Syrpa - 01.05.1948, Síða 38

Syrpa - 01.05.1948, Síða 38
Börnin góð. Munið þið eftir sögunni um kóngana tvo, sem hann séra Jrkob Kristinsson sagði ykkur í vor? Nú ætlar amma að segja ykkur tvö önnur ævintýri frá Indlandi. Þetta eru æva gamlar sagnir, miklu, miklu eldri en Islendingasögurnar. Hugs- ið ykkur það, að öld fr'm af öld hafa ömmurnar setið með gull- brúnu krakkana í skugga döðlupálmanna og appelsínutrjánna og sagt þeint ógrynni af clæmisögum svipuðum þessum, og brýnt fyrir þeim, að festa sér vel í minni lærdóminn, sem í þeirn felst. Þið skuluð taka vel eftir myndinni hérna á eftir. Hún er af dýrunum og veiðimanninum úr seinni sögunni, og var höggvin í stein 2—300 árum fyrir Krists fæðingu. Þið getið reiknað, hve margar kynslóðir hafa lifað og dáið síðan myndin varð til, en samt verðið þið litlu nær um það, hve gömul sagan er, því hún Jtefur sjálfsagt verið búin að ganga ömmti frá ömmu í margar aldir áður en farið var að hafa svo mikið við hana, að höggva myndirnar úr henni í stein. Flærb Endur fyrir löngu, þegar Brahmadatta var kon- ungur í Benares, var Bodhisatta* í heiminn bor- inn sem sonur oddvita nokkurs. í borginni, þar sem hann ólst upp, var tjörn með blómstrandi lótusblómum. Maðurinn, senr gætti tjarnarinnar, hafði orðið fyrir því skakkafalli, að skorizt hafði af honum nefið. kiinliverju sinni var boðað til mikillar liátíðar í Benares, og vildu þá þrír oddvitasynir skreyta sig með blómsveigum og taka þátt í hátíðahöld- unum. „Við skulum reyna að skjalla neflausa mann- inn dálítið," sögðu þeir, „og vita hvort hann gef- ur okkur þá ekki blóm“; og svo gengu þeir að tjörninni í þann mund, sem hann var vanur að lesa blórnin, og námu staðar rétt hjá honum. Einn þeirra kastaði á hann kveðju og mælti: „Eins og hár og skegg vex, jafnóðum og það er skorið, þannig mun nef þitt einnig vaxa aftur og verða eins og það áður var. Eg bið þig: Gefðu okkur blóm.“ * Ef þið munið ekki, hver Bodhisatta var, þá getið þið séð það í 4. heftinu af „Syrpu", bls. 151. 36 En maðurinn reiddist og gaf honurn engin blóm. Þá mælti sá næsti: „Eins og frækorn það, sem upp er skorið, vex á ný þegar það er gróðursett í frjóa mold, þannig mun nef þitt einnig vaxa og verða eins og það áður var. F.g bið þig: Gefðu okkur blóm.“ Maðurinn reiddist honum einnig og gaf honum engin blóm. Þá tók hinn þriðji til máls. Hann sagði: „Þeir eru að fleipra þetta einungis í þeirri von að þú gefir þeim blóm. En hvað sem þeir segja, þá er það víst, að nefið færðu aldrei aftur Ég bið þig, vinur: Gefðu okkur fáein blómstur.“ Þegar tjarnarvörðurinn heyrði þetta, mælti hann: „Þeir fóru með ósannindi, en þú sagðir sann- leikann, þess vegna átt þú skilið að eignast þessi blóm.“ Svo rétti hann unga manninum stóran blómavönd og tók aftur til starfa við lótustjörn- ina fögru. Skógargeitin, spcetan og skjaldbakan Forðum daga, þegar Brahmadatta var konung- ur í Benares, fæddist Bodhisatta í þennan heim í líki skógargeitar. Þessi skógargeit átti heima í kjarri skammt frá litlu stöðuvatni. Rétt hjá stöðu- vatninu bjó spæta liátt uppi í eik. og í vatninu átti skjaldbaka heima. Þetta voru þrír vinir, sem lifðu þarna í sátt og samlyndi. Einu sinni var veiðimaður að ráfa um skóginn og kom þá auga á fótspor Bodhisatta á vatnsbakk- anum. Hann rak niður gildru úr húðþykku leðri og fór svo leiðar sinnar. Um nóttina kom Bodhis- atta til að fá sér að drekka, og festi sig í gildrunni. Hann rak upp neyðaróp, og að vörmu spori kom spætan úr eikinni og skjaldbakan úr vatninu til þess að gá að, hvað um væri að vera. Þær lögðu ráð sín saman og svo sagði spætan við skjaldbök- una: „Vinur minn góður, þú hefur tennur; SYRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.