Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 10

Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 10
Endarím er hér bundið mjög frjálsum reglum, svo að saman ríma lokakveður í 2 eða fleiri brag- línum eftir vild (liver kveða rímuð við næstnæstu kveðu), og engin eru vísnaskil í kvæðinu. Stuðla- setning virðist í fljótu bragði á mestu ringulreið, og sumt verður aldrei lesið án árekstrar tvennra stuðla: fjarlægum ala aldur sinn í löndum, útlagar verða vinar augum fjær. Stuðlarnir: ala aldur með höfuðstaf í orðinu útlagar rekast á v-hljóð tvö í seinni línunni: verða vinar. Þessi rímgalli má heita afleiðing j>ess, að skáldið er sitt á livað að yrkja með höfuðstaf í jöfnum braglínum kvæðisins eða með tveim stuðl- um í þeim línum án nokkurs stuðlasambands við ójafnar undanfarandi braglínur. Dæmi hins síð- ara, sem farið getur vel: gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd. . . Fyrri línan (ójöfn, 3. lína) hefur stuðla: gull- rauðum — glœsti, og hin síðari aðra stuðla: mikla mynd. Miklu léttara er að læra Gunnarshóhna en Is- land farsældafrón. Því veldur meðal annars sterk- ara rím og styttri braglínur, ljóðhvíldarlausar. Svo straumharður og sveiflumikill er hátturinn, að hann minnir á flaum í fljóti. Fornlistin suðræna veitti nýjum krafti og hugs- unarþunga inn í braglist íslendinga samfara hin- um lotulöngu háttum. Bregðum upp mynd af meðferð Jónasar á ís- lenzkum fornháttum. Tögdrápulag er einn hinn erfiðasti þeirra, búinn þröngri brynju hjá fom- skáldum. Magnúsarkviða, tvítugur flokkur, er gerð undir því lagi og byrjar svo: Úti sat und hvítum alda faldi fjallkonan snjalla fögur ofar lög. Sá hún um bláan boga loga ljósin öll, er lýsa leið um nætur skeið. Sofinn var þá fífill fagur í haga, mús undir mosa, már á báru. Blæju yfir bæ btianda ltiins dintmra drauma dró nótt úr sjó. Ekkert verður vart brynjunnar fornu, þessi háttur er líf og leikur, eins og fiðlubogi sé dreg- inn mjúkt eða norðurljós sveipist í iitríkum bog- um. Það gerir liáttinn frjálsan og auðveldan, að hvorki er endarím né fastráðin kveðuskipting. Stöku braglínurnar eru 2—3 kveður tvíkvæðar, og séu jtær 3, má hin síðasta vera stýfð (einkvæð). Jöfnu braglínurnar mega vera jafnlangar hinum, en eru sjaldan nema tvær kveður og hin síðari þá tvíkvæð. Flin óákveðna kveðuskipting fornmáls- ins veldur jn í frelsi, að skáldið leyfir sér að yrkja: dró nótt úr sjó — með 4 atkvæðum þriggja kveðna, þar sem nóit úr er tvíkvæð kveða, en dró, sjó eru stýfðar kveður, sem jafngilda einni kveðu í línu- lengdinni báðar til samans. Það gerir háttinn bundinn og torveldan, að dróttKvætt innrím er í hverri línu. Saman ríma: Út — hvít, ald — fald, fjall — snjall, fög — lög, sá — blá, boga — loga, ljós — lýs, leið — skeið; Sof — fíf, fag — hag, mús — mos, már — bár, blæ — bæ, bú — lú, dimm — draum, dró — sjó. Rímið í stöku braglínunum á helzt ekki að vera nema liálfrím að fornri venju: Út — hvít, ljós — lýs, dimm — draum. I samanburði við fornskáldarím eru rímorð Jónasar fleiri alrímuð en skyldi og ber í þeim mest á löngunt sérhljóðum, en hvergi á stirðlegri samhljóðunum eða samhljóðatilþrif- um þeim, sent gustmikil skáld eins og Einar Benediktsson hafa tamið sér. Tilbrigði Jónasar í hættinum stafa ekki af til- viljun einni. Hámark hrifningar er táknað í fyrri vísunni með hinu fagra rími: alda faldi (alda- fornum faldi jökla) og boga loga (ljós loga um himinboga). Línan: leið um ncetur skeið — er skriðmikil og löng eins og ferðin, sem farin skal í kvæðinu þessa nótt. Línan: búanda lúins — er í gömlum stíl og ekki fjarskyldum þreytunni, og dimmt er hljóðfall og hugmynd næstu línu: dimmra drauma. Síðasta línan er eiginlega ólík skáldinu. Þessar stiklandi kveður þrjár: dró/nótt úr/sjó — trufla mýkt þess, sem á undan fer, og næsta vísa Magnúsarkviðu færir okkur skyndi- lega í nánd við vígvöll kvæðisins: Hver er sá er snörum — hugar augum .. . Það er ekki óhugs- andi, að draumablikan dimma, sem skáldið lætur 8 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.