Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 4

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 4
andlegs eðlis, verður æ meira um starfs- greinar, sem fatlaðir geta rækt til hlítar og þá vitanlega fyrir fullt kaup. Mönnum hættir oft til að líta svo á, að fatlaður mað- ur sé óhæfur til allrar vinnu, og því gengur fötluðu fólki verr en skyldi að fá atvinnu. Það sannar ekkert, þótt fatlaður maður verði að gefast upp í starfi, vegna þess að það svarar ekki til starfsgetu hans eða hæfni. Allt er undir því komið að fundin séu störf, sem samsvara getu og kröftum hvers einstaks. Mér finnst sérstök ástæða til að vekja athygli á seinni málsgrein 16. greinar endurhæfingarlaganna. Hún er á þessa leið: „Þeir, sem notið hafa endurhæfingar, skulu að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélagi". Hér er kveðið á um, að eðlilegt sé að ríki og bæj- arfélög veiti gott fordæmi með því að láta öryrkja, að öðru jöfnu, ganga fyrir störf- um. Þótt æskilegt sé, að sem flestir fatlaðir Ávarp .................................. bls. 3 Lög um endurhæfingu .................... — 5 Tólfta þingið .......................... — 8 Vísnahornið ............................ — 12 Lag eftir Sigfús Halldórsson ...........— 13 (Höfundur hefur jafnframt skrifað nóturnar) Jökull Jakobsson: Munnmælasaga ......... — 14 Evert Taube: Valsinn hans Kalla káta .... — 17 Haukur Þórðarson: Um atvinnumál öryrkja — 18 Het Dorp ............................... — 24 Greiður aðgangur fyrir fatlaða .........— 26 Bréf til Pálínu frænku .................— 27 Félagsmálarabb ......................... — 32 fái starf á frjálsum vinnumarkaði, eru þó alltaf nokkrir, sem þess eiga ekki kost. Öryrkjafélögin hafa í mörg ár rekið vinnu- stofur. Rekstur þeirra hefur gengið mis- jafnlega. Þær hafa verið reknar með halla, sem viðkomandi félögum hefur oft verið ofraun að standa undir. Samkvæmt lögun- um er hallanum skipt jafnt á milli þriggja aðila, atvinnuleysistryggingasjóðs, lífeyr- isdeildar Tryggingarstofnunar ríkisins og rekstraraðila. Starfræksla vinnustofanna er því væntanlega tryggð með hinum nýju lögum. Jafnframt má gera ráð fyrir að vinnustofum fjölgi næstu ár. Þjóðin er fámenn og þarf á kröftum hvers einstaklings að halda til að beizla og hagnýta auðlindir landsins og skapa með því skilyrði til aukins menningarlífs og félagslegs öryggis. Takmarkið hlýtur því að vera, að hver einasti þjóðfélagsþegn eigi þess kost að fá starf við sitt hæfi. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér endurhæfingarlögin. @ @ @ @ © % Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar......— 34 Sálræn vandamál í sambandi við likamlega fötlun ..................................... — 36 Hjálpartæki ................................ — 40 Konráð Þorsteinsson: Frásögn ................— 41 Vinningaskrá ............................... — 44 Stafaþraut ................................. — 45 Sjálfsbjörg ................................ — 46 Forsíða: Endurhæfing. Ljósm.: Guðmundur Örn Ingólfsson. Aðrar innlendar myndir tóku Trausti Sigurlaugsson og Sigurður Guðmundsson. 4 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.