Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 17
Nú skyldi gengiS til verka.
Ég veit ekki, hvernig í
ósköpunum hún hefur kom-
izt inn í húsið. En þarna var
hún. Það var rétt eins og
hún hefði stokkið fullsköpuð
út úr skeggþykkninu á leik-
araskrípinu, sem hékk konu-
megin yfir hjónasænginni, og
beint á gleðisíðu blaðsins,
sem ég var að lesa. Þaðan á
öxlina á mér —- og beit.
Þá hófst stríðið.
Ég reyndi að góma hana
milli þumal- og sleikifingurs,
þar sem hún sat á öxlinni á
mér. Ég reyndi að hvolfa lúk-
unni yfir hana á sænginni.
Slá hana niður með blaðinu
samanbrotnu, þegar hún
tyllti sér á vegginn. Kremja
hana innan í Sattinu, þegar
hún flaksaðist þar. En allt
kom fyrir ekki. Hún var allt-
af rétt stokkinn burt, þegar
höggin dundu. Og þvílík
stökk. — Margur íþrótta-
idijótinn mætti öfunda fló.
Sumir kunna að halda að
kvikindi þessi hafi vængi, en
svo er ekki. Flóin er knúin
fram af einhverjum innri fítonskrafti,
óþekktum frumsveiflum, reyklausu þrýsti-
lofti. Og ótrúlega snör í vendingum.
Ég braut pípuna mína, þegar ég sló til
flóarinnar á borðshorninu. Hvolfdi brenni-
vínsglasinu, þegar ég hugðist drekkja
henni í því. Ljósakrónan hrundi niður,
þegar ég henti inniskónum mínum á eftir
henni þar. Allt var á ferð og flugi, tjá
og tundri, nema sú litla, sem nú var inni
á mér berum, það fann ég vel, þó að ég
fyndi hana ekki.
Já, þetta var ömurlegt kvöld. Einhvern
veginn blundaði ég þó um þrjú leytið, stein-
uppgefinn, reiður og sár. En ósigraðm- að
mestu.
Hún vakti mig aftur um sex-leytið. Hel-
sárt bit á upphandlegg. Hann var þó svo
sannarlega nógu illa farinn fyrir. Skrokk-
urinn var allur upphleyptur eftir bit henn-
ar og stungur. En að hún skyldi ekki
sprengja sig á öllu því blóði, sem hún var
búin að hesthúsa út úr líkama mínum.
Það var sko ekkert smáræði. Ég var orð-
inn náfölur, og varla blóðdropi í vörun-
um. Það hefur ekki verið undir potti, sem
SJÁLFSBJURG 17