Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 22
okkur grein fyrir því, að á morgun get- um við verið í hópi þeirra, sem bera menj- ar sjúkdóma eða slysa“. Með þetta í huga skulum við a. m. k. sleppa öllum fordóm- um í sambandi við atvinnumál öryrkja. Víðast í nágrannalöndum okkar hefur þegar myndazt nokkur hefð í starfsmálum öryrkja. Vinnuveitendum hefur verið gert betur ljóst þar en hér, að það er engin frá- gangssök að ráða til sín starfskraft, sem ekki er alveg heill á líkama. Þannig eiga fatlaðir og lamaðir nokkuð góðan og að minnsta kosti jafnan aðgang á við aðra til starfa hjá nokkrum stórfyrirtækjum á Norðurlöndum. Sums staðar eru stofn- anir á vegum hins opinbera skyldaðar til þess að hafa ákveðna hundraðstölu af starfsfólki sínu úr hópi þeirra, sem fatl- aðir eru og lamaðir. Öruggasta ráðið til þess að tryggja jafna og eðlilega aðstöðu lamaðra og fatl- aðra til atvinnu er góð menntun og kunn- átta þeim til handa á einhverju ákveðnu sviði. Og hér er komið aftur að því, sem áður var nefnt, að undirbúningur og þjálf- un fyrir þetta fólk skiptir megin máli. Það á að hafa greiðan aðgang að endurhæf- ingarstofnunum. Eðlilegast er, að mennt- un og kunnátta fáist innan hins almenna skóla- og fræðslukerfis. I þeim tilvikum, sem það er ekki hægt, þurfa að koma til sérstofnanir, sem annast slíka menntun og þjálfun. Hið opinbera sýnir skilning á menntunarnauðsyn og þjálfunarnauðsyn öryrkja, og styður slíka menntun og þjálf- un m. a. á þann hátt, að þeim, sem við nám eru eða stunda verkþjálfun, greiðast hærri bætur eða lífeyrir en ella, á meðan nám varir. Margvísleg vanefni eru til staðar hér á landi í sambandi við starfsþjálfun öryrkja, sem búa hér við mun lakari aðstæður en gerist á t. d. Norðurlöndunum, þar sem margvíslegar vinnuþjálfunarstofnanir eru til staðar. Tveir af aðalatvinnuvegum íslendinga liljóta að teljast óheppilegir sem atvinna fyrir öryrkja. Gildir þetta jafnt um land- búnaðarstörf sem sjávarútveg. Ýmsar hliðargreinar landbúnaðar og einnig sjáv- arútvegs skapa samt nokkra starfsmögu- leika fyrir fatlaða og lamaða. Iðnaður fer vaxandi í ísl. þjóðfélagi. Það er einmitt innan hans, sem mestir möguleikar munu verða með atvinnu fyrir öryrkja. Léttur iðnaður eða iðjustörf eru að öðru jöfnu hentugasta vinnuformið. Víða erlendis hefur verið gert töluvert af því að reisa sérstaka vinnustaði fyrir öryrkja. Algengast er, að þar sé létt iðn- aðarframleiðsla í gangi. Lítið hefur verið um slíka vinnustaði hér á landi. Ekki hef- ur hið opinbera hér á landi stuðlað að byggingu eða rekstri slíkra sér-vinnu- staða fyrir öryrkja, heldur hefur framtak- ið komið frá félögum áhugamanna. Það er álit sumra, að leysa beri atvinnuvanda öryrkja með slíkum vinnustöðum, en álit annarra, að öryrkjar eigi að starfa sem mest á almennum vinnumarkaði, og því aðeins á sérstökum vinnustöðum fyrir ör- yrkja, að ekki sé mögulegt sökum líkam- legra hindrana að starfa á almennum vinnumarkaði. Ég tel, að síðara sjónar- miðið sé réttara, en sérstakar vinnustofur sjálfsagðar fyrir það fólk, sem ekki get- ur talizt gjaldgengt annars staðar. Það fólk þarf líka atvinnu og þarf hennar að jafnaði meira til lífsviðurværis, og þá er rétt að skapa þeim atvinnumöguleika á vinnustað, sem er verndaður með tilliti til vinnuaðstöðu og mögulegra afkasta. Blindrafélögin hafa árum saman rekið slíkar vinnustofur fyrir blint fólk hér á landi. S.Í.B.S. hefur um nokkurra ára skeið rekið vinnustofur fyrir öryrkja að Múla- lundi í Reykjavík. Tilraun með slíkan at- vinnurekstur fyrir öryrkja hefur verið gerð á ýmsum öðrum stöðum og af öðrum aðilum, en rekstrarörðugleikar hafa tals- 22 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.