Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 123
Gísli Jónatansson í Naustavík:
Nokkur örnefni í
Kirkjubólshreppi
Grind
Þar sem Gálmaströnd endar og Hvalsárland tekur við heitir
Grind. Sumum hefur þótt þetta skrýtið nafn og ímyndað sér að
það muni vera dregið af landslaginu, klettunum sem liggja frá
fjallshlíðinni niður undir sjávarmál. Svo mun þó ekki vera. Þarna
var áður fyrr, hef ég heyrt gamalt fólk segja, útbúnaður með
trégrind, sem átti að varna því, að skepnur kæmust inn á strönd-
ina, það er að segja stórgripir. Frá náttúrunnar hendi mynduðu
klettarnir ágæta girðingu, þannig að auðvelt var að framlengja
hana niður í fjöruna. En þar sem þetta var í þjóðbraut þurfti að
hafa hlið á girðingunni, var því lokað með grind þeirri, er staður-
inn dregur nafn af.
Og nóg hefur verið af rekaviðnum til að endurnýja þetta mann-
virki meðan þess var talin þörf.
Tímans tönn nagar og nú er ekkert sem minnir lengur á þann
umbúnað sem þarna var viðhafður forðum daga — nema örnefn-
ið — Grind.
Tóftadrangur
Utarlega á Gálmaströnd er stór drangur, sem heitir Tófta-
drangur. Þar sést greinilega fyrir fornum tóftum. Eg hef heyrt
sagt, að þar hafi strandmenn hafst við um tíma, spánskir eða
121