Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 119
dregin hér upp fjöruna. Og fimmtíu átti afi þinn sauðina. En þeir
fóru nú rnargir í Enskinn fyrir gullpeninginn.
— Já, en nú eru engir sauðir hér og engir Englendingar með
gullpeninga, en aftur á móti útvarp og svo er kominn bíll í kaup-
staðinn, segir pabbi, sagði Ingi og var nú óðamála.
— Jú — sei — sei — jú, útvarp og bílar árið 1930 með alls konar
uppfinningar. Ekki höfðum við þetta, við afi þinn, né heldur
símann, komumst af án þess. Okkur dugðu hestarnir og fæturnir.
En þetta getur svo sem verið ágætt fyrir ykkur unga fólkið. Við
gömlu hróin verðum vanaföst eins og bátar, sem lengi hafa legið í
skorðum. En þarna er pabbi þinn að koma, svo að það er best, að
við Kola komum okkur út úr réttinni.
Já, en þú ætlaðir að láta hana í kaupstaðinn. Og Ingi leit spurn-
araugum á Finna gamla. — Eg er hættur við það. Ég hef hana í
lambhúsinu í vetur og reyni, hvort hún tórir ekki með mér einn
harðan kafla ennþá. Og nú hló Finni gamli og teymdi hornbrotna
gamalána með sér út úr réttinni, — ána, sem eitt sinn hafði borið
af öllum öðrum ám á bænum og oftsinnis bjargað hjörð og hirði í
stórhríðum og aftaka veðrum.
117