Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 8

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 8
TÓLFTA ÞINGIÐ 12. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var haldið í Hótel Höfn, Siglu- firði, dagana 13.—15. júní s. 1. Setningarathöfnin hófst með því, að lúðrasveit Sigluf jarðar lék og Kvennakór Siglufjarðar söng. Þá flutti sóknarprest- urinn, séra Kristján Róbertsson, ávarp, bauð þingfulltrúa velkomna til Siglufjarð- ar og árnaði samtökunum allra heilla í nú- tíð og framtíð. Síðan flutti Theodór A. Jónsson, formaður landssambandsins, ávarp og setti þingið. Eftir að kjörbréf höfðu verið athuguð, skýrði formaður frá stofnun tveggja nýrra félagsdeilda. Sú fyrri var stofnuð í Stykk- ishólmi 9. maí, stofnfélagar 13. Seinni deildin var stofnuð á Akranesi 10. maí, stofnfélagar 49. Voru nýju deildirnar sam- þykktar inn í landssambandið með dynj- andi lófataki. Þingforsetar voru kjörnir: Jón Þ. Buch, Húsavík, og Eggert Theodórsson, Siglu- firði. — Þingritarar: Dagur Brynjúlfsson, Reykjavík, Pétur Þorsteinsson, Reykjavík, Vigfús Gunnarsson, Reykjavík, Valgerð- ur Guðjónsdóttir, ísafirði, Þorgerður Þórð- ardóttir, Húsavík, og Pálína Snorradóttir, Hveragerði. Þingið sátu 55 fulltrúar frá 11 félögum. Fluttar voru skýrslur stjórnar og fram- kvæmdastjóra og ennfremur skýrslur allra félaganna, en þau eru 12, með um 1050 virka félaga. t'Jr skýrslu stjómar og framkvæmdastjóra. Skrifstofa landssambandsins flutti á 8 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.