsnesi í gamla samkomuhúsinu Baldri. Að hverju kennslu-
tímabili loknu hélt ég svo til míns heima inn í Staðarsveit, uns ég
fluttist búferlum vestur að Djúpi snemma vors 1932.
Haustið 1918 hélt ég að heiman 19 ára gamall til náms í Al-
þýðuskóla Húnvetninga á Hvammstanga. Þessi fyrsta fjarvera
mín frá heimahögum varð lengri en fyrirhugað var í upphafi, þvf
að næstu sex ár bar mig ekki á heimaslóðir nema sem gest einu
sinni á ári eða þar um bil. Þess vegna er mér svo lítt kunnugt um
menn og málefni Staðsveitunga á árunum 1918-1924. Þrátt fyrir
það hygg ég tvímælalaust að það sé rétt með farið og sannleikan-
um samkvæmt, sem segir á bls. 474. „Þrír ungir menn nýkomnir
úr Hólaskóla, stofnuðu Fótboltafélagið Geislann 1921. Félags-
svæðið var Staðardalur. Fótboltafélaginu var breytt í ungmenna-
félag 1923.“ Hér þykir mér það eitt vanta, að greind séu nöfn og
heimili þessara þriggja ungu manna, en þau voru að því ég best
veit: Karl Jónsson, Víðivöllum Staðardal, Trausti Sveinsson,
Kirkjubóli Staðardal og Ingimundur Tryggvi Magnússon, Hólum
Staðardal, en á Innra-Ósi um og eftir 1921. Eflaust var Ingimund-
ur Tryggvi lífið og sálin í þessum félagsskap á meðan hans naut
við, en hann féll frá nrjög fyrir aldur fram veturinn 1934, aðeins
rúmlega þrítugur að aldri. Hann var gæddur skarpri greind,
miklum dugnaði og forystuhæfileikum til mannaforráða í nýjum
sið. I sambandi við starfsemi gamla „Geislans“ meðan ég var þar
enn félagsmaður á árunum í kringum 1930, minnist ég ýmissa
námskeiða á vegum félagsins að einhverju eða öllu leyti, sem
haldin voru í gamla skólahúsinu á Hólmavík. Til dæmis námskeið
í tómstundaiðju og útskurði, kennari Tryggvi Samúelsson frá
Miðdalsgröf. Námskeið í flmleikum, kennari Asgeir Jónsson frá
Tröllatungu. Og síðast en ekki síst almennt taflmót á vorin, eink-
um sótt af yngri félagsmönnum. í tilefni af því lét félagið smíða
tvö taflborð og keypti tvær skákklukkur.
112