Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 11
2. Endurskoðuð verði 13. grein almanna- tryggingalaganna og lögð verði sér- stök áherzla á, að breytt verði tekju- viðmiðun greinarinnar. 3. Tryggður verði bótaréttur barna, sem eru svo fötluð að framfærandi þarf miklu til að kosta vegna fötlunar þeirra. 4. Tekjumat á störfum húsmæðra, með tilliti til réttar þeirra á sjúkradag- peningum, verði stórhækkað frá þvi, sem nú er. 5. Þingið skorar á Heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytið að gefa út hand- hægan bækling um réttindi og skyldur öryrkja. 6. Bótaupphæðir fylgi vísitölu fram- færslukostnaðar eins og hún er á hverjum tíma. 7. Unnið verði að því, að fötluðum hús- mæðrum verði veittur styrkur til kaupa á nauðsynlegum heimilistækj- um. 8. Endurskoðuð verði 26. grein almanna- tryggingalaganna um gjaldskyldu ör- orkulífeyrisþega. 9. Elli- og örorkulífeyrir verði aðskilinn. Á sunnudag sátu þingfulltrúar hádegis- verðarboð bæjarstjórnar Sigluf jarðar. Bæjarstjórinn, Stefán Friðbjarnarson, bauð gesti velkomna með ávarpi. Trausti Sigurlaugsson og Eggert Theodórsson þökkuðu fyrir hönd þingfulltrúa. Seinna um daginn heimsóttu þingið félagar úr karlakórnum Vísi og sungu nokkur lög við mikinn fögnuð áheyrenda. Síðdegis á mánudag fóru fram þingslit. 1 stjórn fyrir næsta starfsár voru kosin: Formaður: Theodór A. Jónsson, Reykja- vík. Varaformaður: Sigursveinn D. Krist- insson, Reykjavík. — Ritari: Ólöf Ríkarðs- dóttir, Reykjavík. — Gjaldkeri: Eiríkur Einarsson, Reykjavík. — Meðstjórnendur: Heiðrún Steingrímsdóttir, Akureyri, Sig- urður Guðmundsson, Reykjavík, Friðrik Á. Magnússon, Ytri-Njarðvík, Ingibjörg Magnúsdóttir, ísafirði, Þórður Jóhanns- son, Hveragerði, Eggert Theodórsson, Siglufirði, Karen Guðlaugsdóttir, Akra- nesi, Jón Þ. Buch, Húsavík, Stefán Jón Karlsson, Vestmannaeyjum. — Fram- kvæmdastjóri landssambandsins er Trausti Sigurlaugsson. Eggert Theódórsson, formaður Sjálfsbjargar á Siglufirði, flytur ávarp við setningu 12. þingsins. — Sitjandi: Framkvœmda- ráð og framkvœmdastjóri Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. SJÁLFSBJÖRG 11

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.