Syrpa - 01.05.1948, Side 27
Með því að tiltölulega auðvelt má heita að
geyma gulrófur, ættu þær að geta orðið einn ör-
uggasti C vítamíngjafinn af innlendum fæðuteg-
undum allt árið. Þær hafa og þann kost, að mörg-
um, ekki sízt börnum, þykja þær góðar hráar, og
má því neyta þeirra sem aukagetu eins og ávaxta,
þegar þeirra er ekki völ. Má segja að í þeim sé
allt að því eins mikið C-vítamín og í appelsínum
eða cítrónum og margfalt meira en í eplum.
*
Það eru sannarlega góð tíðindi, sem dr. Júlíus flytur í
þessari grein, — ekki sizt þegar þess er gætt, að búhyggindi
forniðamanna okkar eru ekki meiri en svo, að þeir meina okkur
það i sparnaðarskyni að hagnýta C-vitamínið í berjunum, sein
sjálf náttúran réttir að okkur. Nú inunu allar góðar húsmæður
vilja reyna að rækta gulrófur, og hefur „Syrpa“ því beðið
SIGURÐ SVEINSSON,
garðyrkjuráðunaut Reykjavikurbœjar,
um eftirfarandi leiðbeiningar:
Gulrófur þrífast bezt í moldarjarðvegi, blönd-
uðum sandi og leir. Áríðandi er, að garðurinn sé
vel unninn fyrir sáningu. Gulrófum er sáð á tíma-
bilinu frá 15. maí til 15. júní, og er sáð í raðir
eða beð í garðinum og þarf 6 gr. af fræi í 10 metra
langa röð, eða (i gr. á m2 í beði; í stórum görðum
er haft 60 cm bil milli raða og 15—20 cm bil
milli plantna í röð, og er það gert til að auðveld-
ara sé með arfahreinsun og hirðingu. Langt bil
milli plantna gefur stærri rófur, en ekki meiri
uppskeru. Sé sáð í beð, eru hafðar 4 raðir í beði,
sem er 1 metri á breidd. Áríðandi er að nota að-
eins úrvalsfræ. Þau tvö gulrófna afbrigði, sem
hlotið hafa hér mestar vinsældir og útbreiðslu,
eru íslenzkar gulrófur og rússneskar gulrófur, t. d.
afbrigðið Krasnooje Selskoje, er trénar sjaldan.
Ennfremur má nefna gautarófur, sænskt úrvals-
afbrigði, þær erti fljótvaxnar og góðar framan af
sumri. Rófufræ er hulið með þunnu moldar-
lagi. Sjáið um að rófurnar hafi góð vaxtarskilyrði.
Komist kyrkingur í ungu plönturnar er hætt við
trénun og öðrum sjúkdómum.
Kálmaðkar hafa gert mikið tjón í rófum og
káli. Er hér einkurn um að ræða lirfur kálflug-
unnar, en ýmsar fiðrildalirfur geta einnig gert
skaða í kálgörðum. Snentma sumars verpir kál-
flugan hvítum, aflöngum eggjum neðst við stöng-
ul jurtanna niður við moldina. Úr eggjunum
koma litlir, hvítir maðkar, er leggjast á ræturnar
og naga sig inn í þær. Jurtirnar visna oft á skömm-
um tíma. Rótarstöngullinn verður svartur og
fúinn, oft sést á maðkana inn í rótarstönglinum,
sem er þá hálfbitinn eða nagaður sundur. Stund-
um lifa jurtirnar áfram og mynda hliðarrætur.
Seint í júní og í júlí-mánuði verða maðkarnir að
flugum, og geta komið 2—5 kynslóðir á sumri.
Hafi flugurnar verpt seint að sumrinu, leggjast
maðkarnir í dvala á haustin, verða að púpum og
koma út úr þeim nýjar flugur næsta vor. Kálflug-
an er að útliti svipuð venjulegri húsflugu. Lyktar-
mikill áburður liænir flugurnar að. Ágætt er að
hreykja vel moldinni að kálinu og rófunum.
Nokkur vörn er í því að strá lireinu naftalini
kringum plönturnar um leið og grisjað er í garð-
inum. Naftalín fæst í lyfjabúðum. Erlendis eru
ntikið notaðar tjörukartonplötur, sem lagðar eru
um rótarháls jurtanna þeim til varnar. Karton-
plötur þessar eru með rauf inn að miðju og gati,
og plötunni smokkað kringum rótarhálsinn.
Tjörukartonplöturnar eru fyrst og fremst notað-
ar þar, sem um kálrækt er að ræða. Algengasta
vörnin gegn kálmöðkunum er að vökva kál og
rófur með Súblímatvatni. Súblímattöflur fást í
lyfjabúðum. 1 gramm af súblímati, leyst upp í
1 lítra af vatni, nægir til að vökva 10—12 plöntur.
Áríðandi er að vökva nógu snemrna. Flugurnar
byrja venjulega að verpa kringum miðjan júní,
en þó getur það verið nokkuð breytilegt eftir tíð-
arfari. Vökvað er með lyfinu með ca. viku milli-
bili eftir að flugurnar fara að verpa, og ekki veitir
af því að vökva að minnsta kosti þrisvar sinnum
yfir sumarið. Sublimatvatnið má ekki koma ;i
sjálf blöðin; það á aðeins að vökva kringum plönt-
urnar við rótarhálsinn. Sarna er að segja, ef vökv-
að er með trjályfi t. d. ovicide, sem er einnig vel
nothæft til þessara hluta, það má ekki koma á
blöðin. Sublimat má ekki vera í málmíláti. Skal
heldur hafa blönduna í tréílátum eða leirkönn-
um. Emailleraðar könnur má nota til að vökva
með. í stað sublimats er oft notað trjályf, frugt-
trækarbolineum, t. d. carbókrirnp og ovicide, 2l/£
gr. af lyfinu í 1 lítra af vatni. Trjályfið er miklu
ódýrara en sublimat.
Frekari upplýsingar um ræktun garðjurta, sjúk-
dóma og varnir gegn þeim, er hægt að fá hjá
garðyrkj uráðunaut eða ræktunarráðunaut
Reykjavíkurbæjar. Viðtalstími kl. 1—3 virka daga
nema laugardaga, skrifstofa Hafnarstræti 20, sími
7032.
Notið plöntulyfin á réttum tíma, þ;i verður
auðveldara með ræktunina og uppskeran árviss-
ari.
S V R P A
25