Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 31

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 31
 Orð hans voru til einskis rnælt, því að kona hans var þegar þotin upp stigann til að róa Smith litla með háttbundnum hlunkum í bakið. Hún hó£ líka upp mjóa og ekki sérlega fagra rödd og söng við hann. Billing lauk við kvöldverðinn í gremju- þrunginni þögn og sagði hranalega við sjálfan sig, að nú væri hann „að byrja að fá nóg af því.“ Hann eyddi kvöldinu í „Vopnabúrinu", kom seint heim og fór þá að hátta hægt og þunglamalega. Við birtuna af byrgðu kerti sá hann lítinn, ógeðslegan krakka í fasta svefni á tveim stólum við hliðina á rúminu. „Uss!“ sagði kona hans með gleðiblöndnu hvisli. „Hann var rétt að sofna.“ „Attu við það, að ég megi ekki opna munninn í mínu eigin svefnherbergi?" spurði hann hátt, og var hneykslaður. „Uss!“ sagði kona hans aftur. Það var of seint. Smith litli opnaði fyrst annað augað og síð- an hitt, og endaði með því að opna munninn. Hávaðinn var hræðilegur. „Uss, uss," endurók frú Billings, þegar maður hénnar fór að auka hávaðann. „Vektu hann ekki alveg." „Alveg?" át hann eftir forviða. Hann stillti sig og þagnaði, og er hann hafði afklætt sig varlega, eins og hann væri að stela. skreið hann upp í rúmið og lá þar, undrandi yfir sjálfsstjórn sinni. Hann átti að jafnaði mjög hægt með svefn, en sex sinn- um að minnsta kosti vaknaði hann um nóttina við það, að frú Billings smeygði sér fram úr rúminu — án þess að skeyta um kuldann, sem það olli löglegum eiginmanni hennar — og gekk fram og aftur með gestinn í fanginu. Hann fór á fætur í morg- unsárið og þögnin, á meðan hann var að klæða sig, var ekki góðs viti. „Ég vona, að hann hafi ekki gert þér ónæði," sagði kona hans kvíðafull. „Það er þitt verk,“ svaraði Billing. „Nú ertu búin að eyði- leggja allt. Síðan ég gekk í flokk Purnips hafa allir níðst á mér. Nú ætla ég að ná mér svolítið niðri í staðinn. Þig mundi ekki hafa dreymt um að hegða þér svona fyrir nokkrum vikum." „Ó, Jói!“ sagði kona hans í bænarrómi; „og allir hafa verið svo hamingjusamir." „Nema ég.“ hreytti Jói Billing út úr sér. „Þii kemur niður og hefur til handa mér morgunmatinn. Ef ég fer tímanlega þá næ ég í Bill Ricketts, þegar hann fer til vinnunnar. Og mundu það, að ef þetta orgel verður hér í kvöld, þegar ég kem heim, þá skaltu fá að kenna á því." Hann gekk út hnarrreistur og með orustuglóð í augum, og er hann mætti Ricketts á horninu kom hann svo flatt upp á þennan herramann, að hann mundi það ævilangt. Elgstræti titraði, er sú staðreynd vitnaðist, að Billing hefði hrist af sér fjötrana og með óhug var talað um það, hvað kvöldið kynni að bera í skauti sínu. Forvitin aiigu fylgdu honum eftir, er hann gekk heim frá vinnu, og skömmu síðar var sú frétt flogin urn allt, að hann væri korninn út og farinn að borga gamlar skuldir með þvílíkum ákafa að ekkert mátti viðnám veita. „Og hvað er um breytinguna á hjartanu?" spurði ein mad- daman gröm í geði, þegar maður hennar náði heim fimm sekúndum á undan Billing, og faldi sig í pottaskápnum. „Það hefur breytt sér aftur," sagði Billing blátt áfram. Hann endaði kvöldið í Bláa ljóninu og hafði þar alla knæp- una næstum fyrir sig einan, og þegar hann kom heim forðað- ist hann ásökunaraugu konu sinnar, en náði sér í heitt vatn og fór að baða sín heiðarlegu sár. „Purnip kom hér með öðrum manni," sagði kona hans. „Nú!“ „Þeir voru mjög órólegir, og ég vona, að þú farir að finna þá,“ bætti hún við. Billing sagði „nú!“ aftur; og eftir að hafa hugsað málið, fór hann daginn eftir á fund Flokksins og gerði grein fyrir afstöðu sinni. „Það er allt í lagi fyrir heldri menn eins og ykkur," sagði hann kurteislega. „En rnaður eins og ég ræður ekki yfir sál sinni — ekki einu sinni svefnherbergi sínu. Allir níðast á manni. Enginn gefur ykkur kjaftshögg, og engan dreymir um að láta sniábörn í svefnherltergið ykkar." Inn á milli kom hann með almennar yfirlýsingar um iðrun. en daufheyrðist við öllum ráðleggingum um að byrja á nýjan leik og fór þaðan himinlifandi yfir fengnu frelsi. Eina áhyggjuefni hans var Purnip, þessi heiðvirði sónta- maður, sem virtist hafa leyndardómsfullan hæfileika til að mæta honum á öllum mögulegum tímum og stöðum, og vék aldrei einu orði að fráhvarfi hans, en sýndi mjög ljóslega með framkomu sinni, að hann vonaðist ennþá eftir afturhvarfi hins afvegaleidda. Þetta var mjög óþægilegt fyrir Billing, sem var næmur að eðlisfari, og ef hann þurfti að beygja inn á aðra götu, vandi hann sig nú á að gægjast fyrst fyrir hornið. Hann stanzaði skyndilega kvöld eitt, er hann sá þcnna ó- þreytandi vin sinn koma, ásamt einni af trúsystrnm sínum, dálítið álengdar. Svo stökk hann fram með kreppta hnefa, þeg- ar hann sá, hvar vegfarandi nokkur ygldi sig framan í Purnip. og beygði sig áfram og blés af ásettu ráði munnfylli sinni af reyk framan í konuna. Billing stanzaði aftur og stóð gapandi af undrun. Ársarmao- urinn var að standa upp úr götunni, og á nteðan stóð Purnip í alveg hárréttum stellingum og !>eið hans. Billing skundaði nær, ljómandi af nægju, og ásamt nokkrum öðrum lánsmönn- um var hann þar sjónarvottur að einhverjum þcim bezta slag. sem nokkurn tíma hafði sézt þar um slóðir. Fótahreyfingar Purnips voru frábærar og hnitmiðun tfmans milli högga svo undraverð, að Billing vöknaði um augu af aðdáun. Loks var það búið. Árásarmaðurinn skjiigraði burt, og Purnip þerraði sitt sköllótta höfuð, tók upp úr götunni beigl- aðan og óhreinan hattinn og þurrkaði af honum á erminni. Hann sneri sér snöggt við og roðnaði er hann mætti hrifn- ingaraugnaráði Billings. „Ég skammast mín,“ muldraði hann lágt — „skammast mín." „Skammist yðar!“ sagði Billing forviða. „Þaulvanur maður liefði ekki gert það betur.‘ „Hræðilegt fordæmi," slundi hinn. „Allt verk mitt hér er eyðilagt." „Það skuluð þér ekki halda, herra minn,“ sagði Billing með alvöruþunga. „Jafnskjótt og þetta berst út, niunuð þér fá fleiri fylgjendur en þér kærið yður uni. Að minnsta kosti kem ég aftur." Purnip sneri sér við og greip hönd hans. „Ég skil þetta allt saman ntina," sagði Billing og kinkaði kolli spekingslcga. „Það getur verið gott og blessað að bjóða hinn vangann, — ef maður gerir það ekki alltaf. Ef þeir eru f vafa um, hvort maður ætlar að bjóða þeim hinn vangann eða kýla af þeim blessaðan hnappinn, þá er állt í lagi. Helming- urinn af því, sem aflaga fer í heiminum, stafar einmitt af þvi, að fólk fær óþarflega mikið að vita." S YRPA 29.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.