Syrpa - 01.05.1948, Qupperneq 28
IV. W. Jacobs:
Hinn frelsaði
William Wymark Jacobs (f. 1863) var enskur rithöfundur,
mjög kunnur og vinsœll fyrir kýmnisögur sinar. Fyrsta smá-
sagnasafnið, Many Cargoes, kom út 1896, og siðan hvert af
tíðru: The Shippers Wooing, The Lady of the Barge, Odd Craft
o. fl. Þessa sögu þýddi Þorsteinn Ö. Stephensen.
Purnip tók undir handlegg reýliðans og hékk á honum nærri
því ástúðlega, þar sem þeir gengu saman eftir götunni. Á
glaðlegu andliti Billings var forkláraður dyggðasvipur, og
hann hlustaði með mikilli velþóknun á lof vinar síns.
„Það er ágætt til afspurnar,“ sagði sá síðarnefndi. „Nú
þegar við erum búnir að fá þig, þá koma hinir á eftir eins
og sauðfé. Þú munt verða lýsandi lampi í myrkrinu."
„Það sem er nógu gott handa mér, ætti að vera nógu gott
handa þeim,“ sagði Billing hógværlega. „Það væri ráðlegra
fyrir þá að láta mig ekki ná í —“
„H’sh! H’sh!" sagði Purnip ósköp lágt, hallaði hattinum og
þurrkaði sitt sköllótta, kærleiksríka höfuð.
„Ég gleymdi mér,“ andvarpaði hinn. „Engin slagsmál meir,
— en hugsum okkur ef einhver berði mig?“
„Bjóddu honum hinn vangann," svaraði Purnip. „Þeir munu
ekki slá á hann, og þegar þeir sjá þig standa þarna og Iirosa
til þeirra —“
„Þegar búið er að berja mig?“ greip Billings fram í.
„Þegar búið er að berja þig,“ samþykkti hinn, „þeir munu
skammast sín, og þeir munu finna enn meira til af því, heldur
en þó þú slægir þá.“
„Við skulum vona það,“ sagði sá frelsaði, „en ekki er það
trúlegt. Ég get barið mann þéttingsfast. Ekki svo að skilja, að
ég sé skapvondur; dálítið bráður, kannski. Og víst er það, að
vel úti látið kjaftshögg sparar manni allar rökræður."
Purnip brosti og tók nú með mörgum fögrum orðum að lýsa
því áhrifavaldi, sem frábær slagsmálamaður, er neitaði að
slást, ætti yfir að ráða. Þetta var ruddafengið umhverfi, og
hann varð að viðurkenna sér til hryggðar að meiri virðing var
borin fyrir þungum hnefa en göfugu hugarfari og kærleiks-
ríku hjarta.
„Og þú sameinar þá alla,“ sagði hann, og klappaði á hand-
legg félaga síns.
Billing brosti. „Þér ætti að vera það kunnugast,” sagði hann
hóglátlega.
„Ég veit þú verður forviða, þegar þú kemst að því, hve
auðvelt það er,“ hélt Purnip áfram. „Þú munt verða sterk-
ari og sterkari. Gamlar venjur rnunu hverfa, og þú tekur varla
eftir því, að þú hefur losnað við þær. Eftir nokkra mánuði
ferðu til dæmis sennilega að brjóta heilann um, hvernig þér
hafi nokkurn tíma getað þótt góður blór."
„Mér skildist á þér, að þið ætluðust ekki til, að ég hætti við
bjór," sagði hinn.
„Við gerum það ekki,“ sagði Purnip. „Ég á við það, að
eftir því sem þér vex þroski, munir þú hreint og beint missa
alla löngun í bjór.“
Billing snartstoppaði. „Áttu við að ég muni rnissa alla löng-
un til að fá mér bjórsopa án þess að ég geti nokkuð við því
gert?“ spurði hann kvíðafullum rómi.
Purnip hóstaði. „Auðvitað fer það ekki alltaf þannig,” flýtti
hann sér að segja.
Það slaknaði á andlitsdráttum Billings. „Jæja, við skulum
vona, að ég verði einn af þeim hamingjusömu,’’ sagði hann
blátt áfram. „Ég get látið mikið á móti mér, en þegar um bjór
er að ræða —“
„Við skulum sjá,“ sagði hinn brosandi. „Okkur langar ekki
til að skerða þægindi nokkurs manns; okkur langar til að gera
þá hamingjusamari, það er allt og sumt. Ofurlítið meiri góð-
Jeika milli manns og manns, ofurlítið meira tillit hver til
annars; ofurlítið meiri birtu inn í drungalegt líf þeirra."
Hann nam staðar á götuhorninu, kvaddi með innilegu hand-
taki og fór leiðar sinnar. Billing, sem nú var á valdi hinna
ólíkustu tilfinninga, hélt áfram heim á leið. Hinn litli hópur
alvarlegra manna og kvenna, sem hafði sezt að í héraðinu til
þess að' útbreiða ljós og menningu, hafði verið að dorga fyrir
hann nú um hríð. Þcgar hann gekk þarna, var hann að velta
því fyrir sér, hvaða beita það hefði eiginlega verið, sem olli
óláninu.
„Þeir eru loksins búnir að ná í mig,“ sagði hann, þegar
hann opnaði húsdyrnar og gekk inn í litla eldhúsið sitt. „Ég
gat ekki neitað Purnip."
„Óska þeim til hamingju," sagði frú Billings, stuttaralega.
„Þurrkaðirðu af skónum þínum?"
Maður hennar sneri við án þess að segja orð, gekk aftur að
mottunni og þurrkaði sér rækilega á fótunum..
„Þú þarft ekki að slíta henni upp,“ sagði frú Billings undr-
andi.
„Við eigum að gera fólkið hamingjusamara," sagði maður
hennar, alvörugefinn. „Vera betri við það, og lífga dálítið
upp drungalegt líf þess. Það segir Purnip."
„Þú lífgar það áreiðanlega upp,“ mælti frú Billing og saug
upp í nefið. „Ég gleymi ekki þriðjudeginum í síðustu viku —
nei. þó að ég svo yrði hundrað ára. Þú hefðir lífgað upp lög-
reglustöðina ef ég hefði ekki komið þér heirn á síðustu
stundu."
Maður hennar, sem nú var önnum kafinn undir eldhús-
krananum, svaraði engu. Hann kom þaðan frussandi, þreif
handklæðisrýju og stóð nú í dyrunum, nuggaði á sér andlitið
og horfði á konu sína með brosi, sem Purnip sjálfur hefði
ekki leikið eftir honum. Hann settist niður við kvöldmatinn, og
milli bitanna útskýrði hann nokkru nánar höfuðdrættina, sem
lífinu skyldi verða lifað eftir framvegis. Til staðfestingar góðri
trú, samþykkti hann, eftir nokkurt málþóf, dálitla ræmu af
olíudúk á ganginn, tvo blómavasa í framherbergið, og nýjan
og nokkuð dýran líkþornaplástur handa frú Billing.
„Og við skulum vona, að þú haldir áfram eins og þú hefur
byrjað," sagði þessi ánægða eiginkona. „Þáð er þá eitthvað
við Purnip gamla, þegar öllu er á botninn hvolft. Ég hef
verið að nudda í þér í marga mánuði útaf þessum olíudúk.
Ætlaðru að hjálpa mér við uppþvottinn? Það hefði Purnip
gert.“
Billing virtist ekki heyra, tók húfuna sína, og rölti í
hægðum sínum í áttina til Bláa ljónsins. Það var fagurt
sumarkvöld og brjóst hans þandist út, þegar hann hugsaði
um þá framför, sem dálíill bróðurkærleiki kynni að geta or-
sakað i Elgstræti. Hann var svo gagntekinn af þessum hug-
myndum að það lá við, að honum sárnaði, þegar hann kom
26
SYRPA