Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 4

Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 4
U M BYGGINGARMÁLEFNI V. UNO ÁHREN: SKIPULAG OG ÞRÓUN Arkitekt S. A. R. Uno Áliren er einn af fremstu arkitektum Svía á sviði bœjaskipulagningar. Hann hefur unnið ósleitilega að því í rœðu og riti að uka skilning og áhuga lærðra og leikra á þeim mál- um. Grein sú, er hér birtist í þýðingu, kom i bæklingi, er nefnist „Byggbáttre samhállen“. Hann var gefinn út af bókaforlagi scensku samvinnufélaganna (Kooperativa Förbundets Forlag). Greinin á jafnt erindi til íslendinga sem Svia, þar sem vandamál skiþulagningarinnar eru alls staðar mjög svipuð. Auk þess gefur hún ágceta hugmynd um þœr umueður, sem fara fram um þessi mál i nágrannalönd- unum, þar sem oþinberar umrœður um þessi efni eru mjög á döfinni, því að eins og sjá má af grein- inni, hafa skiþuleggjendurnir gert sér Ijóst, að einn mikilvœgur þáttur þess að koma á góðu skiþulagi, er heilbrigður og lifandi skilningur almennings. Er þörf á skiþulagninguf Sem inngang að efni því, er tekið verður til meðferðar í þessum bæklingi, varpa ég fram spnrningnnum: Er þörf á skipulagningu? Og eru möguleikar á þeirri framsýni, sem skipulagningin krefst? Ég býst fastlega við, að flestir svari þessu hiklaust játandi. Spurningarnar eru samt sem áður alls ekki ástæðulausar. Þeir menn eru í raun og veru til, sem eru eindregnir andstæðingar þess, að þjóðfélagið takmarki athafnafrelsi einstaklings- ins og beini orku hans inn á ákveðnar brautir. Margir segja sem svo: Það má vel vera, að ekki sé hægt að komast hjá því að setja einhverjar reglur um byggingar í fjölbýli, en þær verða að vera mjög vægar, því að á hverju sem veltur, er það þó fyrir öllu að hindra ekki þróunina, og að veita þeim öflum, sem að henni standa, sem mest frjálsræði. Það getur verið, að við venjulega vörufram- leiðslu sé frjáls samkeppni hentugust. um það atriði skal ég ekkert segja, en eitt er víst, þetta á ekki við um byggingu borga og bæja. Þar þarf mjög víðtæk afskipti, öfluga stjórn, ef árangurinn á að verða góður. Auðvitað má um það deila, hversu mikil þessi afskipti þurfa að vera, það fer eftir þeim ástæðum, sem fyrir liendi eru. Það Hannes Davíðsson. aátti ekki að þurfa annað en renna auga yfir gömlu bæjahlutana okkar til þess að sannfærast um, að þróunin ein miðar ekki alltaf til góðs. Þó til væru á fyrri öldum ýmsar reglur um bygg- ingu þessara bæjahluta, þá verður árangrinum ekki betur lýzt en með orðinu öngþveiti. Handa- hófsbyggingar, þröngir, dimmir húsagarðar, til- gerðarlegt og óhentugt byggingarlag, hver byggir á sinni lóð án tillits til nábúanna. Allir eru í stríði við alla. (1. mynd.) Nauðsynin á opinberum afskiptum af bygg- 9 s Y R p A

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.