Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 7
daginn. Þetta sjónarmið er þó ekki fátítt, þess
verður jafnvel vart lijá ábyrgum starfsmönnum
bæjanna, en við verðum að berjast gegn því. Það
er hættulegt vegna þess, hve það er alltof „tæki-
færissinnað“, þegar um er að ræða jafn varanlega
framleiðslu sem byggingar o. þ. h. Oft er þetta
sjónarmið blátt áfram dulbúið makræði og
skammsýnn kotungsháttur.
Meiri þekking
Nei, rökréttur hugsunarháttur er þvert á móti
þessi: Þó að áætlanirriár verði aldrei óskeikular.
þá ættu þær að geta orðið nteira eða minna senni-
legar. Það sem mestu máli skiptir er, að þær séu
eins nákvæmlega gerðar og unnt er. Með öðrum
orðum, við verðum að rannsaka núverandi ástand
og undangengna þróun byggðarinnar gaumgæfi-
lega til þess að geta gert okkur hugmynd um, hvað
bezt muni henta framtíðinni. Reynslan sýnir, að
oft þarf ekki annað en vita, hváð gerzt hefur, og
livað er að gerast, til þess að augljóst verði livað
gera skal. Alltof lítil áherzla hefur verið lögð á
þetta. Við þurfum meiri rannsóknir og nákvæm-
ari athuganir á hinum ýmsu sviðum bæjarlífsins
og uppbyggingarinnar. Þessi krafa verður þeim
mun sterkari, sem nauðsyn skipulagningar kemur
betur í ljós. Sem dæmi um þýðingarmikið starf í
þágu bæjamyndunarinnar, \ il ég minnast á fjölg-
unaráætlunina (Befolkningsprognose), sem „Be-
folknin<ískommissionen“# og aðrir hafa unnið að.
Eins 02' kunnugt er varð niðurstaða hennar sú, að
O O 7
íbúatala Svíþjóðar haldi áfram að aukast eitthvað
fram á sjötta tug nítjándu aldarinnar, og riái hún
þá hámarki sínu, ca. 6,5 milljónir, en síðan fari
fólkinu að fækka. Eina atriðið, sem er verulega
ótryggt í þessari áætlun, er innflutningur fólks til
Svíþjóðar frá öðrum löndum, eða útflutningur
fólks úr landinu. Á tímum hinna pólitísku fólks-
flutninga, felur þetta óneitanlega í sér talsverða
óvissu. í sambandi við félagsmálin, og þá ekki'
sízt á sviði byggingar- og skipulagsmála, er slík
áætlun þó til ómetanlegs gagns. Það er nauðsyn-
legt að gera slíkar áætlanir um væntanlega breyt-
ingu íbúatölunnar í hverri borg og stærri byggð-
arlögum. Mikilvægi þessa sést af eftirfarandi
dæmi. í flestum smábæjum hefur hingað til verið
leyft að byggja á stórborga vísu, algjörlega án til-
lits til, hvort þörf hefur verið fyrir það eða ekki.
* Nefnd, stofnuð í Svíþjóð til að gera áætlanir um hverjar
breytingar muni líklegar á íbúafjölda í bæjum og sveitum.
5. mynd.
Næstum liver smábær státar af fáeinum fimm eða
sex hæða húsum innan um hin venjulegu tveggja
eða í mesta lagi þriggja liæða hús (Mynd 5). Það
er varla hægt að gera ráð fyrir, að allur bærinn
byggist af húsum af þeirri hæð. Til þess að það
yrði eðlilegt þyrfti að verða stækkun á bænum,
samfara skorti á hentugum byggingarlóðum.
Hvorugri þessari ástæðu er að jafnaði til að dreifa
í smábæjum. Þö ekki væri annað en þetta atriði,
þá nægir það eitt til að sýna, hve háskalegt er að
leyfa byggingu mjög hárra húsa í smábæjum. Hin
árlega þörf nýrra íbúða er sjaldnast mikil. Bygg-
ing eins stórhýsis öðru hvoru fullnægir því að
mestu leyti þessari þörf. Ef mörgunt íbúðum er
hlaðið upp á fáum lóðum, hljóta aðrar lóðir að
verða útundan. Nauðsynlegt niðurrif gamalla
húsa og endurnýjun þeirra er þar með tafið. Fá-
einir lóðaeigendur hirða ágóðann af nýbygging-
unufn, en aðrir verða af honum. Að þessu leyti
er þetta fyrirkontulag því fjárhagslega brjálað.
Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er það einnig eyði-
leogino'. Hið fráfælandi sambland af háum og
lágum húsum, verður óhagganlegt. Frá fjárhags-
legu sjónarmiði veldur þetta afturkipp, því að
kröfurnar til þess að bærinn sé skipulega og
þokkalega uppbyggður eru sífellt að aukast.
Eftir nokkra áratugi, þegar það er betur kom-
ið inn í meðvitund fólks, hve vel og fallega er
hægt að koma einum bæ fyrir með góðu skipulagi.
eiga þessar kröfur vafalaust eftir að verða ntiklu
hærri en við getum nú gert okkur í hugarlund.
Lifrœnt skiþulag
Því djúptækari og áhrifameiri sem skipulagn-
ingin er fyrir líf bæjanna, þeim mun mikilvægara
SYRPA