Bændablaðið - 21.10.2021, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202126
Signe Arendorf Bach frá Dan
mörku er flott listakona sem er
ótrúlega fær að teikna alls konar
myndir með blýanti, ekki síst
myndir af hestum.
Hún er mikill Íslandsvinur og
hefur heillast af íslenska hestinum,
sem hún segist vera ástfangin
af. Signe eignaðist sinn fyrsta
íslenska hest 12 ára gömul og þá
var ekki aftur snúið. Þegar hún var
19 ára kom hún til landsins með
lýðháskólanum sínum þar sem
hópurinn fékk fræðslu um Ísland og
hesta og eftir það hefur Signe verið
reglulegur gestur á landinu.
Elskar Ísland
„Ég elska Ísland, ég hef aldrei verið
í öðru landi þar sem fólk er í svo
miklum tengslum við náttúruna.
Ég dýrka náttúruna ykkar og
mikilleika hennar. Ekkert fær mig
til að líða svo auðmjúkri og láta
vandamál mín og áhyggjur líða svo
léttvægt, eins og að keyra í gegnum
íslenska landslagið. Fólkið er líka
vingjarnlegt og yndislegt, sem fær
mig til að koma alltaf aftur og aftur
til Íslands,“ segir Signe þegar hún
var spurð hvað henni fyndist best
við landið.
Skapið og stoltið
Signe byrjaði að fara á hestbak
aðeins fjögurra ára gömul en þegar
hún eignaðist íslenskan hest gerðist
eitthvað innra með henni, sem varð
til þess að hún varð algjörlega
heilluð af Íslandi og hestunum.
„Það sem ég elska mest við íslenska
hestinn er skaplyndi þeirra og stolt.
Þeir hafa svo mikinn persónuleika
og eru svo rólegir og vingjarnlegir
en samt afskaplega kraftmiklir og
fúsir til að vinna undir knapa. Þessi
kraftur er líka það sem fær mig til
að elska að teikna íslenska hestinn.
Þeir hafa mikla tjáningu og ég reyni
að endurskapa það í teikningum
mínum. Það er ekkert í heiminum
sem jafnast á við hratt tölt á góðum
hesti,“ segir Signe brosandi.
Teiknar með venjulegum
blýanti
Teikningar Signe hafa
vakið mikla
athygli og
allir sem sjá verk hennar verða
kjaftstopp því þau eru svo falleg,
ekki síst hvernig hún nær hverju
smáatriði í verkum sínum. Hún
segist hafa byrjað að teikna þegar
hún gat fyrst sem lítið barn haldið
á blýanti og hún hefur ekki getað
hætt. „Pabbi minn er mjög listrænn
og hefur alltaf hvatt mig og teiknað
með mér. Á æskuárunum eyddi ég
tímum á hverjum degi í að teikna
hesta og dreyma um þá. Þegar ég
var 15 ára áttaði ég mig á því að
hæfni mín hafði þróast að því marki
að ég gæti byrjað að teikna eins og
alvöru listamaður og aflað mér smá
peninga með teikningunum.
Eftirspurnin jókst og jókst og nú
hef ég töluvert mikið að gera við að
teikna alls konar myndir fyrir hina
og þessa. Mér finnst langbest að
teikna með venjulegum blýanti
en í framtíðinni get ég séð
fyrir mér að ég fari að nota
lit og málningu samhliða
blýantinum,“ segir Signe.
Veggspjöld og tímarit
Signe er ekki bara að teikna
fyrir einstaklinga því hún hefur
oft verið beðin um að teikna
veggspjöld með völdum
teikningum og þá hefur hún
teiknað fyrir hestatímarit
og hestahátíðir eins og í
Danmörku og á Íslandi.
Persónulegar gjafir eru
þó alltaf vinsælastar hjá
henni þar sem hún er
beðin um að teikna
mynd af ákveðnum
hesti og knapa og
svo framvegis. „Já,
ég hef teiknað mikið af myndum
af „frægum“ hestum og knöpum,
bæði á Íslandi og annars staðar
og alls staðar fæ ég góð viðbrögð
og mikla ánægju með myndirnar
mínar, sem er mjög ánægjulegt
og hvetur mig áfram,“ segir Signe
aðspurð um fyrir hverja hún væri
aðallega að teikna.
Grímur frá Stóra Vatnsskarði
Signe hefur nýlega keypt stór
efnilegan íslenskan stóðhest af
Benedikt Benediktssyni á Stóra
Vatnsskarði en það er Grímur frá
StóraVatnsskarði, sem er fimm
vetra í dag.
Grímur er nýkominn til Signe í
Danmörku þar sem hún vonast til að
hann fái gott kynbótamat næsta vor
og eigi eftir að ganga vel í keppn
um í framtíðinni. Hún ætlar að vera
dugleg að þjálfa hann í vetur á milli
þess, sem hún teiknar myndir.
Íslenska nammið best
Eins og fram hefur komið þá býr
Signe í Danmörku enda á hún sitt
heimili og fjölskyldu þar úti. Hún
hefur búið á Íslandi þrisvar sinnum
í nokkra mánuði í senn, sem hún
segir að hafi verið frábær reynsla,
en hún sér þó ekki fyrir sér að flytja
til Íslands. „Ég ætla næst að koma
til ykkar í janúar og fagna þar 30
ára afmæli mínu með vinum mínum
í gönguferð og borða íslenskt
nammi, sem er uppáhaldsnammið
mitt í heiminum,“ segir Signe og
skellihlær. „Ég mun svo örugglega
heimsækja Ísland reglulega næstu
árin, því get ég lofað, þið eruð
ekkert laus við mig,“ bætir hún
við. /MHH
LÍF&STARF
Signe Arendorf Bache
Signe Arendorf Bach segist vera ástfangin af íslenska hestinum enda búin að kaupa sér flottan og efnilegan graðfola frá Íslandi, sem er nú komin til hennar
í Danmörku Myndir / Einkasafn.
Mynd frá 2020, átrúnaðargoð Signe,
Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá
Búðardal. Sjáið hvernig hún nær
hverju einasta smáatriði.
Mynd sem Signe teiknaði af Eddu Rún og Sigga Matt á stóðhestunum Kinn-
skær og Safír og gaf þeim, enda mjög góðir vinir hennar.
Hér er mynd af Mandalahestinum en Signe hefur selt
mörg veggspjöld með þessari teikningu. Hér er það í
litaðri útgáfu.
Hér er fyrsta myndin, sem Signe teiknar með litblýanti
en teikninguna gerði hún 2017 af stóðhestinum Þrymi frá
Ragnheiðarstöðum.