Syrpa - 01.05.1948, Síða 14
Kirkjan i Vedersö
sama. Kirkjan var honum annað og meira en hús,
sem hann þurfti að koma í um lielgar, hún var
sjálfsagður þáttur í önnum dagsins. Hann gekk
út á meðal sóknarbarna sinna og tók þátt í gleði
þeirra og Iiörmum. Ef illt var í efni annað hvort af
völdum fátæktar eða andlegra rauna, þá fann
hann alltaf einhver úrræði. Ég held að þorpsbú-
arnir í Vedersö hafi litið á hann sem félaga sinn
og bróður engu síður en prest, og því kunnu þeir
áreiðanlega vel. Einhverntíma kom til orða að
opna veitingakrá í sókninni og leyfa þar sölu
sterkra drykkja. Kaj Munk sagði, að ef úr þessu
yrði, þá væru sínir prestsskapardagar taldir þar
um slóðir, og þar með var kráin úr sögunni.
Hann átti sér vini og kunningja jöfnum hönd-
um á meðal liáskólakennara, sjómanna, hjáleigu-
bænda og leikara. Metorð og mannvirðingar voru
lionum lítils virði. Manngildið eitt skipti máli í
augum hans. Hann unni æskulýðnum og ung-
menni hændust að honum. Mér stendur enn fyrir
hugskotssjónum, þegar ég mætti honmn einu
sinni hjólandi á fleygiferð með allt unga fólkið i
Vedersö á eftir sér. Hann var víst að bjóða því
með sér á kvikmyndasýningu.
Kaj Munk hafði yndi af náttúrunni og hann
bar í brjósti fágæta auðmýkt gagnvart öllu, sent
lífsanda dró. Ég tók eftir því, að hann þekkti hér
um bil hvert einasta smáblóm, sem varð á vegi
okkar þegar við vorum að ráfa um sveitina, og ég
man, hve liann komst á loft af gleði, ef hann sá
liéra ólmast og bylta sér í lyngmónum. Hann var
vís til að fleygja sér allt í einu á magann eins og
ærslafullur strákur, stinga höfðinu á kaf ofan í
tófugreni og hrópa hástöfum: „Nei, hér er indæl-
asta tófulykt. Það er ekki langt síðan rebbi gamli
var heima.“ Einhverntíma spurði ég, hvort hon-
um þætti ekki stundum dálítið einmanalegt í
sveitinni. „Nei, öðru nær,“ sagði liann hlæjandi,
„hér er þó hægt að skyrpa fyrir fólksfjölda.“ Já,
hann var skemmtilegur og fullur af gáska, mér
liggur næstum við að segja strákapörum. En ef
hann rak sig á gikkshátt eða hégómaskap, varð
hann strax reiður og þegjandalegur. Hann hélt
skoðunum sínum fram af krafti sannfæringarinn-
ar og oft voru orð hans hvöss og ögrandi. I Dan-
mörku er þessi saga á hvers manns vörum: Einn
sunnudag höfðu sumargestir úr nágrenninu
þyrpzt í kirkju til hans, og hann grunaði víst, að
flestir væru komnir af tómri forvitni. Hann las
faðirvorið eins og hann var vanur og bætti við:
Köttur í mýri setur upp stýri, titi er ævintýri. Að
því búnu gekk hann út úr kirkjunni.
Hann var ákaflega barnelskur, enda varð hann
alveg eins og krakki, ef hann komst í barnahóp.
Að sjá þegar liann var að ólmast við krakkana
sína! Ég horfði oft á það, og ég er viss um, að hann
skemmti sér engu ntinna en þau. Stundum gat
hann líka komið dálítið ókurteislega fyrir, t. d.
með því að fara frá gestum sínum án þess að
kveðja þá, el honum bauð svo við að horfa. Þá
settist hann upp í litlu skrifstofuna sína og
gieymdi þessum heimi. Þegar hann ætlaði sér að
vinna, lét hann ekkert giepja fyrir sér.
, í fyrsta skiptið sem ég kom og spurði eftir hon-
um, kom Yrsa litla, tólf ára dóttir hans, til dyr-
anna og sagði blátt áfram: „Pabbi er að skrifa, en
viljið þér ekki gera svo vel að líta á garðinn?“
Garðurinn á prestssetrinu var nefnilega eini
skógivaxni bletturinn í margra mílna fjarlægð, og
þess vegna þótti auðvitað afarmikið til hans koma.
Kaj Munk þekkti alla fugiana, sem þar höfðust
Hundurinn hans
við, liann kunni jafnvel skil á sjaldgæfustu teg-
undunum.
Heimilið var yfirlætislaust bæði að húsbúnaði
og í öllum háttum. Allt var þar óþvingað og frjáls-
legt. Ég held, að Kaj Munk hafi ekki haft gaman
af íburði af neinu tagi, og hann vildi fyrst og
12
SYRl’A