Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 23

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 23
vert hindrað starfsemi þeirra enn sem komið er. Mjög hefur reynzt erfitt að finna rétt verkefni fyrir slíkar vinnustofur hér á landi, og einnig hafa komið fram örðug- leikar við sölu á framleiðslu. Á síðustu 25 árum hefur Vinnuheimilið að Reykjalundi rekið umfangsmiklar vinnustofur fyrir öryrkja, en atvinnurekstur þar miðar fyrst og fremst að þjálfun í ýmsum starfsgrein- um. Öðrum þræði er vinnan þar hugsuð sem lækningaraðferð, og til undirbúnings vinnu á almennum vinnumarkaði, eða á sérhæfðum vinnustöðum fyrir öryrkja. Því verður ekki á móti mælt, að atvinnu- möguleikar fatlaðra og lamaðra ættu að geta verið meiri í þjóðfélagi nútímans en áður var. Starfsgreinar eru fleiri nú en áður, atvinnuvegir eru ekki eins rígskorð- aðir við sjávarútveg og landbúnað og áður var. Ýmiss konar þjónustuvinna, og þó sérlega aukin iðnvæðing í landinu, ætti að stuðla að því, að meiri vinnumöguleikar skapist fyrir þá, sem ekki ganga heilir til skógar. Eftir sem áður er sterkasti leik- ur lamaðra og fatlaðra gagnvart vinnu sá að mennta sig og öðlast staðgóða þjálfun í ýmsum vinnubrögðum. Ýmis félagssambönd og samtök hafa það á stefnuskrá sinni að aðstoða öryrkja á þessum vettvangi, og er sannleikurinn sá, að framlag þeirra á þessum sviðum er stórum meira en hins opinbera. Er ekki nema gott um það að segja, en fram- kvæmdir þessara félaga og samtaka eru takmarkaðar vegna f járskorts. Stuðningur ríkis og almennings er því afar nauðsyn- legur til þess að starfsemi þeirra geti hald- ið áfram og borið árangur. Enda þótt þeim, sem hér á landi vinna að málefnum öryrkja, sé vel kunnugt um atvinnumál þeirra nú á tímum og áður fyrr, vantar mikið upp á, að fyrir liggi nákvæmar tölur um atvinnuleysi eða at- vinnuskort hjá öryrkjum. Ekki er heldur auðvelt að áætla, hversu margir af þeim, sem nú hljóta örorkubætur, eða styrki og aðstoð frá bæjar- og sveitarfélögum til lífsviðurværis, mundu geta unnið fyrir sér að einhverju eða öllu leyti, ef vinna væri í boði, sem viðkomandi gætu ráðið við. Könnun á þessu sviði er því mjög æskileg. Út frá slíkri könnun væri auðveldara að gera úrbætur. Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um endurhæfingu og skv. þeim verður stofnað endurhæfingarráð, sem í eiga sæti einmitt þeir aðilar, sem þessi mál varðar. Endurhæfingarráð ætti að kanna hina raunverulegu atvinnuþörf öryrkja, bæði þeirra, sem starfað gætu á almennum vinnumarkaði, og hinna, sem aðstöðu þyrftu að hafa á vernduðum vinnustofum. Að fengnum upplýsingum síðan gegna því hlutverki að opna öryrkjum leið til vinnu, og eyða fordómum og misskilningi með upplýsingum og áróðri. Önnur mál varð- andi atvinnu fyrir öryrkja munu falla í skaut endurhæfingarráðs, s. s. að skipu- leggja sérlega vinnustaði, leggja á ráð um, hvort stækka beri vinnustaði og verkstæði, sem til eru, eða stofna ný. Að sjá um, að þeim sé réttilega dreift um landið, og vera ráðgefandi um, hvers konar vinna ætti að vera á hinum ýmsu vinnustöðum. Ég vil að lokum undirstrika, að það er hverju þjóðfélagi hagnaður að búa vel að atvinnumálum þeirra, sem ekki eru heilir á líkama eða sál. Þá verður minna um styrki og f járútlát til framfærslu frá hendi ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga. Atvinna skapar tekjur, sem aftur gefa tekjur fyrir þessa sömu aðila í formi útsvars og skatta. Frá mannúðarsjónarmiði er hér um sjálf- sagða hluti að ræða. Við íslendingar höfum orðið eftirbátar grannþjóða okkar í þessum málum, og vit- að er að færa má þessi mál í betra horf en verið hefur með litlum tilkostnaði og fyrirhöfn. Farsæl lausn á atvinnumálum öryrkja er hagnaður fyrir alla þjóðina. SJÁLFSBJÖRG 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.