Syrpa - 01.05.1948, Page 6

Syrpa - 01.05.1948, Page 6
4. tnynd. aldrei er hægt að koma góðu lagi á nema með ærnum kostnaði. Sú venja að byggja meðfram þjóðvegum hefur í för með sér óheyrilega sóun. Vegirnir kosta •' ið fé. í Svíþjóð hefur síðustu tuttugu árin verið eytt einum milljarði króna í nýbyggingar og endurbætur á þjóðvegum (viðhald er þarna ekki talið með). Þessir vegir eru ætlaðir fyrir mikla og hraða umferð. — Þegar leyft er að byggja meðfram vegunum (mynd 4)# felur það í sér al- varlega umferðahættu vegna allra útganga frá lóðunum. og vegna hliðarvega, sem skera aðal- veginn. Umferðaþol vegarins minnkar við þetta, það er ekki liægt að aka eins hratt á honum, og óhjákvæmilega veldur þetta fjölda slysa, auk þess sem húsin falla fljótt í verði, þegar almenningur gerir sér Ijóst, að tæplega er bægt að hugsa sér óheppilegri stað fyrir íbúðarbús heldur en lóðir við fjölfarna umferðagötu. Þetta endar venjulega með því, að vegurinn verður ónothæfur sem aðal- braut, hann verður að aukabraut. Fénu hefur verið kastað á glæ. Það er farið að athuga mögu- leika fyrir nýrri aðalbraut, sem ekki verður byggt meðfram. Það er ekki gott að segja með vissu, hve margir kílómetrar af okkar dýrtt og fínu vegum hafa hlotið þessi örlög. Að þeir eru ekki fáir, sjá allir þeir, er leggja leiðir sínar út um sveitir landsins. Við verðum að koma á ski]iu- lagningu og löggjöf sem fyrirbyggir þetta. Skipulagning Það æskilegasta væri ef hægt væri að skipu- leggja bæinn og starfrækja bæjarfélagið á sama * Nærtæk íslenzk dæmi eru Hella og Selfoss hér á Suður- landsundirletidinu. Þýð. 4 hátt og fyrirmyndar iðnfyrirtæki. Bygging verk- smiðjunnar, fyrirkomulag reksturs og sölu, allt er undirbúið með nákvæmum, hagnýtum og vís- indalegum athugunum og tilraunum. Síðan er reksturinn athugaður án afláts, og leitað að leið- um til endurbóta og sparnaðar. Þessa samlíkingu má þó ekki skilja of bók- staflega. Uppbygging bæjanna er flóknari en rekstur iðnfyrirtækis, og þar gætir ýmissa mann- legra og félagslegra áhrifa, sem gera þetta allt erfiðara viðfangs. Samt sem áður er það áberandi, hve lítil umhyggja og kostnaður er lagður í skipu- lag bæjanna, borið saman við það, sem gert er við skipulagningu iðnaðar og annarra skyldra fyrir- tækja. þó er hvert bæjarfélag í rauninni stórt fyrirtæki, er annast og ávaxtar mikil verðmæti, sem eru þýðingarmeiri fyrir allan almenning en nokkurt einstakt iðnfyrirtæki. Það sem sérstak- lega verður að forðast, er að skipulagið verði flækja af lóðaútinælingum, sem skeyttar eru sam- an af handahófi, lieldur byggist lóðaútmælingar á víðtækri, kerfisbundinni skipulagningu — heild- arskipulagi (Generalplan). Á annan hátt er ó- mögulegt að tengja hina ólíku þræði bæjarmynd- unarinnar í lífræna heild. Er luegt að sjá þróunina jyrir? Öll skipulagning útheimtir framsýni. Ekki sízt ef byggja skal til frambúðar. En er slík framsýni hugsanleg? Hér er ekki um að ræða neina dular- fulla forspá, heldur hitt, að byggja gjörðir okkar á áætlunum um þróunina, en þær áætlanir byggj- um við á undangenginni reynslu. í stað spurning- arinnar: Er framsýni hugsanleg? ætti að spyrja: Verður komizt hjá því að gera áætlanir um fram- tíðina? Það þarf ekki mikla umhugsun til að átta sig á því, að flestar athafnir okkar mótast meira eða minna af hugmyndum okkar um framtíðina. Enginn verzlunarmaður kemst hjá því og heldur ekki sá, sem byggir sér hús. Öll fjárfesting út- heimtir rentur, þ. e. hún er gerð á grundvelli áætlunar um þróunina, tilgátu um, hvað borgi sig á hverjum tíma og hvað heppilegt sé að byggja. Það liggur í augum uppi, að nokkur áhætta er samfara öllum framkvæmdum. Framtíðin er allt- af ótrygg. En þar fyrir má ekki draga þá ályktun, að á meðan ekki sé á öðru að byggja en misjafn- lega sennilegum tilgátum um framtíðina, þá sé þýðingarlítið að skipuleggja nema fyrir morgun- SYRP 4

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.