Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 29
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
DRIFSKÖFT
OG DRIFSKAFTAEFNI
Fjölplógar
í stærðum frá 1.35m til 4.0m
Verð1.290.000 kr. án/vsk
Plógur á mynd:
3.3m með 3p festingu og stjórnborði
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Austurvegi 69, 800 Selfossi
Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
Þessi staður verður algjör perla
„Þetta var mjög stórt verkefni og líka mjög skemmtilegt,“ segir Jón
Heiðar Rúnarsson, sem rekur félagið Skógarmenn, en hann hafði for-
göngu um að hóa saman „landsliði“ í skógarhöggi til að fella tré í
Vaðlareit. „Þetta er heilmikið samfélagsverkefni, ávinningur fyrir íbúa
hér um slóðir verður mikill, skógurinn opnast fyrir almenning sem á
án efa eftir að eiga hér gæðastundir í framtíðinni.“
Hann segir að undirtektir meðal skógarhöggsmanna landsins þegar
óskað var eftir framlagi þeirra hafi verið góðar og margir sem endilega
vildu vera með. Skógarhöggsmenn koma víða að af landinu, eða á svæði
frá Reykjavík, norður um og allt austur til Egilsstaða. „Við komum af stóru
svæði og þegar mest var mættu 11 í skógarhöggið.“ Voru menn dreifðir
um allan reit, sumir byrjuðu nyrst og aðrir syðst og eins var hópur fyrir
miðjum skógi og fyrirkomulagið þannig að tveir og tveir unnu saman og
komu á móti öðrum hóp.
Jón Heiðar segir að skógurinn sé býsna fjölbreyttur, stundum farið um
birkikjarr og þá þurfi einnig að eiga við stærðarinnar greni- og furutré inn
á milli. „Við vorum að fást við alls konar tré á leiðinni gegnum skóginn,“
segir hann. „Þegar þessi stígur verður tilbúinn er ég sannfærður um að
þetta svæði verði algjör perla, það verða góðir áningarstaðir inn á milli
með góðu útsýni þannig að það verður eftirsóknarvert að koma hér og eiga
gæðastundir. Fólk mun sækja mikið hingað, held ég, í heilsubótargöngur,
til hjólreiða og til að njóta útsýnis.“ /MÞÞ
Jón Heiðar Rúnarsson hjá Skógarmönnum vann ásamt fleirum við að
fella tré í Vaðlareit þar sem leggja á göngu- og hjólastíg. Mynd / MÞÞ
Johan Holst á Silfrastöðum í Skagafirði er einn reyndasti skógarhöggsmaður
landsins. Hann er frá Noregi en hefur búið á Íslandi í áraraðir. Segja má að
hann sé hokinn af reynslu þegar kemur að skógarhöggi.
Mynd / Jón Heiðar Rúnarsson
Greinilegur lífsþróttur í birkiplöntu
sem stóð á klapparholti sem rutt var.
Mynd / Ingólfur Jóhannsson
Varahlu�r i VOLVO
Vinnutæki
Jón Heiðar Rúnarsson hjá Skógar-
mönnum á spjalli við Ingólf Jó-
hannsson, framkvæmdastjóra Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga. Mynd / MÞÞ
Jakob Wayne og Lucas Desroches
komu frá Reykjavík til að taka þátt í
verkefninu fyrir norðan. Mynd / MÞÞ