Luxus - 01.04.1986, Side 29

Luxus - 01.04.1986, Side 29
LJÓSM.: QUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON ÓTRÚLEGT EN SATT: Grindin í Morgan er úr fuavörðum við Blaðamaður Lúxuss reynsluók Morgan í Bretlandi TEXTI: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Sportbíll með gamla lag- inu. Þakinu hefur verið svipt burt og vindurinn feykir hárinu í allar áttir um leið og vangarnir roðna í hit- anum. Falleg stúlka situr í farþegasætinu, broshýr og glöð. Allt var þetta staðreynd þegar blaðamaður Lúxuss fór í prufutúr á litlum Morgan sportbíl í Englandi. Að vísu var stúlkan ímyndun, en passar vel inn í hugmynd þá sem fólk hefur um sportbíla. [ heimi sölutækni og framfara eru bílar að verða sífellt full- komnari og að margra mati heldur kaldranaleg farartæki. Sjarminn sem prýddi bíla áður fyrr, þá sérstaklega sportbíla, er flestum horfinn. Tölvur og tækninýjungar hafa komið í staðinn. Þó eru enn til fyrirtæki, sem hanna og framleiða bíla með gamla lag- inu, - með sömu aðferðum og voru notaðar fyrir ára- tugum síðan. Morgan er eitt þessara fyrirtækja og annar ekki eftirspurn. Fúavarinn viður er uppi- staðan í bílum frá Morgan. Ótrúlegt en satt! Grind bílsins er byggð upp með vönduðum og handsmíðuðum við, sem mótaður hefur verið með frumstæðum verkfærum. All- ur bíllinn er reyndar handunn- inn, nema vél og gírkassi, sem kemur frá fyrirtækjum utan Morgan verksmiðjanna í Worcester. Þar hefur fyrirtæk- ið verið til staðar í sjötíu ár og er enn í sama húsnæðinu. Aðall Morgan bílanna er sú natni, sem lögð er í hvern bíl. Þar skipta gæði meira máli en magn, enda eru aðeins níu bílar smíðaðir í viku hverri og það tekur fimmtán vikur að Ijúka við hvern bíl. í byrjun er Morgan bíll að- eins spýtnahrúga á vinnu- borði, sem á nokkrum dögum breytist í grind undir yfirbygg- inguna. Yfirbyggingin er að mestu úr stáli og áli, sem LÚXUS 29

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.