Syrpa - 01.05.1948, Síða 25

Syrpa - 01.05.1948, Síða 25
að þeirra hefði verið getið í eldri heimildum. Hefur orðið að flytja sum liúsin í Hveragerði vegna þeirra breytinga, sem urðu á hverum í vor, og önnur hús eru mjög illa sett af þeim ástæðum. Með tilliti til þessa höfum við talið ástæðu til þess, að afmarka belti sem hættusvæði meðfram sprungu þessari allt frá Varmá og niður undir Suðurlandsbraut. Við afmörkun beltisins höfum við haft hliðsjón af hveraaugum þeim, sem fyrir eru og hveraleir í jörðu. Yfirleitt gætir jarðhitans mest á stöðum þeint, sem lægst liggja, svo sem við Varmá hjá Hverahvammi og á Hverasöndum í grennd við Bláhver. Höfum við því talið rétt að merkja hættusvæðið breiðara á hinum lægri stöð- um. Um suðurenda hættusvæðisins er það að segja, að hverasprungan hverfur þar undir hraun, og sunnan hins afmarkaða svæðis sjást þess hvergi merki, að jarðhiti hafi brotizt upp á yfirborð jarðar. Um breidd hættusvæðisins skal að öðru leyti geta þess, að hverasprungan er ekki nákvæm- lega bein og að jarðhitinn breiðist út til beggja handa, einkuni þar sem er laus jarðvegur ofan á föstu bergi. Nálægt sprungunni er því hætta á hita í húsgrunnum og görðum og gufu, sem veld- ur skemmdum utan húss. og innan. Á vestari sprungunni liefur jarðrask orðið miklu minna. Töldum við því ekki ástæðu til að afmarka þar hættusvæði, en óvarlegt mun þó að reisa hús á þessari sprungu eða í grennd við hana, nema sér- stakrar varúðar sé gætt um styrkleika grunns og veggja, því að verið getur, að hiti brjótist þar upp, einkum undir brekkunni. Enn skal þess getið, að jarðhita gætir víða í Varmárgili fyrir neðan Reykjafoss. En þar sem ekki eru fyrirhuguð nein hús á þessu svæði samkvæmt skipulagsuppdrætt- inum, liöfum við ekki talið ástæðu til þess að merkja það frekar. Vegna skyndilegrar brottfarar úr bænum, hef- ur dr. Sigurður Þórarinsson ekki getað undirritað bréf þetta, en áður en hann fór, höfðum við lokið athugunum okkar og komist að niðurstöðum þeim er fyrr greinir. Virðingarfyllst, Steinþór Sigurðsson. Pdlmi Hannessorí. til skipulagsstjórans, REYKJAVÍK. I>að er orðið langt síðan karladálkurinn var á ferðinni, og auðvitað hefur margt drifið á daga þjóðarinnar á þeiin títna. Eitt af þvx merkilegasta má eflaust telja eignakönnunina, sem lá \ ið að yrði karlþjóðinni að l)ana. Mér bárust mörg bréf frá biiium og þessum fátæklingum, sem voru í vandræðum með að liylja fátækt sína, en því miður gafst mér ekki tækifæri til að rétta neinum þeirra hjálparhönd, vegna þess að Syrpa gat ckki komið út sökurn pappírsskorts. Þó vona ég, að öllum hafi tekizt að klára sig einhvernveginn. Annað merkilegt, sem yfir þjóð vora ltefur dunið upp á síðkastið, eru hin tíðu beinamál. Aður fyrr var það orðin föst venja, að menn fengju að bera bein sín í friði og ró, en nú virðist vera uppi heill hópur af mönnuin, bæði lúterskum og kaþólskum, sem eru alveg æstir í að bera beinin fyrir hina framliðnu. Við þessu er auðvitað ekkert að segja, ef það getur orðið til þess að draga eitthvað úr sárasta atvinnuleysinu á Alþingi, eða orðið vatn á myllu cinhvers af- dankaðs stjórnmálamanns, sem þar situr enn af gömlum vana. Þriðja og ef til vill alvarlegasta málið eru gjaldeyrisvandræðin. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að hrjósa hugur við að hugsa til þess, að okkar lata þjóð skuli vera neydd til þess að draga úr innflutningi bifreiða. Þó er sú bót í máli, að á undanförnum mánuðum hafa borizt hér á land feiknin öll af síld, sem ku vera talin herramannsmatur úti í löndum, þó að við getum ekki lagzt svo lágt að leggja okkur hana til munns, og ætti andvirði hennar að verða til þess, að fáeinir bílar fengjust innfluttir, ef að þau máttarvöld, sem innflutningi vorum stjórna, bera þá ga'fu og gáfur til þess að nota valútuna til bílakaupa. en cyða henni ekki í matvæli, W. C.-pappír eða annan óþarfa. Hingað til lands hafa að undanförnu komið hinir og þessir tignir gestir frá útlöndum, og rná þar fyrstan telja kvikmynda- leikarann Tyrone Power. Það er þjóð vorri mikið gleðiefni. að kvenþjóð okkar varð landsmönnum öllum til hins mesta sóma, er þennan sómamann bar að garði, og skortir mig orð til þess að lýsa því, hve stolt ég cr af kynsystrum mínum. Við þessa heimsókn kom sú þjálfun, sem íslenzku stúlkurnar hafa aflað sér í umgengni við útlendinga á hernámsárunum, að góðu haldi. Það hefði sannarlega orðið saga til næsta bæjar, liefðu blómarósirnar gert þjóð vorri þá skömm að fara allt í einu að hegða sér eins og siðað kvenfólk, en svo er hamingjunni fyrir að þakka, að ekkert slíkt kom fyrir. Ég vona, að karlmenn- irnir okkar verði ekki eftirbátar kvenfólksins, ef einhver af filmstjörnunum, til dæmis Ingrid Bergman, Ginger Rogers, eða hvað þær nú allar heita, tækju upp á því að heimsækja okkar ástkæra fósturland. í næsta blaði' mun ég taka til meðferðar þau bréf, sem fyrir liggja. Gróa. S V R P A 23-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.