Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 132
5. Hans við síðu hafnar móð, hún Sigríður Einarsjóð,
kirtla hlíðin hjartagóð, hugnast lýðurn kinnarjóð.
6. Æfir sanna siðprýði, sínum manni unnandi,
guðvefs nanna gestrisni, gæðum ann og veglyndi.
7. Brunngils hygginn húsbóndinn, hölda þiggur lofsyrðin,
greindur, hygginn, góðvikinn, geira iggur vel metinn.
8. Jón er talinn jafnlyndur, Jóni alinn siðgóður,
gæfu falinn, frjálslyndur, fofnis bala skilfingur.
9. Stillt ókvíðin konan er, kala stríðum hjá sneiðir,
hún Sigríðar heiti ber, hegðan fríða temur sjer.
10. Eg frá greini Ólafi, œfir hreina ráðsnilli,
borinn meinast Magnúsi, meiður fleina búandi.
11. Lyndisglaður, gáfaður, gœðamaður hagorður,
þundur naða þrifvirkur, Þórustaða búhöldur.
12. Elísabet þar Einarsjóð, ekki letur verkin góð,
Ólafs metið festarfljóð, fofnis setra hrundin rjóð.
13. Þambárvöllum vík ég að, Valla snjöllum orða nað,
gestum öllum góðviljað, gæða köllum býli það.
14. Skyldur efni, skýr metinn, Skúli nefnist húsbóndinn
Guðmunds hefnir góðvikinn, gróða stefnu er á korninn.
15. Hans er Ólöf húsfreyja, hagsæld þróar ágæta,
mæðu sóar, svipgóða, sjöfnir móins reitnanna.
16. Er Guðmundur Einars bur, ómegð bundinn, verksjeður,
ætíð fundinn frjálslyndur, fremd ástundar gesthollur.
130