Saga - 2013, Page 172
engilsaxnesku (bls. 30) og ekki er endilega auðvelt að lesa íslenska eða
norska miðaldaskrift (bls. 37 og 38). Prent- eða ásláttarvillur eru ófáar, svo
sem „half-unical“ fyrir „half-uncial“ (bls. 26), „farandpreWWdikara“ (bls.
32), „AM 655 IX 410“ fyrir „AM 655 IX 4to“ (bls. 36), „nýjársdag“ (bls. 94),
„hvatningar bréf“ (bls. 94). Ein skiptingarvilla slapp í gegn: „ísl-enskra“ (bls.
98). Í yfirlitstöflu er blandað saman þróun bókstafa og hljóða auk þess sem
saga táknunar sérhljóða í forníslensku er gróflega einfölduð og sumt rangt
(bls. 34). Ritaskrá er ekki gallalaus og ósamræmis gætir í frágangi hennar,
auk þess sem upplýsingar um sum ritin eru ófullnægjandi.
Margt er merkilegt og fróðlegt í þessari bók, einkum um Rasmus Rask
á fyrri hluta nítjándu aldar og síðan um tuttugustu öldina. Annað er yfir-
borðslegt og bókin stendur engan veginn undir nafni sem ævisaga í þeim
skilningi að gerð sé úttekt byggð á tiltækum heimildum, með öðrum orðum
leitað fanga sem víðast og kapp lagt á að allt sem máli skiptir komist að og
sé útskýrt. Höfundar hafa ekki vandað nógu vel til verka hvað þetta varðar
og lesendur verða af þekkingu sem þó liggur fyrir í prentuðum ritum eða
hefði verið auðvelt að nálgast og jafnvel búa til út frá óprentuðum heimild-
um. Þrjú dæmi verða tekin um þetta:
1) Í stað þess að taka saman vandaða útskýringu á því hvernig bók -
stafur inn ð varð til og breiddist út eyða höfundar púðrinu í sögulegt sam-
hengi, með sex blaðsíðum um Engilsaxa og víkinga svo sem almennt (bls.
22–27) og litlu færri um kristnitöku og upphaf ritlistar á Íslandi (bls. 30–35).
Hér gleymist eiginlegt viðfangsefni bókarinnar og ekki er fyllilega ljóst
hvort bókstafurinn ð birtist fyrst í enskum handritum á áttundu, níundu eða
tíundu öld (bls. 26). Sagt er að á tólftu öld hafi ð farið „að láta á sér kræla í
norskum handritum“ í staðinn fyrir þ í seinni hluta orða (bls. 36) og sýnis-
horn birt úr handritsbrotinu AM 655 IX 4to (Blasíus saga), sem sagt er vera
frá upphafi aldarinnar. Viðurkenndur aldur þess er þó síðari helmingur
aldar innar. Elsta íslenska handritið sem geymir ð er í bókinni sagt vera frá
þrettándu öld, þegar fræðimenn hafa komið sér saman um fyrsta fjórðung
hennar, og hér hefðu höfundar mátt vera nákvæmari (sjá Ordbog over det
norrøne prosasprog. Registre. Kaupmannahöfn: Arnemagnæanske kommiss-
ion 1989, bls. 459 og 462). Það var því ekkert endilega langt á milli þess að
Norð menn og Íslendingar tóku stafinn upp. Er endilega öruggt að íslenskir
skrifarar hafi fengið bókstafinn frá Noregi? Er ekki líklegt að hann hafi bor-
ist beint frá Englandi eins og bókstafurinn þ nokkru áður?
Hvimleitt er að ekki skuli vísað til heimilda í bókinni. Aðeins er hægt að
átta sig á nýttum gögnum í óljósri umfjöllun um „meginrit“ í bókarlok (bls.
187–190) og í heimildaskrá (bls. 191–195), þar sem getið er tólf viðmælenda
og ríflega hundrað prentaðra heimilda. Fyrir vikið verður ekki séð hvaðan
höfundar hafa eftirfarandi útleggingu sína: „Að mati sérfræðinga eru elstu
varðveittu ð í íslenskum handritum frá um 1240, þótt raunar sé oft erfitt að
aldursetja miðaldahandrit með mikilli nákvæmni. Í elstu handritum var
ritdómar170
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 170