Saga


Saga - 2019, Blaðsíða 257

Saga - 2019, Blaðsíða 257
ar. Þau íslensku tilheyra túndruhreinum. Þessi hluti ritsins byggir að tölu- verðu leyti á erlendum heimildum. Framsetningin er yfirleitt skýr en eftir- farandi setning um útbreiðslu hreindýra á bls. 19 er ekki nógu vel orðuð: „Í Norður-Ameríku eru þau á Grænlandi, í Alaska og Kanada og á nokkrum eyjum þar og á Svalbarða.“ Má skilja að Svalbarði sé í Ameríku en hann til- heyrir Evrópu og er undir norskri stjórn eins og kunnugt er og raunar kem ur vel fram á áðurnefndu korti á bls. 16. Í öðrum hluta ritsins, Hreindýr til bjargræðis á Íslandi, víkur sögunni að innflutningi hreindýra til Íslands á átjándu öld. Rætt er um aðdraganda hans og framkvæmd, þær hugmyndir sem þar réðu ferðinni og viðtökurnar sem hreindýrin fengu í upphafi. Höfundur telur innflutninginn hafa tengst fátæktinni og erfiðleikunum hér á sautjándu og átjándu öld, yfirvöld hafi verið að reyna að lappa upp á bjargræðisvegina. Stuðningur við innflutning hreindýra hafi verið hluti af víðtækri umræðu um landshagi og atvinnuvegi á Íslandi á átjándu öld þar sem meginstefið hafi verið að stuðla að auknu og fjölbreyttara bjargræði fyrir þjóðina. Dönsk stjórnvöld voru þá tilbúin til að reyna eitthvað nýtt vegna aukinnar þekkingar á aðstæðum á Íslandi í kjölfar rannsóknarleiðangra til landsins og starfa landsnefndanna tveggja, 1770– 1771 og 1785–1787. Höfundur vísar meðal annars í ritsmíð eftir Karen Os - lund, „Nature in League with Man“, þar sem fram kemur að dönsk stjórn- völd léku lykilhlutverk í innflutningi hreindýra til Íslands. Staða landsins í einveldi Danakonungs þýddi að þau þurftu að koma að setningu reglna um málið auk þess sem þau reyndust reiðubúin til að annast framkvæmdina og greiða kostnaðinn við innflutninginn. Í framhaldi af þessari umfjöllun er svo sagt frá flutningi hreindýra til landsins árin 1771, 1777, 1784 og 1787. Alls voru flutt inn 114 dýr á þessum árum og þeim komið fyrir á fjórum stöðum. Stefnt var að því að nýta þau tamin eða hálftamin. En umræður í byrjun nítjándu aldar sýna að not lands- manna af hreindýrunum fram að því höfðu engin verið, frekar þóttu þau hafa skaðað landið ef eitthvað var. Í þriðja hluta, Hreindýramál á 19. öld, sem ásamt þeim fimmta er lengsti kafli bókarinnar, er viðhorfum Íslendinga til hreindýra fylgt eftir alla nítj- ándu öldina og höfundur skoðar hvernig þau höfðu áhrif á löggjöf um stofninn. Aðeins nokkrum árum eftir komu dýranna virðast íslenskir emb- ættismenn hafa gefið upp á bátinn hugmyndina um að innflutningur þeirra væri framfaraskref fyrir land og þjóð. Hreindýr voru umdeild og menn voru ekki sammála um hvort þau ættu sér tilveru rétt hér á landi. Víða bárust kvartanir um að dýrin skemmdu land og ætu fjallagrös frá fólki. Bændur sem bjuggu nærri hreindýraslóðum mátu gagnsemi hreindýra út frá hags- munum sínum. Ýmsir þeirra komust upp á lag með að sækja björg í bú með hreindýraveiðum. Fram um miðja nítjándu öld voru veiðar háðar takmörkunum en árið 1849 var birt tilskipun konungs um ótakmarkað veiðileyfi. Bókarhöfundur ritdómar 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.