Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 120
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka:
Síðasta bókin
Vetrarmorgunn í Reykjavík. Föl á götum og vaxandi frost í lofti.
Strætisvagn nemur staðar við biðstöð. Hurðir opnast og fólk
flýtir sér inn í hlýju vagnsins, flýtir sér, því að allir eiga sér erindi
nokkurt með ferð sinni. Vagninn er þéttsetinn svo að þeir
nýkomnu verða að standa.
Einn þeirra, sem stendur er maður gamall að árum og boginn í
baki, en svo hár, að hann á ekki erfitt með að halda sér í þakgrind-
ur vagnsins, þótt háar séu.
Þótt bogið sé bakið og örótt andlitið eftir full sjötíu ár, er brúnin
hvöss og augnaráðið geiglaust. Þórður gamli hefur séð svo margar
holskeflur við meira en hálfrar aldar sjósókn á árabátum, skútum
og togurum, að fátt getur raskað ró hans.
Þórður kreppir vinstri hnefann upp að brjósti sér og finnur
innan við snjáða úlpu móta fyrir böggli í vasa. Jú, þar er hún.
Síðasta bókin úr skápnum er nú á leið þangað, sem svo margar
aðrar eru farnar. Það er ekki hátt verð, sem býðst á fornsölum
fyrir lesnar og lúnar bækur. En þó, — þær voru hið eina, sem
hann átti til að selja. Og nú stóð skápurinn tómur. Hann var víst
óseljanlegur. Nýi tíminn vill skápa úr harðviði erlendum, en met-
ur einskis ómálaðar spækjur.
Þórður hristir höfuðið um leið og vagninn nemur staðar til að
bæta fleirum á stæði sín.
Nýi tíminn. Ellilaunin duga skammt, þegar herbergishola í
kjallara er leigð á tíuþúsund krónur.
Tíuþúsund krónur er mikið fé fyrir þann, sem ekkert á. Ekkert.
Jú, víst átti hann rúmflet, borð og stól og gagnslausan, tóman
118