Saga - 2019, Page 257
ar. Þau íslensku tilheyra túndruhreinum. Þessi hluti ritsins byggir að tölu-
verðu leyti á erlendum heimildum. Framsetningin er yfirleitt skýr en eftir-
farandi setning um útbreiðslu hreindýra á bls. 19 er ekki nógu vel orðuð: „Í
Norður-Ameríku eru þau á Grænlandi, í Alaska og Kanada og á nokkrum
eyjum þar og á Svalbarða.“ Má skilja að Svalbarði sé í Ameríku en hann til-
heyrir Evrópu og er undir norskri stjórn eins og kunnugt er og raunar kem ur
vel fram á áðurnefndu korti á bls. 16.
Í öðrum hluta ritsins, Hreindýr til bjargræðis á Íslandi, víkur sögunni að
innflutningi hreindýra til Íslands á átjándu öld. Rætt er um aðdraganda
hans og framkvæmd, þær hugmyndir sem þar réðu ferðinni og viðtökurnar
sem hreindýrin fengu í upphafi. Höfundur telur innflutninginn hafa tengst
fátæktinni og erfiðleikunum hér á sautjándu og átjándu öld, yfirvöld hafi
verið að reyna að lappa upp á bjargræðisvegina. Stuðningur við innflutning
hreindýra hafi verið hluti af víðtækri umræðu um landshagi og atvinnuvegi
á Íslandi á átjándu öld þar sem meginstefið hafi verið að stuðla að auknu og
fjölbreyttara bjargræði fyrir þjóðina. Dönsk stjórnvöld voru þá tilbúin til að
reyna eitthvað nýtt vegna aukinnar þekkingar á aðstæðum á Íslandi í kjölfar
rannsóknarleiðangra til landsins og starfa landsnefndanna tveggja, 1770–
1771 og 1785–1787. Höfundur vísar meðal annars í ritsmíð eftir Karen Os -
lund, „Nature in League with Man“, þar sem fram kemur að dönsk stjórn-
völd léku lykilhlutverk í innflutningi hreindýra til Íslands. Staða landsins í
einveldi Danakonungs þýddi að þau þurftu að koma að setningu reglna um
málið auk þess sem þau reyndust reiðubúin til að annast framkvæmdina og
greiða kostnaðinn við innflutninginn.
Í framhaldi af þessari umfjöllun er svo sagt frá flutningi hreindýra til
landsins árin 1771, 1777, 1784 og 1787. Alls voru flutt inn 114 dýr á þessum
árum og þeim komið fyrir á fjórum stöðum. Stefnt var að því að nýta þau
tamin eða hálftamin. En umræður í byrjun nítjándu aldar sýna að not lands-
manna af hreindýrunum fram að því höfðu engin verið, frekar þóttu þau
hafa skaðað landið ef eitthvað var.
Í þriðja hluta, Hreindýramál á 19. öld, sem ásamt þeim fimmta er lengsti
kafli bókarinnar, er viðhorfum Íslendinga til hreindýra fylgt eftir alla nítj-
ándu öldina og höfundur skoðar hvernig þau höfðu áhrif á löggjöf um
stofninn. Aðeins nokkrum árum eftir komu dýranna virðast íslenskir emb-
ættismenn hafa gefið upp á bátinn hugmyndina um að innflutningur þeirra
væri framfaraskref fyrir land og þjóð. Hreindýr voru umdeild og menn voru
ekki sammála um hvort þau ættu sér tilveru rétt hér á landi. Víða bárust
kvartanir um að dýrin skemmdu land og ætu fjallagrös frá fólki. Bændur
sem bjuggu nærri hreindýraslóðum mátu gagnsemi hreindýra út frá hags-
munum sínum. Ýmsir þeirra komust upp á lag með að sækja björg í bú með
hreindýraveiðum.
Fram um miðja nítjándu öld voru veiðar háðar takmörkunum en árið
1849 var birt tilskipun konungs um ótakmarkað veiðileyfi. Bókarhöfundur
ritdómar 255