Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 47

Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 47 Það virðist vera árvisst að fyrstu hálkumorgnar haustsins komi Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart, árekstrar, tjón og hálku- slys eru sögur sem maður heyrir á hverju einasta hausti. Fyrir stuttu síðan sagði maður sem var í viðtali í morgunútvarpi setningu sem var eitthvað á þessa leið þegar hann var að flýta sér í viðtal á útvarps- rásinni: „Fann ekki sköfuna fyrir bílrúðurn- ar, vetrarúlpuna, vettlinga og húfuna. Fór út og notaði vísakortið til að skafa framrúðuna á bílnum og rauk af stað á hálf hreinsuðum bílnum.“ Ég gat ekki annað en brosað þegar ég hlustaði á þessi orð. Mig grunaði að hann hefði gleymt að segja að hann hafi líka verið á sumardekkjunum, sem reyndist rétt, því ég sá þennan mann á dekkjaverk- stæði seinna um daginn. Sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku á ekki að vera í umferðinni Ótrúlega oft eru það bara örfáir bílar sem orsaka umferðarteppur og slys í snjó og hálku því flestir eru forsjálir og eru ábyrgir bílstjórar með allt sitt á hreinu. Í umferðarlögum segir að mynstur í hjólbörðum megi ekki vera minna en 3 millimetrar frá 1. nóvember til 15. apríl. Aðeins má vera með nagladekk undir bílum á þessum sama tíma (1. 11. til 15.04.). Það eru margir sem aka á ónegldum vetrarhjólbörðum (oft kölluð heilsársdekk). Á naglalausum vetrardekkjum má keyra allt árið og einnig vetrardekkjum sem skilgreind eru sem „harðkornadekk“. Sá sem er ekki útbúinn til vetraraksturs á ekki að vera í umferðinni öðrum til trafala. Fáir vita það að lögregla hefur lagaheimild til að sekta vanbúna bíla í vetrarumferð. Stefnir í að ekki allir fái vetrardekk undir sinn bíl Nú í ár virðist umferðin þetta haustið vera aðeins öðruvísi en undanfarin ár og má þar að ein- hverju leyti kenna um Covid. Eitthvað virðist líka vera erfitt fyrir innflutningsaðila ódýrari hjól- barða að fá sendingar til landsins, þrátt fyrir að hafa pantað dekkin fyrir löngu síðan. Sumar stærðir í dýrari dekkjum eru nú þegar uppseldar og jafnvel ekki væntanlegar í bráð. Eitthvað er um að minna framboð sé af ódýrum hjólbörðum frá Asíu þar sem erfitt er um flutninga til landsins. Ástæðan er sögð vera skortur á gámum. Þessi dekkjaskortur gæti orðið til þess að sumir fái ekki þá stærð af dekkjum sem þeir þurfa undir bílinn sinn. Einnig að fólk þurfi að kaupa dýrari dekk en til stóð að kaupa undir bílinn í vetur þar sem ódýr- ari dekkjasendingarnar eru ekki að skila sér til landsins. Neikvæð umræða nagladekkja ekki réttlætanleg Í fjöldamörg ár hefur viss hópur fólks barist fyrir því að nagladekk verði bönnuð eða einhvers konar um- hverfisgjald verði sett á nagladekk. Eftir margra ára akstur ýmist á nagladekkjum eða á ónegldum vetr- ardekkjum er það ekki spurning í mínum huga hvað maður er öruggari í vetrarumferðinni á nagladekkjum. Vissulega eru nagladekkin óum- hverfisvænni þar sem mikið salt er borið á götur, en skaða minna þar sem lítið er saltað. Í umræðunni er nagladekkjun- um kennt um alla mengun og slit á vegum, en stærsta vandamálið í sliti á vegum er saltið. Saltið leysir upp tjöruna sem heldur steinefnunum í malbikinu saman. Saltið mýkir mal- bikið þannig að það losnar um stein- efnin. Svo koma snjómoksturstækin og skafa tjörublönduðum snjónum út fyrir veginn þar sem snjórinn seinna bráðnar og tjaran fer í jarð- veginn og mengar hann. Þegar tjaran er farin verður mölin af þunnri drullu sem safnast í vegkantana. Í þurrkatíð byrjar að myndast ryk þegar bílar keyra um óhreinar göturnar. Oftast er þá talað um svifryksmengun. Upprunalega orsökin er samt saltið, en á síðustu 5-7 árum hefur saltsala til söltunar á vegakerfinu í nágrenni höfuðborgarinnar aukist yfir 100%. Í mínum huga ætti að hætta að salta göturnar, allir keyri um á nagladekkjum, en það eru ekki margir sem virðast vera á þessari sömu skoðun. Til að styrkja þessa skoðun mína þá vil ég benda á að til er dómur í Hæstarétti Íslands þar sem strætis- vagnabílstjóri var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir það að hafa ekki verið á nagladekkjum. Af þessum sökum er umræðan um nagladekk á villigötum. ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 HALLMÆLA SMÁ BLUNDUR SULL LASLEIKI BOX AFSPURN FLAN BASÍSKUR TÁGARÍLÁT DREPA NIÐUR SAGGI SAMTÖK GEGNA ÁGÆTIS OFTAR KIPRA SIGTI FÆDDI ALDUR HARMUR LYKT SKÓFLA FRÁTRÉ STAGL JÁRNA KLERKS SPAUG AÐ LOKUM SPIL SÁLDA SPILLABBA MAN GORTAR ASKUR TUNGUMÁL MÆLI- EINING TEMUR GÖLTUR TITILL INNIHALD ÓÐ AFKVÆMI ANDVARP KROPP SPILLA STÍFAHÁTTUR KAFMÆÐI SÓT TANGI SAMKVÆMI TÍMABILS HÓFDÝR MJAKA ÓLÆTI BLEKKING LALLA HRÆÐAST POT RÓMVERSK TALA MJÓLKUR- AFURÐ HÆRRA KRYDD NÁKOMIÐBIRTA VAXA M Y N D : CJ SO LT A M ES ( CC B Y -S A 3 .0 ) 162 H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET MYNDA- BÓK VELJA FISKA MÁNUÐUR NÆSTUM DANS TVEIR EINS SNÁÐAR- MEÐAL A K R A M E N T I KFLEYGA L J Ú F A LÍFSHLAUP LOSA Æ V I ÓHLJÓÐ- FÆRI B Ó L Í T R I RÍKJA Ú S K A GÁSKI LÖNG Æ R S L S INNI- LEIKUR ANGAR HLJÓTA I L M A R SÝKJA BLUND S M I T A ÓREIÐAVERKFÆRI FKÁKA SPYRJA MÆLI- EINING KRASSA J A F N A HYLLI FITA ANSA O L Í A HEILU NUDDAST NSLÉTTA Ó L Á N KÆRLEIKS- ÞEL SAMBAND Á S T Ú Ð FUGL KVEÐJA Ö N DÓGÆFA N Ú NEITUN KK NAFN A F S V A R HITA HRÓ H L Ú ANUDD A Ð A BORÐA ÚT É T A HARLA HAMINGJA SKAMMT S Æ L A MYNTSKEL R SKARÐ NABBI G I L ÓNÆÐI R A S K ÞEI HEITI U S S S A N N A AÐ BAKI BEITA A F T A N DRYKKUR GYÐJA T ESTAÐ- FESTA P R A N G A SANDMÖL LÍKA A U R A R ÁTT NBRASKA I L Ð A R U A N RAUP U G N O G R ÁMA T T TIL SÖLU U F N Á N S A TSJÁ EFTIR DUL M Y N D : H ER B ER T M A R K ( CC B Y -S A 4 .0 ) 161 H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET LCI Lely Center Ísland Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 – lci.is KEÐJUR OG KEÐJUEFNI GOTT ÚRVAL 30 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HEILUM KEÐJUM Á LAGER ÚT OKTÓBER Ert þú í réttum klæðnaði og tilbúin/n fyrir vetrarakstur? Snjókarl í snjódekkjahugleiðingum. Mitt val á vinnubílinn er nagladekk.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.