Strandapósturinn - 01.06.1989, Qupperneq 131
Þá eru næstar 3 vísur, 24.-26., um Einfætingsgil og oddvitahjón-
in þar, Jóhann Guðmundsson frá Kirkjubóli í Staðardal Þorsteins-
sonar og Kristínu Jónsdóttur frá Bæ á Bæjarnesi í Múlasveit
Guðmundssonar. Þau bjuggu áður á Óspakseyri, en seinna í
Mýrartungu í Reykhólasveit.
3 vísur, 27.-29., eru um hjónin í Gröf í Bitru, mág skáldsins,
Einar frá Snartartungu Einarsson Þórðarsonar og seinni konu
hans, Jensínu ljósmóður Pálsdóttur frá Þrúðardal Einarssonar.
30.-32. vísa er um Hvítuhlíð og búendurna þar, Kristján Einars-
son frá Kýrunnarstöðum í Hvammssveit Einarssonar, seinna
bónda á Hríshóli í Reykhólasveit, og fyrri konu hans, Halldóru
Kristínu í Hvítuhlíð Magnúsdóttur Magnússonai.
33.-35. vísa er um hjónin á Bræðrabrekku, guðmund frá Steina-
dal Jónsson Jónssonar og Guðfinnu Mggnúsdóttur í Hvítuhlíð
Magnússonar.
Að endingu eru 3 vísur, 36.-38., um hreppstjórahjónin á
Skriðnisenni, Lýð bónda Jónsson bónda á Enni Jónssonar og
Önnu Magnúsdóttur á Óspakseyri Jónssonar bónda á Reykhólum
og alþingismanns í Ólafsdal Bjarnasonar.
Að lokum gerir skáldið grein fyrir sér með yfirdrifnu lítillæti og
kveður tilheyrendur með bænarandagt í síðustu tveimur vísun-
um, 39. og 40. Ártal er ekki nefnt, en hlýtur að hafa verið 1897,
eftir ábúðarsögu hreppsins að dæma, eins og hún verður rakin í
æviskrám Strandamanna.
Ríman er án yfirskriftar. hér hefst handrit skáldsins:
1. Róms af búngu rœðjeg þá, ranga lúnginn austra slá,
snilld þó úngur sneiði hjá, Snartartúngu minnast á.
2. Þar býr Einar Þórðar bur, þessi reynist vandaður,
líka greinist gesthollur, grjerinn fleina efnaður.
3. Guðrún heitir húsfreyjan, hugnaðs beita ráðum vann,
grund orms reita guði ann, gæði veita þjóðum kann.
• 4. Hvíld og blund er best þiggur, búið stunda þar vinnur,
Ingimundur Magnúss bur, málma þundur vel giflur.
129