Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 21
Setið aS þingstörfum.
íbúðaálmuna upp í sumar. I bygginguna
voru komnar 51.9 milljónir króna þann
31. marz 1972.
Gervilimaverkstæði tók til starfa í hús-
inu á síðastliðnu hausti.
Unnið var að bifreiðamálum og trygg-
ingamálum.
Á síðastliðnu hausti kom hingað til
lands norskur arkitekt, Gaute Baalsrud,
og flutti erindi um skipulag samfélagsins
með tilliti til fatlaðra. Samtökin tóku þátt
í ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga um skipulagsmál. Ólafur Júlíusson,
byggingafræðingur, flutti þar erindi á veg-
um samtakanna.
Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd,
er kanni leiðir, sem tryggi, að byggingar
og umferðaæðar framtíðarinnar, er njóta
fjárhagslegrar fyrirgreiðslu opinberra að-
ila, verði hannaðar þannig, að fatlað fólk
komizt sem greiðast um þær. Fulltrúi
Sjálfsbjargar í nefndinni er Ólöf Ríkarðs-
dóttir.
Að beiðni Sjálfsbjargar veitti Alþingi
Landssíma Islands heimild, til að fella nið-
ur gjöld af allt að 25 símum til tekju-
lítilla öryrkja.
Könnun hefur farið fram á heppilegum
framleiðslugreinum á vinnustofu Vinnu-
og dvalarheimilisins.
Á síðasta ári veitti Norræna félagið tvo
námsstyrki til fatlaðra íslenzkra ung-
menna. Fulltrúi Norræna félagsins hefur
tilkynnt Landssambandinu, að þeir vilji
veita allt að þrjá slíka styrki árlega.
Landssambandið styrkir fólk til náms
SJÁLFSBJÖRG 21