Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 17
Nú skyldi gengiS til verka. Ég veit ekki, hvernig í ósköpunum hún hefur kom- izt inn í húsið. En þarna var hún. Það var rétt eins og hún hefði stokkið fullsköpuð út úr skeggþykkninu á leik- araskrípinu, sem hékk konu- megin yfir hjónasænginni, og beint á gleðisíðu blaðsins, sem ég var að lesa. Þaðan á öxlina á mér —- og beit. Þá hófst stríðið. Ég reyndi að góma hana milli þumal- og sleikifingurs, þar sem hún sat á öxlinni á mér. Ég reyndi að hvolfa lúk- unni yfir hana á sænginni. Slá hana niður með blaðinu samanbrotnu, þegar hún tyllti sér á vegginn. Kremja hana innan í Sattinu, þegar hún flaksaðist þar. En allt kom fyrir ekki. Hún var allt- af rétt stokkinn burt, þegar höggin dundu. Og þvílík stökk. — Margur íþrótta- idijótinn mætti öfunda fló. Sumir kunna að halda að kvikindi þessi hafi vængi, en svo er ekki. Flóin er knúin fram af einhverjum innri fítonskrafti, óþekktum frumsveiflum, reyklausu þrýsti- lofti. Og ótrúlega snör í vendingum. Ég braut pípuna mína, þegar ég sló til flóarinnar á borðshorninu. Hvolfdi brenni- vínsglasinu, þegar ég hugðist drekkja henni í því. Ljósakrónan hrundi niður, þegar ég henti inniskónum mínum á eftir henni þar. Allt var á ferð og flugi, tjá og tundri, nema sú litla, sem nú var inni á mér berum, það fann ég vel, þó að ég fyndi hana ekki. Já, þetta var ömurlegt kvöld. Einhvern veginn blundaði ég þó um þrjú leytið, stein- uppgefinn, reiður og sár. En ósigraðm- að mestu. Hún vakti mig aftur um sex-leytið. Hel- sárt bit á upphandlegg. Hann var þó svo sannarlega nógu illa farinn fyrir. Skrokk- urinn var allur upphleyptur eftir bit henn- ar og stungur. En að hún skyldi ekki sprengja sig á öllu því blóði, sem hún var búin að hesthúsa út úr líkama mínum. Það var sko ekkert smáræði. Ég var orð- inn náfölur, og varla blóðdropi í vörun- um. Það hefur ekki verið undir potti, sem SJÁLFSBJURG 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.