Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 19

Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 19
Elsa Guðjónsson: Smábarnafatnaður Við val á smábarnafatnaði kemur tvennt til greina: annars vegar, livað bezt hentar barninu, og hins vegar, hvað kemur sér bezt fyrir móður- ina. Hvorttveggja má auðveldlega sameina ef þekking og vilji er fyrir liendi. Þó eru þær mæður allt of margar, sem gefa þessu lítinn gaum og klæða börn sín í föt, sem þau eiga bágt með að hreyfa sig í og sem mikil fyrirhöfn er að sauma og hirða. Föt smábarnsins* eiga að vera þannig, að það verði þeirra sem minnst vart. Til þess að svo geti orðið, þurfa þau að vera létt, mátulega hlý, fyrir- ferðalítil, en þó liæfilega rúm, og án þröngra teygjubanda. Frjálsar hreyfingar eru barninu sér- staklega nauðsynlegar, meðan það er að læra að hlaupa, klifra og þjálfa vöðva sína á annan hátt. Fötin verða því að vera þannig sniðin, að þau hindri ekki eðlilegar hreyfingar þess. Sérstaklega ber að gæta þess, að ísetan sé vel rúm, en það er einmitt einn mesti ókostur á tilbúnum barnabux- um, hvað ísetan er oft stutt og þröng. Þegar nýjar flíkur eru saumaðar eða keyptar, verður ávallt að gera ráð fyrir, að þær hlaupi í þvotti og eins verð- ur að gæta þess að hægt sé að lengja þær, eftir því sem barnið stækkar. Ætíð ber að kaupa eða sníða barriaföt eftir stærð, en ekki eftir aldri. F.igi barnið að geta leikið sér frjálst, verður það að vera í fötum úr léttu og mjúku efni, sem auðvelt er að hirða. Það má ekki vera í þungri, óþjálli yfirhöfn, né heldur í viðkvæmri flík, sem ekki má óhreinka. Hræðsla við að óhreinka „fín“ föt getur aftrað barninu frá að taka virkan þátt í leikjum félaga sinna, og gert það í þess stað að óhamingjusömum áhorfanda. Eins ættu föt barns- ins að vera mátulega stór á það, en ekki eins og þait væru af eldra systkini, því að of stór flík, eða flík, sem barninu er sérstaklega illa við, getur gert það feimið og óframfærið, og jafnvel vakið lij;i því minnimáttarkennd. Ekkert barn vill skera sig úr, og" er því sjálfsagt að klæða það líkt og * Hér er átt við tímabilið frá því er barnið fer að skríða og fram undir skólaskyldualdur. önnur börn í nágrenninu, ef það brýtur ekki í bága við þær meginreglur um klæðnað barna, sem hér eru nefndar. Eftir því sem barnið eldist, eykst sjálfsbjargar- viðleitni þess, og að því kernur, að það vill fara að klæða sig sjálft. Á þá strax að byrja að kenna því það, því að það eykur mjög sjálfstraust og sjálf- stæði barnsins að geta klætt sig og athafnað sig á salerni aðstoðarlaust. Mjög er það misjafnt á hvaða aldri börn fara að klæða sig. Er það undir einstaklingsþroska þeirra kornið, en gerð fatnað- arins ræður hér einnig miklu um. Á þriðja og fjórða ári ætti barnið að geta aðstoðað mikið við að klæða sig, en varla rná búast við, að það klæði sig upp á eigin spýtur, fyrr en það er fjögurra til fimm ára gamalt. Til þess að auðvelda barninu að læra að klæða sig, er nauðsynlegt að hafa það í fáum og einföld- um flíkum. Þær þurfa að opnast að framan með stórum klaufum og fáum, en stórum tölum og Imappagötum, þannig fyrirkomnum að barnið nái vel til þeirra. Einnig ætti að merkja nærfatn- aðinn á réttunni að framan, t. d. með mislitum sporum, svo að barnið geti áttað sig á, hvernig hann eigi að snúa. Þegar barnið er um fjögurra ára gamalt, fer það að láta í ljós álit — velþóknun eða vanþókn- un — á klæðnaði sínum. Það heyrir fullorðna fólkið eða eldri leiksystkini gera athugasemdir við föt sín og annarra ög hermir þetta eftir. Sé rétt að farið, má móta skoðanir barnsins á þessu sem öðru, og kenna því að fella sig bezt við ein- föld föt. Þegar barnið sr fimm til sex ára gamalt, ætti það að fá að taka þátt í að velja fatnað sinn, eftir því sem ástæður leyfa. Með því móti er hægt að byrja snemrna að jrroska smekk barnsins og skilning þess á efnum og litum. Þörf barnsins fyrir hlýjum fatnaði fer ntest eftir loftslagi, árstíðum og hvort barnið er inni eða úti, en auk þess þarf að taka tillit til lieilsu þéss og hreyfinga. Veiklað barn þarf að búa betur en hraust barn, og átján ntánaða gamalt barn, er situr hreyfingarlaust í kerru, þarf að vera betur klætt en t. d. fjögurra ára krakki, sem er á stöðug- unt hlaupum. Ætíð ber þó að forðast að klæða barnið um of. Séu fötin of hlý, svitnar liarnið ó- hóflega og getur það valdið ofnæmi fyrir kvefi. í hlýju sumarveðri má teljast hæfilegt að klæða barnið í bómullamærfatnað, hösur, og mómullar- kjól eða föt, og færa það í prjónatreyju, þegar það er í forsælu. Á veturna, í mátulega kyntu SYRPA 17

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.