Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202130
LÍF&STARF
Vel yfir 200 manns hafa sótt nám-
skeið sem Fornverkaskólinn hefur
staðið fyrir en skólinn hefur haft
torfbæjarheild að Tyrfingsstöðum
á Kjálka í Skagafirði að nám-
skeiðsvettvangi undanfarin 15 ár.
Samkomulag við eigendur staðar
ins var undirritað árið 2006 um nýt
ingu Fornverkaskólans á staðnum.
Fornverkaskólinn hóf starfsemi það
ár en um er að ræða samstarfsver
kefni Byggðasafns Skag firðinga,
Háskólans á Hólum og Fjölbrauta
skóla Norðurlands vestra. Þriggja
daga námskeið í torf
hleðslu var haldið að
Tyrfingsstöðum nýverið.
Inga Katrín Magnús
dóttir, verkefna stjóri
Fornverka skólans, segir
að námskeiðin njóti vin
sælda, en í hópi Íslend
inga sem gjarnan sækja
námskeiðin má nefna fólk
sem vinnur störf af ýmsu
tagi sem bæði tengjast
viðfangsefnum námskeið
anna eða eru alls ótengd
þeim, og einnig náms
menn sem koma í tengsl
um við nám sitt, s.s. fornleifafræði
eða þjóðfræði. „Við höfum líka tekið
á móti erlendum hópum, sér í lagi frá
Skotlandi, en við erum þátttakendur
í verkefni í samstarfi við menningar
stofnanir þar í landi sem senda til
okkur nemendur. Erlendir þátttak
endur vinna oft að einhverju leyti
við hefðbundið byggingarhandverk
eða í menningargeiranum.“
Nemendur þekki hefðbundin
vinnubrögð við íslenskt
byggingahandverk
Þeir sem hafa kennt á námskeiðum
Fornverkaskólans hafa unnið að
vernd og viðhaldi gamals hand
verks, kennslu í torf og grjóthleðslu
og grindarsmíði svo eitthvað sé
nefnt, en verkefnastjórn hefur verið
í höndum starfsfólks Byggðasafns
Skagfirðinga. „Markmið skólans
hefur frá upphafi verið að bjóða
upp á námskeið sem miða að því
að útskrifa nemendur sem þekkja
til hefðbundinna vinnubragða við
íslenskt byggingahandverk, einkum
torfskurð, torf og grjóthleðslu og
trésmíði. Einnig var hugmyndin að
nemendur fengju hagnýta þekkingu
á einkennum, þróun og varðveislu
mannvirkja og búsetulandslags
til íslenskrar sveitar,“ segir Inga
Katrín.
„Forsendur Fornverkaskólans
byggja á þeirri hugmyndafræði að
handverk og handverksmenning
lifir aðeins eins lengi og fólkið
sem þekkir hana og kann að nota
hana. Byggingarefni til forna, torf,
tré og grjót, hafa mislangan líftíma
en almennt þarf að endurbyggja hús
úr slíkum efnum á nokkurra ára
tuga fresti og viðhalda þeim örar.
Handverksþekking skiptir höfuð
máli fyrir viðhald hefðbundinna
bygginga.“
Tyrfingsstaðir
Fornverkaskólinn hefur haft torf
bæjarheild til afnota frá árinu 2006
þegar samkomulag þar um var
undirritað við eigendur bæjarins
Tyrfingsstaða á Kjálka í Skagafirði.
Þar standa enn nokkur torfhús, hí
býli, fjós, hlaða, hænsnakofi, smiðja
og nokkur fjárhús.
Húsin voru í notkun langt
fram eftir 20. öld og búið var í
gamla bænum til ársins 1969.
Inga Katrín segir húsin skapa ein
staka minjaheild frá fyrri hluta 20.
aldar. Tilgangur Tyrfingsstaða
verkefnisins svonefnda hafi verið
að læra að gera við og endur
hlaða með torfi og grjóti og á
sama tíma að endurheimta hina
merku bæjarmynd sem stendur á
Tyrfingsstöðum. „Við höfum frá
árinu 2007 haldið ýmiss konar
námskeið í torfhleðslu, grjóthleðslu
og grindarsmíði bæði fyrir íslenska
og erlenda þátttakendur og nú er
endurbygging og lagfæring hús
anna á staðnum langt komin.
Enn eru þó til staðar viðfangsefni
til námskeiðshalds og við stefnum
að því að halda námskeiðum áfram
á meðan verkefni leyfa,“ segir Inga
Katrín.
Hlaðan verður
áfram viðfangsefni
Síðasta námskeið var haldið í sept
ember síðastliðnum, en kennari á
námskeiðinu var Helgi Sigurðsson
frá Fornverki ehf. Verkefnið sem
hópurinn á námskeiðinu tók að sér
var að hækka veggi gömlu fjós
hlöðunnar sem stendur norðan við
gamla bæinn. Inga Katrín segir að
hlaðan hafi verið og verði áfram
viðfangsefni á námskeiðum, enda
um háa og öfluga veggi að ræða.
Á námskeiðinu fengu þátttak
endur fræðslu um efnisval og sýni
kennslu um efnistöku, þeir stungu
upp hnausa og fengu að spreyta sig
á ristu strengja og torfa með torfljá.
„Það voru allir ánægðir að loknu
námskeiði en þá höfðu verið hlaðnar
nokkrar raðir ofan á veggi hlöðunn
ar,“ segir hún. /MÞÞ
Fornverkaskólinn stendur fyrir námskeiðum að Tyrfingsstöðum á Kjálka:
Handverksmenning lifir aðeins eins lengi
og fólkið sem þekkir og kann að nota hana
Hópurinn á námskeiðinu tók að sér það verkefni að hækka veggi fjóshlöð-
unnar sem stendur norðan við gamla bæinn.
Helgi Sigurðsson, eigandi Fornverks ehf. og kennari á námskeiðum Forn-
verkaskólans, sýnir handtökin við ristu, en strengir og torfur voru áður ristar
með torfljá. Myndir / Fornverkaskólinn.
Klömbruhnausa þarf að stinga upp með skóflu og undirristuspaða, en áður fyrr var notast við spaða, rekur eða pála. Hnausana þarf síðan að flytja að byggingunni, nú með þægindum traktors og vagns, en áður fyrr með hand- og hestafli.
Frá vinstri: Arnar Pálsson, Sigurður Marz Björnsson (Sigurður og Kristín
Jóhannsdóttir, ábúendur og eigendur Tyrfingsstaða, hafa veitt verkefninu
dygga aðstoð í gegnum árin), Þórarinn Jónsson, Martin Krempa, Snjólaug
M. Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Hermann Jónsson.
Hluti verkfæranna sem notaður er
við torfskurð.
Fornverkaskólinn hefur haft torfbæjarheild að Tyrfingsstöðum á Kjálka
í Skagafirði að námskeiðsvettvangi undanfarin 15 ár. Á Tyrfingsstöðum
standa enn nokkur torfhús, t.d. híbýli, fjós, hlaða og nokkur fjárhús. Búið
var í gamla bænum til ársins 1969.
Fagmannlega staðið að verki.
Torfi ekið á hleðslustað.