Saga - 2013, Page 187
frjálshyggju eru ekki tilkomnar af sögulegri nauðsyn, heldur spila þar sam-
an einskær tilviljun og flókin áhrif ýmissa þátta sem skoða þarf í sögulegu
samhengi til að skilja tilkomu þeirra til fullnustu. Þetta eru áhugaverðustu
og frumlegustu hlutar bókarinnar og eru mikilvægt framlag til umfjöllunar
um söguspeki, sem er allt of sjaldgæf í sagnritun hérlendis.
Önnur bók innan bókarinnar er umfjöllun um það sögulega samhengi
og þau áhrif sem kenningar frjálshyggjunnar höfðu á líf og hag alþýðu
manna í samtíma þeirra hugsuða sem skipa stærstan sess í umfjöllun höf-
undar. Innihalda þeir kaflar allítarlega umfjöllun um atburði og fyrirbæri í
sögunni sem á einhvern hátt tengjast hugmyndafræði frjálshyggjunnar og
tilurð hennar. Má þar nefna „girðingarnar“ svokölluðu (en þannig þýðir
höfundur það sem í enskri sagnfræði er kallað „enclosures“), iðnbyltinguna,
framfaratrú upplýsingaaldarinnar og ýmislegt fleira.
Þriðja bókin er hefðbundnari hugmyndasaga þar sem kenningar nokk-
urra helstu hugsuða frjálshyggjunnar eru teknar til gagnrýninnar, og á köfl-
um óvæginnar, umfjöllunar. Þar vill ákafi höfundar að sýna fram á trúar-
bragðakennt og gervivísindalegt eðli „klassísku“ hagfræðinnar, og sér í lagi
hugmyndafræði frjálshyggjunnar, á köflum standa faglegum vinnubrögð -
um fyrir þrifum.
Í því samhengi má nefna skilgreiningu höfundarins á frjálshyggju, en
hugmyndafræðin segir hann að sé „fyrst og fremst skýr og afmörkuð kenn-
ing í hagfræði“ sem þó hafi viðauka í formi ákveðinna hugmynda um eðli
mannsins og samfélagsins og í stjórnarstefnu sem miðar að því að hrinda
hagfræðikenningunni í framkvæmd (bls. 28). Hann aðgreinir jafnframt
frjálshyggju frá því sem hann kallar „frjálslyndi almennt t.d. í stjórnmálum
og siðferði“ (bls. 34) og ásakar einhverja ótilgreinda menn um að rugla hug-
tökunum vísvitandi saman í þeim tilgangi að „eigna“ frjálshyggjunni hugs -
uði á borð við John Stuart Mill, sem eiga að mati höfundar lítið skylt við
frjálshyggjuna sjálfa.
Slík tvískipting er möguleg í samtíma okkar, þar sem bæði hugtökin eru
í notkun og hafa ólíka merkingu. En á þeim tíma sem höfundur er fyrst og
fremst að fjalla um, þ.e. í lok átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu,
var ekki um nein afgerandi skil þar á milli að ræða. Þvert á móti hafa
fræðimenn almennt fjallað um þá ólíku en á margan hátt tengdu hugsuði
sem Einar Már skilur að með svo afgerandi hætti undir einum hatti liberal-
ismans. Höfundur færir engin rök fyrir því af hverju svo ætti ekki að vera.
Þess í stað dembir hann hugtaki ættuðu frá þjóðmálaumræðu tuttugustu
aldar yfir á suma þessara manna til að geta aðgreint þá hugsuði sem hann
tengir við „svartagaldur frjálshyggjunnar“ (bls. 27) frá hinum, sem í huga
höfundar hafa jákvæðari tengingar við eitthvert óskilgreint frjálslyndi og
skrifuðu verk sem teljast til „hornsteina lýðræðis“ (bls. 35). Slíkt er í besta
falli tímaskekkja og breytir verulega myndinni af því sögulega samhengi
liberal ismans sem höfundi er svo mikið í mun að halda á lofti.
ritdómar 185
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 185