Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 26
Dr. Júlíus Sigurjónsson:
C- vítamín í gulrófum
Eitt af efnum þeim, er jurtirnar búa til, er C-
vítamín eða askorbínsýra. Er allmikið af því í
blöðum flestra grænna jurta, enda virðist rnyndun
þess fara fram þar (þ. e. í blöðunum). í öðrum
hlutum jurtanna er að jafnaði minna, og getur
munað miklu. í sumum ávöxtum er mjög mikið
af C-vítamíni, en í öðrum lítið, og sama er að
segja um ,,rótarávexti“.
Svo virðist sem flest dýr geti og myndað C-víta-
mín og þurfi því ekki að fá það tilreitt í fæðunni.
Þannig er það t. d. um kúna. Hún fær feiknin öll
af C-vítamíni úr grængresinu á sumrin, en lítið
úr heyinu á veturna, því að mestur hluti C-víta-
mínsins fer forgörðum, er heyið er þurrkað. Samt
er lítill munur á C-vítamínmagni sumar- og
vetrarmjólkur.
Maðurinn er ófullkomnari að þessu leyti, hann
getur ekki myndað C-vítamín eftir þörfum og
verður því að fá það tilbúið annars staðar frá.
Bregðist það, fær hann skyrbjúg. Fái hann að stað-
aldri minna en 10 mg daglega, má biiast við skyr-
bjúgseinkennum, er frá líður, en mjög er það þó
misjafnt, hve langur frestur er á því. Fái hann um
10 mg, getur hann sloppið við áberandi skyr-
bjúgseinkenni, en talið er, að hann þurfi þó tals-
vert miklu meira til þess að halda fullri heilsu og
starfsorku. Nú eru að vísu mjög skiptar skoðanir
um það, hversu mikil dagsþörfin sé, en flestum
mun þykja óvarlegt að ætla hana minni en 30 mg
fyrir fullvaxið fólk.
Áður en kartöflurækt varð almenn hér á landi.
mun það hafa verið mjólkin fyrst og fremst, sem
forðaði landsmönnum frá enn meiri C-vítamín-
skorti en raun varð á, enda kvað mest að skyrbjúg
í þurrabúðunum við sjóinn. Og enn er það svo,
að mikið munar urn þann skerf, sem mjólkin legg-
ur til af C-vítamíninu, þó að víðast muni nú
kartöflurnar þyngri á metunum, a. m. k. framan
af vetrinum. (í mjólk geta verið 10—20 rng C-
vítam. í lítra. í 100 gr af nýuppteknum kartöflum
10—20 nrg, en er kemur fram á vor um það bil
helmingi minna.)
Ræktun og neyzla kálmetis hefur aukizt mjög
á síðari árum, þó að ennþá komi það ekki að
miklu haldi þann hluta árs, sem hættast er við
C-vítamínskorti, þ. e. síðari liluta vetrar og vor;
til þess er framleiðslan ekki nærri nógu mikil, og
að auki er það nokkrum erfiðleikum bundið að
geyma kálmeti til vetrarins, án þess að C-vítamín-
ið tapist að mestu. Rótarávexti, svo sem kartöflur,
gulrófur og gulrætur, er aftur á móti miklu auð-
veldara að geyma.
Kartöflur eru nú orðið fastur liður í daglegu
fæði manna hér á landi, og verður þó ekki sagt, að
kartöfluneyzlan sé mikil hjá því sem víða annars
staðar tíðkast. Gulrófur hafa og verið ræktaðar
hér um alllangt skeið, en miklu minna. Hafa þær
verið taldar langt að baki kartöflunum að nær-
ingargildi, en eru þó dýrari. Rétt er og það, að sé
miðað við liitaeiningamagnið, er rófan ekki nema
hálfdrættingur á við kartöfluna og jafnvel tæplega
það. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, enda má
segja hið sama um ýmis konar grænmeti og ávexti,
er engu að síður þykir eftirsóknarvert. Það er ekki
frítt við, að gulrótunum hafi verið haldið nokkuð
fram á kostnað gulrófnanna vegna þess, hve mikið
er í þeim af A-vítamíni eða réttara sagt forstigi
þess (karótín). Þennan kost hafa gulræturnar að
vísu fram yfir bæði rófur og kartöflur, en þá er
á það að líta, hvort þær jafnist á við rófurnar að
öðru leyti. Um næringarmagnið mælt í hitaein-
ingum er líkt á komið með þeim (gulræturnar eru
þó talsvert dýrari), sama er að segja um helztu
steinefnin. B, -vítamín er e. t. v. nokkru meira í
gulrótum, en þó ekki svo að um það muni. En
þá er |>að C-vítamínið. í gulrótum er lítið af C-
vítamíni, venjulega um 4—5 mg í hverjum 100 g,
en í rófum er hins vegar mikið af því, miklu meira
en í kartöflúm. Hefur þessu til skamms tíma a. m.
k. lítt verið sinnt, enda eru gulrófur víða lítið
notaðar til manneldis, og það minna en liér á
landi. Samkvæmt atliugunum, er liér hafa verið
gerðar — en þær eru að vísu ekki víðtækar ennþá
— virðist ekki fjarri lagi að áætla C-vítamínmagn-
ið í gulrófum ca 40—50 mg (í 100 g). Nú mátti
samt búast við, að allmikið færi forgörðum við
suðu, þar eð rófurnar eru ávallt flysjaðar áður, en
lauslegar athuganir benda til þess, að C-vítamín-
tap við suðu sé ekki tilfinnanlegt, varla yfir 10%.
Geymsluþol gulrófna, að því er varðar C-víta-
mín, er ekki fullrannsakað, en að því er séð verður
munu þær ekki tapa meiru en kartöflur og e. t. v.
minnu.
24
SYRPA