Saga - 2019, Side 231
Bergsveinn Birgisson, LEITIN AÐ SVARTA VÍKINGNUM. Íslensk þýð -
ing: Eva Hauksdóttir og Bergsveinn Birgisson. Ný og aukin útgáfa
byggð á Den svarte vikingen. Bjartur. Reykjavík 2016. 416 bls. Heimilda -
skrá, tilvísanir, nafnaskrá.
Söguhetja þessarar bókar var landnámsmaðurinn Geirmundur Hjörsson
heljar skinn, áður smákonungur á Rogalandi í Noregi. Lengsta og fróð leg -
asta frumheimild um hann er Landnámabók. Þar er fyrst sagt frá bernsku
hans í heimalandinu þar sem drungalegt útlit hans aflar honum viðurnefnis -
ins. Það er einmitt þetta útlit sem leiðir höfund bókarinnar til langrar um -
ræðu um samskipti Norðmanna um hans daga við fólk með dökkan hör-
undslit austan af því landi sem við köllum nú Rússland. Í Landnámabók
segir að Geirmundur hafi verið herkonungur: „hann herjaði í vestrvíking …“
og verður það Bergsveini tilefni til að segja frá hernaði hans og samtíma-
manna hans á Írlandi. Loks segir að Haraldur konungur hárfagri leggur
Rogaland undir sig og Geirmundur bregst við með því að nema land á
Íslandi, fyrst á Skarðsströnd í Dölum, þar sem bær hans hét Geir mundar -
staðir, og síðar til viðbótar norður á Hornströndum þar sem Geir mundur
stofnaði fjögur bú og rak þau undir stjórn ráðsmanna (Land námabók. Íslenzk
fornrit I (1968), bls. 150–157). Í Íslendingasögum er Geir mundur aðeins
nefndur stuttlega á tveimur stöðum vegna tengda við fólk og atburði sem
koma líka við sögu í Landnámu (Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit
II (1933), bls. 241; Grettis saga Ásmundarsonar. Íslenzk fornrit VII (1936), bls. 4,
6–7). Þá er rúmlega sex blaðsíðna yfirlit um ævi Geirmundar skrifað sem
inngangskafli að Sturlunga sögu, væntanlega í þeim tilgangi að gera heim-
kynni hans, Skarð á Skarðsströnd, að eins konar upprunastað mannvistar
á Íslandi þótt ekki sé gengið svo langt að hafna sögunni um að Ingólfur hafi
verið sá sem „staðfestist fyrstr á Íslandi landnámsmanna“ (Sturlunga saga I
(1946), bls. 5–11; II (1946), bls. xxi–xxii). Loks fjallar fornaldarsagan Hálfs
saga ok Hálfsrekka um forfeður og formæður Geirmundar. Henni lýkur á
viðurnefnissögu Geirmundar þar sem faðir hans er látinn segja um þá
tvíburabræður Hámund og Geirmund: „Ber í burt! … eigi sá ek slík heljar-
skinn.“ (Hálfs saga ok Hálfsrekka. Fornaldar sögur Norðurlanda II (1954), bls.
93–134).
Úr þessum sagnaminnum um Geirmund og margvíslegu frásagnarefni
í kringum hann og tíma hans hefur Bergsveinn Birgisson, norrænu fræð -
ingur og rithöfundur, sett saman umfangsmikið ritsafn og nýstárlegt að
gerð. Fyrst kom út eftir hann á norsku fræðiritið Den svarte vikingen árið
2013 og var 386 blaðsíðna rit. Sama efni að verulegu leyti kom svo út á
íslensku árið 2015, Geirmundar saga heljarskinns með undirtitlinum Íslenzkt
fornrit. Hún er augljós eftirlíking af Íslenskum fornritum eins og Hið ís -
lenska fornritafélag hefur gefið þau út í tugatali í næstum níu áratugi.
Framan af Geirmundar sögu er formáli upp á 63 blaðsíður, taldar með róm-
ritdómar 229