Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202140
LESENDARÝNI
Riðuveiki í sauðfé og geitum
– Útrýming veikinnar af Íslandi eða sambýli við hana áfram
Í Bændablaðinu síðasta, 7. október
2021, og í pistli í sjónvarpinu
nýlega, er fjallað um riðuveiki í
Skagafirði og varnir gegn riðu-
veiki á Íslandi.
Í fyrsta lagi er fjallað um útrým-
ingu með því að rækta fé sem hafi
mótstöðu gegn riðuveiki. Slík rækt-
un er vafasöm. Verndandi arfgerð
gegn riðu, sem þekkt er í öðrum
löndum, hefur ekki fundist í íslensku
sauðfé svo öruggt sé eða líklegt er
að að gagni geti komið hér á landi.
Rannsókn og ný leit að arfgerðum
í fé, sem verji gegn riðu er í gangi.
Hún er þörf og góð, eins og rann-
sóknir eru oftast. Óvíst er þó til
lengri tíma, hver gætu orðið áhrif
slíkrar ræktunar, sem kannski gæfi
um skeið takmarkaða vörn.
Rannsóknir, sem fyrr hafa verið
gerðar, benda til þess, að slík rækt-
un eyði ekki riðusmiti heldur dylji
veikina, meðgöngutími hennar verði
lengri og menn sitji uppi með smit
eftir sem áður í stofninum. Um þetta
er óvissa.
Íslenskt fé er oft látið verða eldra
en tíðkast víða erlendis. Ekki er vitað
hvort kindur geta smitað áður en ein-
kenni koma í ljós. Óraunhæft er því
að fullyrða, eins og gert var, að hægt
sé að útrýma riðuveiki á 10 árum við
aðstæður hér á landi. Mér er ekki
kunnugt um að nein lönd, sem eiga
fé með verndandi arfgerð gegn riðu,
hafi lýst því yfir, að þeim hafi tekist
að uppræta riðuveikina úr sínu landi,
þrátt fyrir margra ára tilraunir. Til
framtíðar gæti slík ræktun stuðlað
að langlífi riðunnar, sem við viljum
útrýma.
Áhrifaríkar aðgerðir
Sú aðferð, sem beitt var á Íslandi
gegn riðuveiki var áhrifarík og hafði
næstum útrýmt riðu úr landinu, eins
og kemur fram hér seinna í þessari
grein. Þeirri baráttu þarf að halda
áfram með sama hætti og áður. Það
gæti gefið von um að útrýma mætti
veikinni á Íslandi. Allt of snemma
var slakað á vörnum líkt og nú
gerist með kórónaveiruna í fólki.
Það hefur leitt til einnar smitbylgju
á fætur annarri. Lagðar voru niður
margar varnarlínur, sem hindruðu
samgang fjár og slakað á varúðar-
reglum. sem áður giltu milli varn-
arhólfa. Með því dreifist veikin og
átak til útrýmingar ef illa fer verður
mun erfiðara og dýrara.
Í öðru lagi er því haldið fram í
innsendum pistlum í Bændablaðið,
að förgun á öllu fé á heilum svæðum
(niðurskurður) hafi engu skilað til að
verjast veikinni. Þetta er ekki rétt.
Ég þekki þetta mál vel, því að ég
vann í því samfellt frá upphafi
viðnámsaðgerða 1978. Riðuveiki
barst til landsins að talið er árið
1878 með innflutningi á enskum
hrút. Smitefnið er hvorki baktería
né veira, heldur sjúklegt protein sem
kallast PRÍÓN. Það hefur aflagast
en haldið að mestu sömu efnasam-
setningu og eðlilegt protein, sem
finnst í heilbrigðri skepnu. Fátt
er vitað um krafta þá sem breyta
eða aflaga hið eðlilega prion-prot-
ein og gera það að smitefni. Eftir
aflögunina hafa eiginleikar príon-
proteinsins gjörbreyst. Það er orðið
að smitefni, torleyst og tekur ekki
þátt í efnaskiptum líkamans, eins
og heilbrigð protein gera, en safnast
upp í heilanum og taugavef og víðar
og skemmir út frá sér og hleypir af
stað riðueinkennum.
Riðan færði út kvíarnar hægt
og bítandi, hélt sig við Norðurland
fram til 1953 og fór þá að breiðast
út um landið með vaxandi hraða,
líklega með verslun á fé og því sem
óhreinkast hafði af fé og með hey-
flutningi, því að riðan berst með heyi
frá sýktum bæjum. Riðusmitefni
hefur fundist í heymítlum (maur-
um) frá þeim bæjum. Viðnám gegn
riðu hófst með skipulegum aðgerð-
um árið 1978, niðurskurði fyrst í
Fjárborg í Reykjavík, þar sem voru
30 fjárhús og mismunandi eigendur,
sýkt hús og ósýkt og útiblettir voru
hlið við hlið með einfaldri girðingu
á milli, og einungis fargað úr sýktum
húsum.
Aðgerðin í Fjárborg skilaði strax
fullkomnum árangri, sem byggðist á
sótthreinsun sýktra húsa, nákvæmu
eftirliti og eftirfylgni, sem varð for-
dæmi til stórtækari aðgerða á sýkt-
um svæðum um land allt.
Næst var ráðist gegn riðuveiki
á Barðaströnd og öllu fé í sveitinni
fargað, þar sem veikin hafði verið
í marga áratugi og valdið miklum
dauðsföllum. Það tókst líka full-
komlega og byggði á því sama og
í Fjárborg, rækilegri sótthreinsun,
nákvæmu eftirliti og eftirfylgni.
Þannig var haldið áfram hægum
skrefum.
Veikin hélt áfram að breiðast út
annars staðar. Árið 1986 var hún
komin í hámark. Þá var hún orðin
hættuleg og skaðleg plága og hætta
á að hún legði allt landið undir sig.
Alls urðu 24 varnarhólf af 37 á öllu
landinu sýkt af riðuveiki og fjöldi
fjár, sem veiktist fór upp í 700 á ári.
Vægari aðgerðir gegn riðunni
skiluðu nokkrum árangri, en dugði
ekki til að stöðva útbreiðsluna og
halda veikinni í skefjum. Þá var hert
á aðgerðum og gripið til niðurskurð-
ar á öllu fé á sýktum svæðum. Það
dugði til að uppræta riðuveikina á
hverju svæðinu á eftir öðru. Alls var
fargað fé á 800 riðubæjum, en aðeins
500 þeirra tóku fé aftur. Enginn
taldi sér hag í því, hvorki ríkið né
landeigendur, að sótthreinsa hús og
umhverfi á bæjum, þar sem ekki var
tekið fé aftur. Það var því ekki gert
á öllum 300 bæjunum. Þar gæti því
smit hafa leynst og sýkt nýjan stofn.
Eftir erfiða baráttu með þessu móti í
næstum 20 ár, hafði varnarhólfunum,
sem reynslan bendir til að hafi losnað
við riðuna fækkað niður í 3, en það
eru einmitt svæðin á Norðurlandi,
þar sem nú er lagt til að farga öllu
sauðfé til að komast fyrir rætur veik-
innar.
Niðurskurður á rétt á sér og
verður að fylgja eftir af nákvæmni
Það er því ljóst að niðurskurður á rétt
á sér, en honum verður að fylgja eftir
með nákvæmni og hvergi gefa eftir,
fara ekki of geyst í niðurskurðinn
og tryggja fyrirfram sem allra besta
samstöðu fjáreigenda. Annað sem
þarf til er að tryggja að allar van-
þrifakindur séu rannsakaðar en ekki
grafnar, að ríkið kaupi þær, sendi í
sláturhús og tryggi sjúkdóms-grein-
ingu. Þar gæti verið um að ræða
dýrmætustu kindur í hjörðinni, ef
smitandi sjúkdómar eins og riða
fyndust þá fyrr en ella. Herða þarf
allt eftirlit á ný og stöðva fjárverslun
innan fyrrum sýktra svæða um langt
árabil og þess í stað láta sæða og/eða
kaupa hrúta til kynbóta frá ósýktum
svæðum. Til frekara öryggis ætti
ekki, fyrstu árin eftir fjárskipti, að
velja til ásetnings lömb af eigin
stofni heldur kaupa þau frá ósýktum
svæðum.
Mistök að leggja
niður Blöndulínu
Mistök voru að leggja niður varnar-
línur eins og Blöndulínu, sem er
mjög ódýr í rekstri en gæti ef upp
væri tekin á ný fækkað um tugi
þúsunda því fé, sem þyrfti að farga
vegna riðutilfella, því að áfram þarf
að farga öllu fé á bæjum þar, sem
riðuveiki finnst og bæjum, sem verið
hafa í nánastri snertingu við hið sýkta
fé og öllu, sem hefur verið selt frá
þeim bæjum eða verið hýst þar yfir
nótt eða lengur.
Urðun á fé, sem skorið var niður
var víða gerð. Ekki er vitað, hve
lengi smithætta helst við á slíkum
stöðum. Slík svæði þyrfti að skrá og
kortleggja eins og gert hefur verið
með miltisbrunagrafirnar á landinu
öllu (sjá bókina Dýralæknatal,
Búfjársjúkdómar og saga, útg. 2004,
bls. 360-374), bókina Sigurður dýra-
læknir II., útg. 2014, bls. 209-222 og
ritið: Barátta gegn smitandi sauðfjár-
sjúkdómum frá fyrri tíð, útg. 2021,
bls. 24-38).
16.10 2021
Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir,
s. 892 1644,
Emill: sigsig@hi.is
Sigurður Sigurðarson.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Smáauglýsingar 56-30-300
Leita að bestu matarsprotum
landsins til sjávar og sveita
Icelandic Startups hafa síðastliðin
tvö ár keyrt viðskiptahraðalinn
„Til sjávar og sveita“ í samstarfi
við Íslenska sjávarklasann og
hafa 19 fyrirtæki farið í gegnum
hraðalinn á þeim tíma.
„Til sjávar og sveita“ er af
mörgum talinn einn skemmtilegasti
viðskiptahraðallinn sem er í boði þar
sem fyrirtækin eru oftar en ekki að
vinna með raunverulegar vörur sem
þau geta sýnt og leyft fólki að bragða
á. Í ár verður hraðallinn keyrður
sem sérstakur markaðshraðall
að erlendri fyrirmynd og er hann
unninn í samstarfi við „GAN –
Global Accelerator Network“.
Nettó er bakhjarl hraðalsins
annað árið í röð og taka þau virkan
þátt í allri framkvæmd hraðalsins og
deila þar sinni þekkingu og reynslu
þegar kemur að markaðssetningu á
matvöru.
Verkefnið fékk einnig styrk
frá atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu. Opnað hefur verið fyrir
umsóknir og er umsóknarfrestur
til 1. nóvember. Óskað er eftir
fyrirtækjum sem eru langt komin
í vöruþróun, tilbúin með vöru á
markað eða hafa hafið markaðssókn.
Aðeins fimm fyrirtæki verða tekin
inn í hraðalinn og er því leitað að
bestu matarsprotum landsins sem
munu í gegnum hraðalinn fá öflugan
undirbúning og stuðning fyrir
markaðssókn innanlands og utan.
Hraðallinn hefst þann 15. nóvember
og lýkur með uppskerudegi þann
10. desember.
Sterk nýsköpun á landsbyggðinni
„Fyrirtæki af landsbyggðinni
hafa tekið virkan þátt með okkur
og maður finnur muninn á því á
milli ára hvað nýsköpun hefur
komið sterk inn þar. Það er alltaf
gaman að tengja frumkvöðla
saman sem eru í sama geira en þeir
virðast ná sérstaklega vel saman í
matvælaiðnaðinum og myndast því
alltaf mögnuð stemning í þessum
hraðli,“ segir Freyr Friðfinnsson,
verkefnastjóri „Til sjávar og
sveita“. /MHH
Kemur næst út
4. nóvember