Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 27
r-------------------------------\ Sumarmót Sjálfsbjargar 1970 Bréf til Pálínu frænku V_____________________________/ Pálína mín. Þú slóst heldur betur af þér að koma ekki á sumarmótið að þessu sinni. Hvernig mátti slíkt henda þig? Getur það verið satt, að þú hafir farið í skemmtiferð með kennurum í staðinn? Engin dæmi veit ég til, að kennarar hafi verið teknir fram yfir (annað) fólk, og finnst mér, að slíkt ætti að skrá í annála. En hvað um það. Þú, sem setið hefur í félagsmálanefnd Sjálfsbjargar síðastliðin 7 ár, og sýnir slíkan félagsþroska (!), skalt fá að heyra alla ferðasöguna, hvort sem þér líkar betur eða verr. Við Vestfirðingarnir létum okkar ekki vanta í ferðalagið venju fremur. Rúmlega 20 ferðalangar lögðu af stað í björtu og fögru veðri föstudaginn 10. júní kl. 8 með v.b. „Fagranesinu“. Með í förinni voru 3 fararskjótar, áætlunarbíll frá Isafirði, auð- vitað með „heimsins bezta bílstjóra“, að vanda, og auk þess tveir minni bílar, ann- ar frá Bolungarvík, hinn frá ísafirði. Þó að veðrið virtist gott, er lagt var af stað, reyndist vont í sjóinn inn Djúpið, og var ekki laust við, að sumir yrðu grænir í framan af sjóveiki. Bezt sluppu þeir, er reyndu að syngja burt sjóveikina, og var kyrjuð fullum hálsi hver vísan af ann- arri. — I Ögri var tekinn upp einn félaginn, Erla nokkur Hafliðadóttir, ég trúi þú kannist við hana. Okkur finnst jafnan vanta eitthvað, ef hún getur ekki verið með í ferðalögum okkar — og nú hófst hin raunverulega ferð á sumarmótið. Jafnan virðist hugsað hlýtt til okkar Vestfirðinga, er mótstaður er valinn, eða finnst þér ekki, Pálína mín? — Að þessu sinni skyldi mótið sem sé haldið í Húna- vatnssýslu, svo að við áttum alllangan og strangan akstur fyrir höndum. Við hugg- uðum okkur samt við það, að eitthvað yrði SJÁLFSBJÖRG 27

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.