Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 25

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 25
Het Dorp. varp auk allra hugsanlegra þæginda fyrir hjólastólafólk. Sé um hjón að ræða, eru tvö samliggjandi herbergi notuð sem ein íbúð. Innangengt er úr hverju herbergi út á stórar, sameiginlegar svalir. Tíu einka- herbergjum eru ætluð sameiginleg borð- stofa og setustofa, sameiginleg eldhúsaf- not og lítið þvottahús. Stórt baðherbergi er ennfremur ætlað hverjum 30 íbúum saman. Eitt herbergi af hverjum tíu er verustaður aðstoðar- eða hjúkrunarmanns, en næturvakt annast 30 manns. I þorpinu er bókasafn og samkomusal- ur, sem breyta má í kirkju, hljómleikasal, kvikmyndahús o. fl. Einnig eru þar hár- greiðslu- og rakarastofur, verzlunarmið- stöð, benzínafgreiðslustöð, pósthús, veit- ingastaður og æfinga- og íþróttasalur. Maturinn er framreiddur í aðaleldhús- inu, og þaðan er hann fluttur til veitinga- staðarins og borðstofanna, þar sem fólk getur matazt saman. Annars getur það fengið matinn sendan til sinna herbergja, ef það æskir. Enn eru ótaldir vinnusalirnir, þar sem vinnuaðstaða er fyrir um 200 manns. Öll tilhögun þar, verkfæri, starfsgreinar og stólar eru sniðin við hæfi íbúanna eftir því, hvers konar fötlun háir hverjum ein- stökum. í ráði er, að íbúunum sjálfum sé gert kleift að inna af hendi alla venju- lega þjónustu innan þorpsins til dæmis póstþjónustu og ýmis önnur störf. Annars er þeim í sjálfsvald sett, hvort þeir vinna á verkstæðunum eða við téða þjónustu í þorpinu, ellegar stunda sitt starf utan þorpsins. Samgöngum er þann veg háttað, að þorpsbúum er fært að komast til ann- arra vinnustaða í grennd. Gatnakerfi þorpsins sjálfs er og að sjálfsögðu gert fyrir hjólastólaumferð og aðalgatan liggur svo sem fyrr er frá sagt eiginlega bæði utan húss og innan. Bif- reiðaumferð er bönnuð um sjálfar göt- urnar, sem eru jafnar og beinar, en tvö stór bílastæði eru í útjaðri þorpsins. Fólk býst venjulegum klæðum, og allt er gert, sem unnt er, til að afmá merki SJ ÁLFSBJÖRG 25

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.