Bændablaðið - 21.10.2021, Qupperneq 14

Bændablaðið - 21.10.2021, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202114 FRÉTTIR Norðurland vestra: Tæplega eitt hundrað gönguleiðir hnitsettar Á liðnu sumri hefur staðið yfir framhald af verkefni sem hófst í fyrrasumar og snýst um hnitsetn- ingu gönguleiða á Norðurlandi vestra. Liðlega 30 leiðir voru skráðar í fyrra en nú hefur verið bætt um betur og eftir sumarið hafa alls 94 leiðir verið skráðar, þ.e.a.s. grunn- upplýsingar þeirra: GPS-punktar, myndir og texti, og eru þær nú hýstar á vefsíðunni wikiloc. Þessi hýsing grunngagna er aðal- lega hugsuð til að leiðirnar verði aðgengilegar almenningi, en auk fyrirhugaðra upplýsingahluta um gönguleiðir á nýuppgerðri vef- síðu Markaðsstofu Norðurlands hefur Ferðamálastofa einnig hrint af stað verkefni þar sem flestallar gönguleiðir landsins eiga að vera undir. Einnig er í skoðun að gönguleið- irnar verði aðgengilegar hjá fleiri erlendum efnisveitum, sem sérhæfa sig í framsetningu og miðlun efnis til áskrifenda sinna. Þá eru leiðirn- ar og aðgengilegar á yfirlitskorti á vefsjá Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem greint er frá þessu. Fyrirhugað er að skiltamerkingar við upphafspunkt leiðanna sýni QR-kóða, sem fólk getur nýtt til að hlaða leiðirnar upp í síma sína. 350 kílómetrar að baki Anton Scheel Birgisson hefur haft umsjón með hnitsetningum í sumar en ekki er þó ofsögum sagt að meira hafi mætt á fótum hans þegar tillit er tekið til þess að Anton hefur lagt að baki alls um 350 kílómetra í sumar við verkefnið. Einnig hefur verk- efnið notið velvildar gönguhópa á svæðinu, bæði í Skagafirði og á Blönduósi, sem og sveitarfélaga sem hafa lagt til leiðir sem hnitsettar höfðu verið á þeirra vegum. Verkefnið var skilgreint sem eitt af átaksverkefnum í kjölfar Covid- 19 og sem slíkt fjármagnað með sérframlagi stjórnvalda í gegnum Uppbyggingarsjóð Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. /MÞÞ Opnað fyrir tilnefningar norrænu matvælaverðlaunanna Emblu 2021 – Þekkir þú einhvern sem skarar fram úr í matvælaiðnaði? Kallað er eftir tilnefningum fyrir Norrænu matvælaverðlaunin Emblu 2021 sem veitt verða í þriðja sinn í Osló á næsta ári. Vegna heimsfaraldursins þurfti að fresta verðlaununum í vor en nú taka Norðmenn við keflinu í mars en verðlaunin eru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Norrænu matvælaverðlaunin Emblan fara fram í þriðja sinn í Osló á næsta ári en fyrst var keppn- in haldin í Kaupmannahöfn og síðan í Hörpunni í Reykjavík árið 2019. Í flokkunum sjö á norrænu matvælaverðlaununum Emblunni er lögð áhersla á hráefni, listfengi, miðlun og fólkið bak við matinn í heimi norrænnar matargerðar. Emblu-matarverðlaunin voru sett á stofn af sex norrænum landbúnað- arstofnunum árið 2017 og hlutverk þeirra er að breiða út þekkingu á norrænum matvælum. Norræna samkeppnin er erfið, á milli bestu framleiðendanna, miðlara og áfangastaði fyrir nor- ræn matvæli. Norræna eldhúsið er vel þekkt fyrir hreint bragð og ósveigjanleg samskipti og hefur gert „norrænan mat“ að hugtaki sem nær langt út fyrir Norðurlöndin. „Markmiðið með Emblu- verðlaununum er að bæta sjálfs- mynd norræns matar og heiðra fólkið á bakvið matinn,“ segir Bjørn Gimming, formaður norsku Bændasamtakanna, en Noregur er gestgjafi verðlaunanna árið 2022. Í mars verður norrænum mat fagnað með verðlaunaafhendingu í Osló. Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar í sjö flokkum. Nú geta allir tilnefnt sjálfa sig, samstarfs- mann eða þá sem eru til fyrirmynd- ar í matvælageiranum. Á emblafoodaward.com getur þú nú tilnefnt aðila í eftirfarandi flokkum: • Norrænn matvælaframleið- andi • Frumkvöðull í norrænni mat- argerð • Handverksmaður í norrænni matargerð • Boðberi norrænar matargerðar • Norrænn matur fyrir marga • Áfangastaður í norrænni mat- argerð • Norrænn matur fyrir börn og ungmenni Mismunandi viðmið verða notuð við mat á þeim sem tilnefndir verða, eins og sjálfbærni, frumleiki, heiðarleiki og „norrænt“. Opið er fyrir tilnefningar á heimasíðunni í október. Dómnefnd í hverju landi fyrir sig mun velja keppendur í hverjum flokki frá sínu eigin landi. Þeir sem verða fyrir valinu verða kynntir um miðjan desember. Norrænu matvælaverðlaunin Embla voru stofnuð af norrænu Bændasamtökunum og eru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Verðlaunin eru hluti af Nýju nor- rænu matvælaáætluninni. Að þessu sinni eru verðlaunin haldin í þriðja sinn og fara fram í Osló þann 11. mars 2022. Um Emblu-matarverðlaunin Sex norrænar landbúnaðarstofnanir standa að baki Emblu sem Norræna ráðherranefndin styður einnig fjár- hagslega sem hluta af áætluninni Ný norræn matargerðarlist III. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni utan svæðisins. Emblu-verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Dómnefndir í hverju landi senda tilnefningar í mismunandi flokkum til norrænn- ar dómnefndar sem tekur lokaá- kvörðun um verðlaunahafa. Handhafar verðlaunanna 2017 Hinir sjö handhafar Embluverð- launanna 2017 voru: • Matur fyrir börn og ung- menni 2017; Geitmyra Matkultursenter, Noregi • Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017; Leif Sørensen, Fish Chips, Færeyjum. • Matur fyrir marga; 2017: Annika Unt, Svíþjóð. • Matarblaðamaður Norðurlanda 2017; Michael Björklund, Smakbyn, Álandseyjum. • Mataráfangastaður Norðurlanda 2017; Heimablídni, Færeyjum. • Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017; Dímunargardur, Færeyjum. • Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017; Thomas Snellman, REKO, Finnlandi Verðlaunahafarnir 2019 Samkeppnin var hörð og voru allt að sjö tilnefndir í hverjum flokki. Verðlaunahafarnir voru: Norrænn matvælaframleiðandi 2019: Grøna Oyggin, Færeyjum Verðlaunahafinn hefur tekist á við þá áskorun að rækta grænmeti í Færeyjum með því að þróa sér- staka ræktunaraðferð fyrir óblíð veðurskilyrði. Aðgengi að hágæða framleiðslu úr heimabyggð hefur verið mikilvægt fyrir þróun fær- eyskrar matargerðarlistar. Norrænn matvælafrumkvöðull 2019: Bondens Skafferi, Svíþjóð Verðlaunahafinn tengir saman framleiðendur, matreiðslumenn og matvöruverslanir. Hann hjálp- ar bændum að koma framleiðslu- vöru sinni á markað og tryggir að framleiðendur fái gott verð fyrir framleiðsluvöru sína. Skafferi vekur athygli á mikilvægi upp- runa matvælanna, gæða þeirra og árstíðabundins breytileika. Norrænn matvælalistamaður 2019: Ainoa Winery, Finnlandi Verðlaunahafinn hefur fyllt upp í eyðu í norrænni matargerðarlist með því að nota villt ber og önnur hágæðahráefni úr skógum til þess að búa til vín sem hefur verið vel tekið alþjóðlega og eru punktur- inn yfir i-ið með matnum og skapa hreina norræna bragðreynslu. Norrænn matvælamiðlari 2019: Claus Meyer, Danmörku Claus Meyer hefur veitt danskri matarmenningu innblástur í ára- tugi. Í tengslum við stefnuyfir- lýsinguna um ný norræn matvæli miðlar Claus Meyer af hugsjón og krafti um staðbundna framleiðslu, sjálfbærni, aðlögun og líffræðilega fjölbreytni. Norrænn matur fyrir marga 2019 Anne-Birgitte Agger, Danmörku. Verðlaunahafinn er „vél með sýn“, óþreytandi að skapa tækifæri sem þjóna þeirri hugsjón að sjá eldhúsum opinberra stofnana heillar borgar fyrir sjálf- bærum, næringarríkum máltíðum sem matreiddar eru frá grunni. Hún leitast alltaf við að verja það sem veikara er fyrir og skorar á alla – frá forystufólki til námsmanna – að velja sjálfbærni og umhverfið, allt frá því sem fer á diskinn og áfram. Norrænn mataráfangastaður 2019: Gimburlombini – Nólsoy, Færeyjum. Hinni litlu og afskekktu eyju Nólsoy hefur tekist að komast á kortið með því að virkja heimafólk í ferðamennsku. Heimafólkið nýtir það sem eyjan hefur upp á að bjóða á nýskapandi og nútímalegan hátt. Áður hafði fólkið yfirgefið eyjuna. Nú er það um kyrrt og tekur þátt í frásögninni um þennan áfangastað. Norrænn matur fyrir börn og ungt fólk 2019: Hävikki-battle – baráttan gegn matarsóun – Motiva Oy, Finnlandi. Verðlaunahafinn hefur þróað aðferð til þess að kenna og hvetja ungt fólk til að breyta matarsóun í verðmæti og deila því á samfé- lagsmiðlum. Með því að nota allar hugsanlegar aðferðir og koma til móts við ungt fólk í daglegu lífi þess skapar verkefnið þekkingu og áhugahvetjandi meðvitund til þess að læra af reynslu út lífið. /ehg SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta Anton Scheel Birgisson gönguhrólfur á góðum sumardegi. Mynd / Ssnv

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.