Saga


Saga - 2013, Page 187

Saga - 2013, Page 187
frjálshyggju eru ekki tilkomnar af sögulegri nauðsyn, heldur spila þar sam- an einskær tilviljun og flókin áhrif ýmissa þátta sem skoða þarf í sögulegu samhengi til að skilja tilkomu þeirra til fullnustu. Þetta eru áhugaverðustu og frumlegustu hlutar bókarinnar og eru mikilvægt framlag til umfjöllunar um söguspeki, sem er allt of sjaldgæf í sagnritun hérlendis. Önnur bók innan bókarinnar er umfjöllun um það sögulega samhengi og þau áhrif sem kenningar frjálshyggjunnar höfðu á líf og hag alþýðu manna í samtíma þeirra hugsuða sem skipa stærstan sess í umfjöllun höf- undar. Innihalda þeir kaflar allítarlega umfjöllun um atburði og fyrirbæri í sögunni sem á einhvern hátt tengjast hugmyndafræði frjálshyggjunnar og tilurð hennar. Má þar nefna „girðingarnar“ svokölluðu (en þannig þýðir höfundur það sem í enskri sagnfræði er kallað „enclosures“), iðnbyltinguna, framfaratrú upplýsingaaldarinnar og ýmislegt fleira. Þriðja bókin er hefðbundnari hugmyndasaga þar sem kenningar nokk- urra helstu hugsuða frjálshyggjunnar eru teknar til gagnrýninnar, og á köfl- um óvæginnar, umfjöllunar. Þar vill ákafi höfundar að sýna fram á trúar- bragðakennt og gervivísindalegt eðli „klassísku“ hagfræðinnar, og sér í lagi hugmyndafræði frjálshyggjunnar, á köflum standa faglegum vinnubrögð - um fyrir þrifum. Í því samhengi má nefna skilgreiningu höfundarins á frjálshyggju, en hugmyndafræðin segir hann að sé „fyrst og fremst skýr og afmörkuð kenn- ing í hagfræði“ sem þó hafi viðauka í formi ákveðinna hugmynda um eðli mannsins og samfélagsins og í stjórnarstefnu sem miðar að því að hrinda hagfræðikenningunni í framkvæmd (bls. 28). Hann aðgreinir jafnframt frjálshyggju frá því sem hann kallar „frjálslyndi almennt t.d. í stjórnmálum og siðferði“ (bls. 34) og ásakar einhverja ótilgreinda menn um að rugla hug- tökunum vísvitandi saman í þeim tilgangi að „eigna“ frjálshyggjunni hugs - uði á borð við John Stuart Mill, sem eiga að mati höfundar lítið skylt við frjálshyggjuna sjálfa. Slík tvískipting er möguleg í samtíma okkar, þar sem bæði hugtökin eru í notkun og hafa ólíka merkingu. En á þeim tíma sem höfundur er fyrst og fremst að fjalla um, þ.e. í lok átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu, var ekki um nein afgerandi skil þar á milli að ræða. Þvert á móti hafa fræðimenn almennt fjallað um þá ólíku en á margan hátt tengdu hugsuði sem Einar Már skilur að með svo afgerandi hætti undir einum hatti liberal- ismans. Höfundur færir engin rök fyrir því af hverju svo ætti ekki að vera. Þess í stað dembir hann hugtaki ættuðu frá þjóðmálaumræðu tuttugustu aldar yfir á suma þessara manna til að geta aðgreint þá hugsuði sem hann tengir við „svartagaldur frjálshyggjunnar“ (bls. 27) frá hinum, sem í huga höfundar hafa jákvæðari tengingar við eitthvert óskilgreint frjálslyndi og skrifuðu verk sem teljast til „hornsteina lýðræðis“ (bls. 35). Slíkt er í besta falli tímaskekkja og breytir verulega myndinni af því sögulega samhengi liberal ismans sem höfundi er svo mikið í mun að halda á lofti. ritdómar 185 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.