Bændablaðið - 21.10.2021, Side 21

Bændablaðið - 21.10.2021, Side 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 21 Nánast allar tegundir vín- berja og appelsína í versl- unum í Bretlandi innihalda „kokteil af varnar efnum“ samkvæmt rannsóknum á mest menguðu ávöxtunum og grænmetinu í innkaupa- körfum Breta. Á hverju ári prófa stjórn- völd sýni af matvöru til að kanna hvort ummerki um varnarefni (í sumum tilfellum skordýraeitur og margvíslegt plöntu- og sveppaeitur) sé að finna í matvælum í Bretlandi. Það er ráðuneyti umhverfis, matvæla og málefna dreifbýlis sem stendur fyrir þessum árs- fjórðungslegu rannsóknum. Þá kemur sérfræðinganefnd um varnarefnaleifar í matvælum (PRiF) einnig að þessum rann- sóknum. 61% efnanna eru flokkuð sem mjög hættuleg varnarefni Samkvæmt niðurstöðum sem Pesticide Action Network (PAN) hefur tekið saman, greindust 122 mismunandi varnarefni í 12 menguðustu vörunum, sem kallaðar eru „dirty dozen,“ sem útleggja mætti á íslensku sem „drulluga dúsínið“. Margt af þessu er hættulegt heilsu manna og 61% eru flokkuð sem mjög hættuleg varnarefni (HHP). Það er hugtak sem Sameinuðu þjóðirnar nota til að bera kennsl á þau efni sem eru skaðlegust fyrir heilsu manna eða umhverfið. Geta valdið fjölþættum skaða Listinn yfir varnarefni inniheldur 47 tengsl við krabbamein, 15 tengingar við „æxlunar- eða þroskaeituráhrif“ sem geta haft slæm áhrif á kynlíf og frjósemi og í 17 tilvikum er vitað að geti skaðað öndunarfæri og valdið andlegum ruglingi, höf- uðverk og máttleysi. Fjórðungur varnarefnanna sem fundust eru grunuð um innkirtlaskemmdir sem geta truflað hormónakerfi og valdið fjölda heilsufarsvandamála, þar með talið fæðingargöllum og þroskasjúk- dómum. Sumir ávextir innihalda allt að 25 efnaleifar Sérhver ávöxtur eða grænmeti á listanum inniheldur tvær eða fleiri tegundir varnarefna, sumar innihalda allt að 25. Þrátt fyrir að einstök varnarefni séu innan lög- legra marka, óttast aðgerðarsinnar að samsetning margra efna gæti skaðað heilsu fólks. Af greipávöxtum, sem skoðaðir voru, voru þeir mengaðir af marg- víslegum „varnarefnum“ í 87,2% tilvika. Appelsínur voru mengaðar í 86,7% tilvika og þurrkaðir ávextir eins og rúsínur í 81,9% tilvika. „Þessar tölur undirstrika fjöl- breytt úrval efna sem við verðum fyrir daglega í gegnum mataræði okkar,“ sagði Nick Mole hjá PAN í Bretlandi. „Þó að öryggismörk séu áfram sett fyrir aðeins eitt varnarefni í einu, þá fara vísbendingar vaxandi um að efni geta sameinast í að vera eitraðri, vegna þess sem kallast kok- teiláhrif. Það eru líka eyður í gögnunum. Á þessu ári kusu stjórnvöld að prófa aðeins þrjár af 12 tegundum ávaxta og grænmetis sem prófaðar voru á síðasta ári og PAN tók saman. Þar voru jarðarber, sítrónur og forpakk- að salat, sem var efst listanum í fyrra en voru ekki prófuð núna. Þannig að það er engin leið að vita hvort magn varnarefna á þessum vörum hafi minnkað. Talsmaður PAN sagði að það væri engin raunveruleg leið til að komast hjá því að neyta varnarefn- anna, önnur en að beita sér fyrir því að notkun þeirra minnki í ræktun- inni. Best að kaupa lífrænt „Besta leiðin fyrir fólk til að forð- ast varnarefni er að kaupa lífrænt. Auðvitað hafa fáir í Bretlandi efni á eða aðgang að fullkomlega líf- rænu mataræði svo þess vegna birtum við list- ann yfir „dirty dozen“ til að hjálpa neyt- endum að for- gangsraða hvaða fram leiðslu eigi að forðast,“ sagði Nick Mole. Þvottur á ávöxtum dugar skammt til að fjarlægja eitur Bent er á að þvottur á ávöxtum ætti að fjar lægja nokkrar efnaleifar á berki eða öðru yfirborði ávaxta. Þá er aðallega um að ræða sveppalyf sem eru notuð til að koma í veg fyrir rotnun við geymslu og flutning. Hins vegar eru mörg nútíma skordýraeitur með það sem kallast „kerfisbundna virkni“ sem þýðir að þau frásogast út í plöntuna sjálfa og dreifast um vefi hennar og berast til ávaxta eða blóma. Þess vegna eru leifar varn- arefna oft í ávöxtunum í framleiðsl- unni sjálfri og því mun þvottur af yfirborðinu ekki fjarlægja þau eit- urefni. Þá sýna rannsóknir að umhverfis áhrif af notkun varnar- efna í landbúnaði eru orðin mikil. Um helmingur af 12 algengustu varnarefnunum finnast nú í grunn- vatni. Það hefur síðan áhrif á líf- fræðilega fjölbreytni í jarðvegi og vatni og hefur áhrif á gæði drykkj- arvatns. Þar er m.a. að finna neon- icotinoid asetamípríð, sem er talið vera eitrað fyrir frævun og getur verið hættulegt býflugum. Ekki mikið að marka opinbert eftirlit og prófanir „Neytendur gera ráð fyrir að matur þeirra hafi farið í gegnum strangar prófanir og að ef hlutur er til sölu í Bretlandi þá eigi hann að vera öruggur. Því miður er þetta ekki endilega raunin. Við höfum í raun mjög takmarkaðan skilning á lang- tímaáhrifum á heilsu manna af því að neyta lítils magns af tugum mismunandi varnarefna á hverjum degi,“ sagði Nick Mole í samtali við The Guardian. Talsmaður opinberrar stofnunar umhverfis-, matvæla- og dreifbýl- is segir að allur matur sem seldur er í Bretlandi verði að uppfylla strangar reglur um varnarefnaleif- ar til að tryggja að það sé óhætt að borða hann. Þessu er framfylgt með alhliða eftirlitsáætlun um leif- ar sem óháð sérfræðingastofnun hefur umsjón með og árið 2020 voru meira en 97% prófaðra sýna í samræmi við reglur að sögn yfir- valda. Þegar skoðað er ósamræmi í rannsóknum sem PAN bendir á þá má ljóst vera að þær eru ekki samanburðarhæfar milli ára og því harla lítið að marka fullyrðingar yfirvalda um gæði matvöru. Samtökin Pesticide Action Network heldur áfram að hvetja til þess að horfið verði frá efnafræði- legum meindýravörnum. Nýlega var haft samráð við gerð innlendrar aðgerðaáætlunar sem miðar að því að lágmarka áhrif varnarefna og auka notkun á öruggari valkostum í Bretlandi. /HKr. BYKO býður nú ýmsar stærðir steinbita fyrir nautgripi á lager Hvort sem verið er að endurnýja eldri fjós eða byggja nýtt bjóðum við steinbita sem henta fyrir öll verkefni. Steinbitarnir eru framleiddir í vottuðum verksmiðjum og uppfylla allar kröfur um evrópustaðla. Steinbitana er mögulegt að fá fyrir allt að 6 tonna öxulþunga. Við bjóðum einnig sérsniðin velferðagólf fyrir steinbita. GÓLF Í GRIPAHÚS NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Til á lager bondi@byko.is „Neytendur gera ráð fyrir að matur þeirra hafi farið í gegnum strangar prófanir og að ef hlutur er til sölu í Bretlandi þá eigi hann að vera öruggur. Því miður er þetta ekki endilega raunin,“ segir talsmaður PAN. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla 122 varnarefni finnast í 12 menguðustu ávaxta- og grænmetistegundunum í matarkörfu Breta – Best að kaupa lífrænt segja samtök sem berjast gegn notkun eiturefna í landbúnaði

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.