Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 5
1. gr.
LÖG
UM ENDUR-
HÆFINGU
Tilgangur laga þessara er að stuðla að þjálf-
un og endurhæfingu fólks með varanlega
skerta starfshæfni, svo að það geti sem bezt
séð sér farborða með eigin vinnu. Aðstoða skal
þær stofnanir, sem annast endurhæfingu, og
koma á fót þeim rannsóknar-, endurhæfingar-
og vinnustöðvum, sem nauðsynlegar eru, með
þeim hætti, sem nánar greinir í lögum þessum.
2. gr.
Félagsmálaráðherra skipar sjö menn í end-
urhæfingarráð, þar af sex eftir tilnefningu
eftirtalinna aðila, einn frá hverjum: Öryrkja-
bandalags íslands, Alþýðusambands íslands,
Vinnuveitendasambands íslands, Sambands
íslenzkra sveitarfélaga, Læknafélags íslands
og menntamálaráðuneytisins. Ráðherra skipar
einn mann án tilnefningar. Skal hann hafa
staðgóða þekkingu á endurhæfingarmálum.
Hann skal og vera formaður ráðsins.
Kostnaður við starfrækslu endurhæfingar-
ráðs greiðist úr ríkissjóði.
3. gr.
Hlutverk endurhæfingarráðs skal vera:
a. að semja áætlun um þörf endurhæfingar-
stöðva og vinnustöðva fyrir fólk með varan-
lega skerta starfshæfni. Skal ! áætlun þess-
ari gerð grein fyrir stærð stofnananna, stað-
setningu þeirra, verksviði og búnaði. Við
samningu áætlunarinnar skal taka tillit til
nýjunga í endurhæfingarmálum og stefna
að því, að ráðstafanir til endurhæfingar
svari jafnan sem bezt kröfum tímans.
b. að hafa eftirlit með endurhæfingarstofnun-
um og vinnustöðvum fvrir öryrkja.
c. að vinna að því, að verkaskipting slíkra
stofnana verði sem hagkvæmust.
d. að útvega þeim, sem þarfnast endurhæfing-
ar og þjálfunar, sbr. 13. gr., rúm á stofnun
við sitt hæfi og atvinnu að þjálfun lokinni,
sbr. 15. gr.
e. að stunda upplýsingastarfsemi og hvetja þá,
sem ekki geta séð sér farborða vegna skertr-
ar starfshæfni, til þess að leita þjálfunar
og þeirrar meðferðar, sem við á, svo að þeir
geti fengið starf við sitt hæfi.
SJÁLFSBJÖRG 5