Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 117
Ingólfur Jónssonfrá Prestsbakka:
Nærmyndir
Gamla forystuœrin
Það var búið að taka frá í kaupstaðinn, Fjörutíu dilkar og fimm
gamalær — það var allur reksturinn.
— Það verður ekki þungt á metunum eins og verðlagið er,
hafði bóndinn sagt um leið og hann gekk frá fjárréttinni heim að
bænum til að fá sér bita og nesti, áður en hann legði af stað með
hópinn.
Ingi litli og Finni gamli voru eftir til að gæta kindanna. Þeir áttu
hvort eð var ekki að fara með í kaupstaðinn, aðeins hjálpa til að
koma rekstrinum af stað og sameina hann hópnum frá næsta bæ.
— Hvers vegna situr þú alltaf hjá þessari görnlu, hornlausu
rollu, Finni? sagði Ingi litli og horfði á Finna, þar sem hann sat
inni í réttinni og hélt utan um hálsinn á kollóttri gamalá, sem eitt
sinn hafði verið hyrnd, en var nú horn-brotin og hrörleg að sjá.
Finni svaraði engu, en hélt áfram að gæla við ána.
— Sérðu ekki rneira eftir þessum fallegu gimbrum, Finni sagði
Ingi með óvægni tíu ára drengs, sem vildi fá svar við spurningu
sinni.
Finni leit upp, hægt og seinlega, og Inga varð illt við, er hann sá
tár í augum gamla fjármannsins.
— Ingi minn, — sagði Finni dapurlega. Það er ekki von, að þú
skiljir þetta, því að þú ert svo ungur. En það get ég sagt þér, að hún
Kola var fallegasta kindin, sem ég hef nokkru sinni átt og besta
forystuærin. Nú er hún orðin fjórtán vetra, og ég verð að farga
115