Syrpa - 01.05.1948, Page 23

Syrpa - 01.05.1948, Page 23
búðir, svo að ekki verður þetta allt rakið til þeirra. Aðalatriðið í þessu efni er heldur ekki spurn- ingin um það, hverjum megi um óþverrann kenna, heldur hitt, hvort ekki megi vænta þess að okkar hrímhvíta móðir verði bráðum losuð við hann. Margir eru þeir, sem aðstöðu liafa til þeirr- ar þjónustu, t. d. bæjarstjórnirnar, hreppsnefnd- irnar, sýslunefndir, heilbrigðisnefndir, kvenfélög, ungmennafélög, vegamálastjórnin, já, meira að segja — ef allt um þrýtur — undirbúningsnefndir þær, sem taka að sér að annast dvöl erlendra heið- ursgesta þjóðarinnar og sýna þeim landið. Æ, lesandi góður, ert þú ekki í einhverjum þess- um lióp? Þessi mynd er tekin við ein fjölförnustu vegamót landsins: Þar sem leiðir skiptast á Suðurlandsb.autinni niður að Ölvesárbrú og austur með Ingólfsfjalli. Svona var þetta allt sumarið sem leið, og svona er það enn. Bifreiðir fara þarna hjá svo tugum eða öllu heldur hundruðum skiptir á hverjum degi alla sumarmánuðina. Þaðan er tveggja kílómetra leið að Selfossi og lengra til annarra mannabústaða. — Hver á þessi óþrif og hvers vegna flytur hann þau þangað? SYRPA 21

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.