Bændablaðið - 21.10.2021, Side 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 17
„Okkur líst mjög vel á, þess-
ar framkvæmdir verða mikil
lyftistöng fyrir sveitarfélagið,“
segir Drífa Valdimarsdóttir, stað-
gengill sveitarstjóra og fjármála-
stjóri í Norðurþingi, en stjórn
Samherja hefur ákveðið að stækka
landeldisstöð félagsins í Öxarfirði
um helming. Framleiðslan eftir
stækkun verður um þrjú þúsund
laxar á ári. Áætlaður kostnaður
við stækkunina er um einn og hálf-
ur milljarður króna. Gert er ráð
fyrir að framkvæmdum ljúki eftir
um það bil eitt ár.
Drífa segir að Norðurþing hafi
samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir
svæðið þar sem fiskeldið er staðsett.
„Við fögnum uppbyggingu af þessu
tagi, þetta er veruleg innspýting inn
á svæðið, heilmikil fjárfesting sem
verður hér eftir og kemur atvinnulíf
á svæðinu til góða til framtíðar. Við
erum mjög jákvæð gagnvart allri
atvinnuuppbyggingu, enda mun
starfs fólki fjölga og það er virkilega
gott fyrir þetta svæði,“ segir hún.
Jón Kjartan Jónsson, fram
kvæmdastjóri Samherja fiskeldis,
segir í frétt á vef fyrirtækisins að
framkvæmdir hefjist á næstunni.
Verkefnið sé umfangsmikið og þau
ker sem byggð verða, alls fimm,
eru helmingi stærri að umfangi en
stærstu kerin sem fyrir eru. Þá þarf
að auka sjótöku, byggja hreinsi
mannvirki, stoðkerfi og koma fyrir
ýmsum tækjabúnaði. Jón segir að
undirbúningsvinnu sé að mestu
lokið, leyfi að klárast og næst sé þá
að hefjast handa.
Landgræðsla og skógrækt
fyrirhuguð á næstu jörð
Auk þess sem Samherji hefur keypt
lóð þar sem núverandi starfsemi fer
fram var jörðin Akursel, sem er
vestan við stöðina, einnig keypt.
Jón segir að þarf verði, auk sjótöku,
nýttur áburður frá stöðinni til land
græðslu og síðar skógræktar. Það
er hluti af hringrásarkerfi eldisins,
bættri nýtingu og kolefnisjöfnun.
Áform eru um að byggja á næstu
árum allt að 40 þúsund tonna land
eldi á laxi á Reykjanesi og tengist
stækkun á stöðinni í Öxarfirði
þeim. „Stækkunin fyrir norðan er
á vissan hátt undanfari þessa stóra
verk efnis á Reykjanesi,“ segir Jón.
Eftir stækkun mun störfum í stöðinni
fjölga, aðflutningar til og frá henni
aukast og þörf verður á ýmiss konar
aðkeyptri þjónustu til rekstrarins.
„Þetta eflir samfélagið og undirstrik
ar jafnfram trú okkar á landeldi og að
Öxarfjörðurinn sé hentugur staður
fyrir slíka starfsemi.“ /MÞÞ
Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá Sími
Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig 6 566-6300 Ístex hf. Völuteig 6 566-6300
Borgarnes Magnús Kristjánsson 832-1557 KB. Búrekstrardeild 430-5500
Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum 894-7257 Ragnar og Ásgeir Grundarfirði 430-8100
Búðardalur Biggi Upp ehf 691-4995 KM þjónustan Búðardal 434-1611
Saurbær Biggi Upp ehf 691-4995 KM þjónustan Búðardal 434-1611
Króksfjarðarnes Biggi Upp ehf 691-4995 KM þjónustan Búðardal 434-1611
Barðaströnd Biggi Upp ehf 691-4995 Barði Sveinsson Innri-Múla 456-2019
Þingeyri Biggi Upp ehf 691-4995 Hákon S. Unnsteinsson Ketilseyri 849-8364
Flateyri Biggi Upp ehf 691-4995 Hákon S. Unnsteinsson Ketilseyri 849-8364
Ísafjarðardjúp Biggi Upp ehf 691-4995 Hákon S. Unnsteinsson Ketilseyri 849-8364
Hólmavík Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt 892-4646
Bitrufjörður Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt 892-4646
Borðeyri Strandafrakt 892-4646 Kaupfélag V-Hún, pakkhús 455-2325
Hvammstangi Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag V-Hún, pakkhús 455-2325
Blönduós Ullarþvottastöð 483-4290 Lífland Blönduósi 540-1155
Sauðárkrókur Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Eyri 455-4610
Akureyri Sverrir Þór Sverrisson 865-0240 Bústólpi Oddeyrargötu 460-3350
Húsavík Sverrir Þór Sverrisson 865-0240 Bústólpi-Húsavík. Trausti 458-8980
Mývatn Sverrir Þór Sverrisson 865-0240 Bústólpi-Húsavík. Trausti 458-8980
Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277
Þórshöfn Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277
Þórshöfn Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Jón R. Gíslason, Fjarðarvegur 25 892-0632
Vopnafjörður Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277
Egilsstaðir Sverrir Þór Sverrisson 865-0240 Landstólpi 480-5610
Höfn Biggi Upp ehf 691-4995 KASK Höfn Hornafirði 470-8222
Kirkjubæjarklaustur Biggi Upp ehf 691-4995 N1 - Kirkjubæjarklaustri 487-4628
Vík Biggi Upp ehf 691-4995 Ragnar S. Þorsteinsson 864-9628
Hvolsvöllur Þórður Jónsson 893-2932 Þórður Jónsson 893-2932
Flúðir Biggi Upp ehf 691-4995 Fóðurblandan Selfossi 570-9840
Selfoss Biggi Upp ehf 691-4995 Fóðurblandan Selfossi 570-9840
Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða 2021/22
Vinsamlega gætið að því að hafa aðeins 20-25 kg í hverjum ullarpoka!
www.istex.is og www.ullarmat.is
Samherji stækkar landeldisstöð í Öxarfirði um helming:
Framleiðslan verður um þrjú
þúsund tonn af laxi á ári
– Keyptu næstu jörð og ætla að stunda þar skógrækt til kolefnisjöfnunar
Silfurstjarnan í Öxarfirði eins og hún er nú fyrir stækkun.
Tölvugerð mynd af laxeldisstöðinni
eftir stækkun.
Verndun viðkvæmra
botnvistkerfa
Komin er út skýrsla Haf- og vatns-
rannsókna hjá hafrannsóknastofn-
un um verndun viðkvæmra
botnvistkerfa. Atvinnuvega‐ og
nýsköpunarráðuneytið hefur hafið
vinnu við mótun stefnu varðandi
verndun viðkvæmra botnvistkerfa
innan íslenskrar efnahaglögsögu.
Unnið er að því að móta verklags
reglur varðandi vernd viðkvæmra
botnvistkerfa sem byggir á þeim
alþjóðlegu viðmiðum sem Ísland
hefur tekið þátt í að móta fyrir
úthafið. Þetta felur meðal annars í
sér skilgreind botnveiðisvæði, skil
greind takmörkuð botnveiðisvæði og
verndarsvæði.
Því óskað ráðuneytið eftir því að
Hafrannsóknastofnun tæki saman
upplýsingar auk þess að leggja mat
á fimm þætti er varða viðkvæm
botnvistkerfi. Þeim fimm þátt
um sem ráðuneytið fór fram á að
Hafrannsóknastofnun skoðaði eru
gerð í skýrslu sem kom út 8. október
2021. /HKr.